Fótbolti

Wenger ekki á leið til PSG

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wenger er án starfs.
Wenger er án starfs. vísir/getty
Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, segir að Arsene Wenger sé ekki á leðinni til liðsins til þess að verða yfirmaður knattspyrnumála eins og sögur segja.

Wenger hefur verið án starfs eftir að hann hætti með Arsenal í sumar eftir 22 ár í starfi en hann er sagður hafa hitt Nasser í Katar í síðustu viku.

Því fóru sögusagnir af stað að Wenger myndi taka við af Antero Henrique sem yfirmaður knattspyrnumála hjá franska félaginu en það slær Nasser út af borðinu.

„Ég er þreyttur á að svara þessum spurningum. Ég er í góðu sambandi við Arsene og við erum nánir. Ég hef þekkt hann lengi,“ sagði Nasser í samtali við fjölmiðla.

„Hann er stórkostlegur stjóri og þjálfari. Hann er með mikla þekkingu á fótbolta en við erum með yfirmann knattspyrnumála sem ég hef mikla trú á.“

„Ég hef heyrt nánast látlaust að Arsene sé að taka við þessu starfi og það er of mikið. Látið okkur vinna okkar vinnu. Antero er að vinna mjög gott starf og hann mun vera hér áfram,“ sagði Al.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×