Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp dóm í Landsréttarmálinu í mars Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 10:56 Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp dóm í Landsréttarmálinu um miðjan mars. Vísir/EPA Þann 12. mars næstkomandi ræðst það hvort skipan dómara við hið nýja dómstig, Landsrétt, standist lög og ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu en þá kveður Mannréttindadómstóllinn í Strassburg upp dóm í málinu. RÚV greindi fyrst frá þessu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður manns sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot, vill að dómur umbjóðanda síns verði ómerktur í ljósi þess að ólöglega hefði verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur, dómara við Landsrétt, og fjögurra annarra. Hann segir að umbjóðandi sinn hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð af þessum sökum. Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Landsréttar í máli mannsins í maí á síðasta ári og staðfesti að Arnfríður hefði ekki verið vanhæf til að dæma í málinu. Vilhjálmur skaut málinu samstundis til Mannréttindadómstólsins en það þykir afar sjaldgæft hversu skjóta málsmeðferð málið hefur fengið en ástæðan fyrir er sögð alvarleg réttaróvissa sem gæti skapast vegna málsins. Íslenskir dómstólar hafa dæmt þremur umsækjendum um stöðu dómara við hið nýja dómstig miskabætur og þá hefur íslenska ríkið greitt Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur. Arnfríður var ein þeirra fjögurra dómara af fimmtán sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði við Landsrétt þvert á tillögur hæfisnefndar. Þá var skipan dómara heldur ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Skipanin dómara í Landsrétt hefur verið harðlega gagnrýnd og varð meðal annars til þess að Samfylkingin og Píratar lögðu fram vantrauststillögu gegn Sigríði en hún stóð hana af sér. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Fagnar því að MDE vilji afgreiða Landsréttarmálið skjótt Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir íslensk stjórnvöld vinna að því að svara fyrirspurnum mannréttindadómstóls Evrópu. 29. júní 2018 14:00 Dómsmálaráðherra gaf skýrslu í Landsréttarmáli Þrír núverandi og fyrrverandi þingmenn gáfu einnig skýrslu í máli tveggja umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt gegn íslenska ríkinu. 12. september 2018 14:00 Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Þann 12. mars næstkomandi ræðst það hvort skipan dómara við hið nýja dómstig, Landsrétt, standist lög og ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu en þá kveður Mannréttindadómstóllinn í Strassburg upp dóm í málinu. RÚV greindi fyrst frá þessu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður manns sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot, vill að dómur umbjóðanda síns verði ómerktur í ljósi þess að ólöglega hefði verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur, dómara við Landsrétt, og fjögurra annarra. Hann segir að umbjóðandi sinn hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð af þessum sökum. Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Landsréttar í máli mannsins í maí á síðasta ári og staðfesti að Arnfríður hefði ekki verið vanhæf til að dæma í málinu. Vilhjálmur skaut málinu samstundis til Mannréttindadómstólsins en það þykir afar sjaldgæft hversu skjóta málsmeðferð málið hefur fengið en ástæðan fyrir er sögð alvarleg réttaróvissa sem gæti skapast vegna málsins. Íslenskir dómstólar hafa dæmt þremur umsækjendum um stöðu dómara við hið nýja dómstig miskabætur og þá hefur íslenska ríkið greitt Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur. Arnfríður var ein þeirra fjögurra dómara af fimmtán sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði við Landsrétt þvert á tillögur hæfisnefndar. Þá var skipan dómara heldur ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Skipanin dómara í Landsrétt hefur verið harðlega gagnrýnd og varð meðal annars til þess að Samfylkingin og Píratar lögðu fram vantrauststillögu gegn Sigríði en hún stóð hana af sér.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Fagnar því að MDE vilji afgreiða Landsréttarmálið skjótt Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir íslensk stjórnvöld vinna að því að svara fyrirspurnum mannréttindadómstóls Evrópu. 29. júní 2018 14:00 Dómsmálaráðherra gaf skýrslu í Landsréttarmáli Þrír núverandi og fyrrverandi þingmenn gáfu einnig skýrslu í máli tveggja umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt gegn íslenska ríkinu. 12. september 2018 14:00 Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Fagnar því að MDE vilji afgreiða Landsréttarmálið skjótt Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir íslensk stjórnvöld vinna að því að svara fyrirspurnum mannréttindadómstóls Evrópu. 29. júní 2018 14:00
Dómsmálaráðherra gaf skýrslu í Landsréttarmáli Þrír núverandi og fyrrverandi þingmenn gáfu einnig skýrslu í máli tveggja umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt gegn íslenska ríkinu. 12. september 2018 14:00
Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47