Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumenn upp á jökul

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir mönnunum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir mönnunum. Vísir/Vilhelm
Landhelgisgæslunni barst á fimmta tímanum í dag neyðarkall frá tveimur erlendum göngumönnum á Tungnafellsjökli. Þeim hefur nú verið bjargað.

TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út ásamt björgunarsveitum Landsbjargar. Mennirnir höfðu meðferðis neyðarsendi sem hafði verið virkjaður en í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að mennirnir hafi verið kaldir og hraktir.

Um klukkustund eftir að þyrlan tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli voru mennirnir komnir um borð í þyrluna sem flutti þá til Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×