Hafi náð nýjum lægðum með því að draga starfsfólk inn í umræðuna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 14:21 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir það vera til marks um málefnafátækt þegar kjörnir fulltrúar fari með ásakanir á hendur opinberra starfsmanna í fjölmiðla. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir það vera til marks um málefnafátækt þegar kjörnir fulltrúar fari með ásakanir á hendur opinberra starfsmanna í fjölmiðla. Þetta sagði Hanna Katrín sem var á meðal gesta í Vikulokunum á Rás 1 í morgun en til umfjöllunar var meðal annars starfsumhverfið á Alþingi og í borgarstjórn. Það komst í hámæli þegar Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkurborgar, lýsti framgöngu kjörinna fulltrúa í borgarstjórn gagnvart starfsfólki borgarinnar.Sjá nánar: Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Stjórn starfsmannafélags Ráðhúss Reykjavíkur hefur formlega óskað eftir því að starfsfólkið fái frið til að vinna vinnuna sína án þess að störf þess séu gerð tortryggileg og án þess að vera blandað í stjórnmálaumræðu. Í frétt RÚV kom fram að uppsagnir tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar á yfirstandandi kjörtímabili megi rekja beint til starfsumhverfisins í ráðhúsinu. Hanna Katrín segist hreinlega verða döpur þegar hún hugsi um þann farveg sem málin eru komin í. Betra væri að leysa málin sín á milli, sé þess þörf, í stað þess að: „hlaupa með gaspur og órökstuddar ásakanir í fjölmiðla með hótun um lögsóknir og annað. Þetta er bara svo galið að beita svona aðferðum. Hóta fólki út og suður með mannorðsmissi varðandi starfsöryggi og annað. Við verðum einfaldlega að stoppa þessa þróun og beina fólki sem telur sig eiga einhverra harma að herna í eðlilegan farveg með sín mál.“ Hanna Katrín segir að hér áður fyrr hefðu kannski nokkrir kjörnir fulltrúar freistast til að grípa til þess ráðs að blanda starfsfólki inn í pólitíska umræðu en munurinn sé sá að í dag sé þessi nálgun orðin kerfisbundin, að því er henni virðist. „Í mínum huga lýsir þetta fullkominni málefnafátækt þeirra sem grípa til þessarar orðræðu – punktur – vegna þess að þannig fá þeir athygli og ef málefnin eru ekki til staðar til að fá athygli út á þá er farið þessa leið,“ segir Hanna Katrín.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að það sé mjög varhugarverð þróun að blanda opinberum starfsmönnum, sem geti ekki varið sig, inn í umræðuna.Vísir/EgillGeta ekki borið hönd fyrir höfuð sér Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, tók undir með Hönnu Katrín og bætti við að lögum samkvæmt geti opinberir starfsmenn ekki varið sig út á við og þess vegna séu árásirnar enn ómaklegri fyrir vikið. „Viðkomandi starfsmenn geta aldrei tjáð sig eða varið sig með sama hætti. Kjörnir fulltrúar eru að ganga fram með óbilgirni, ósannmæli og svo framvegis,“ segir Rósa Björk. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Óska eftir vinnufriði í kjölfar færslu borgarritara Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. 22. febrúar 2019 16:04 Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30 Stefán segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand Stefán Eiríksson, borgarritari, sagði starfsmenn Reykjavíkurborgar ekki eiga að þurfa að sæta því að talað sé til þeirra með niðrandi hætti, gert sé lítið úr störfum þeirra og ýmislegt annað sem hafi verið gert. 23. febrúar 2019 12:07 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir það vera til marks um málefnafátækt þegar kjörnir fulltrúar fari með ásakanir á hendur opinberra starfsmanna í fjölmiðla. Þetta sagði Hanna Katrín sem var á meðal gesta í Vikulokunum á Rás 1 í morgun en til umfjöllunar var meðal annars starfsumhverfið á Alþingi og í borgarstjórn. Það komst í hámæli þegar Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkurborgar, lýsti framgöngu kjörinna fulltrúa í borgarstjórn gagnvart starfsfólki borgarinnar.Sjá nánar: Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Stjórn starfsmannafélags Ráðhúss Reykjavíkur hefur formlega óskað eftir því að starfsfólkið fái frið til að vinna vinnuna sína án þess að störf þess séu gerð tortryggileg og án þess að vera blandað í stjórnmálaumræðu. Í frétt RÚV kom fram að uppsagnir tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar á yfirstandandi kjörtímabili megi rekja beint til starfsumhverfisins í ráðhúsinu. Hanna Katrín segist hreinlega verða döpur þegar hún hugsi um þann farveg sem málin eru komin í. Betra væri að leysa málin sín á milli, sé þess þörf, í stað þess að: „hlaupa með gaspur og órökstuddar ásakanir í fjölmiðla með hótun um lögsóknir og annað. Þetta er bara svo galið að beita svona aðferðum. Hóta fólki út og suður með mannorðsmissi varðandi starfsöryggi og annað. Við verðum einfaldlega að stoppa þessa þróun og beina fólki sem telur sig eiga einhverra harma að herna í eðlilegan farveg með sín mál.“ Hanna Katrín segir að hér áður fyrr hefðu kannski nokkrir kjörnir fulltrúar freistast til að grípa til þess ráðs að blanda starfsfólki inn í pólitíska umræðu en munurinn sé sá að í dag sé þessi nálgun orðin kerfisbundin, að því er henni virðist. „Í mínum huga lýsir þetta fullkominni málefnafátækt þeirra sem grípa til þessarar orðræðu – punktur – vegna þess að þannig fá þeir athygli og ef málefnin eru ekki til staðar til að fá athygli út á þá er farið þessa leið,“ segir Hanna Katrín.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að það sé mjög varhugarverð þróun að blanda opinberum starfsmönnum, sem geti ekki varið sig, inn í umræðuna.Vísir/EgillGeta ekki borið hönd fyrir höfuð sér Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, tók undir með Hönnu Katrín og bætti við að lögum samkvæmt geti opinberir starfsmenn ekki varið sig út á við og þess vegna séu árásirnar enn ómaklegri fyrir vikið. „Viðkomandi starfsmenn geta aldrei tjáð sig eða varið sig með sama hætti. Kjörnir fulltrúar eru að ganga fram með óbilgirni, ósannmæli og svo framvegis,“ segir Rósa Björk.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Óska eftir vinnufriði í kjölfar færslu borgarritara Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. 22. febrúar 2019 16:04 Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30 Stefán segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand Stefán Eiríksson, borgarritari, sagði starfsmenn Reykjavíkurborgar ekki eiga að þurfa að sæta því að talað sé til þeirra með niðrandi hætti, gert sé lítið úr störfum þeirra og ýmislegt annað sem hafi verið gert. 23. febrúar 2019 12:07 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Sjá meira
Óska eftir vinnufriði í kjölfar færslu borgarritara Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. 22. febrúar 2019 16:04
Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30
Stefán segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand Stefán Eiríksson, borgarritari, sagði starfsmenn Reykjavíkurborgar ekki eiga að þurfa að sæta því að talað sé til þeirra með niðrandi hætti, gert sé lítið úr störfum þeirra og ýmislegt annað sem hafi verið gert. 23. febrúar 2019 12:07