Bíó og sjónvarp

Kona fer í stríð hlaut tíu verðlaun á Eddunni

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvikmyndin Kona fer í stríð var hlutskörpust á Edduverðlaunahátíðinni í ár. Hér eru leikstjórinn Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson, sem skrifaði handritið með honum.
Kvikmyndin Kona fer í stríð var hlutskörpust á Edduverðlaunahátíðinni í ár. Hér eru leikstjórinn Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson, sem skrifaði handritið með honum. FBL/Ernir
Miklu var tjaldað til þegar Edduverðlaunin voru veitt í Austurbæjarbíói í kvöld. Hægt var að horfa á verðlaunahátíðina í beinni útsendingu á vef Ríkisútvarpsins. Verðlaun voru veitt í 26 flokkum fyrir það sem þótti standa upp úr í íslenskri þátta- og kvikmyndagerð á liðnu ári.

Í ár var það kvikmyndin Kona fer í stríð sem var hlutskörpust á verðlaunahátíðinni en hún hlaut samtals tíu verðlaun. Myndinni var leikstýrt af Benedikt Erlingssyni og skartar Halldóru Geirharðsdóttur í aðalhlutverki. Meðal verðlauna sem myndin hlaut voru Kvikmynd ársins, leikstjórn og leikkona í aðalhlutverki.

Þá var kvikmyndin Lof mér að falla nokkuð áberandi og hlaut fjögur verðlaun alls, meðal annars fyrir leik í aukahlutverki, bæði hjá körlum og konum.

Fréttaskýringaþátturinn Kveikur hlaut þá tvenn verðlaun, sem frétta- eða viðtalsþáttur ársins og sem sjónvarpsefni ársins auk þess sem Sigríður Halldórsdóttir hlaut verðlaun sem sjónvarpskona ársins fyrir þættina. 

Hér að neðan má sjá lista yfir sigurvegara Edduverðlaunanna í öllum flokkum.



Barna- og unglingaefni

Lói – Þú flýgur aldrei einn

Framleitt af GunHil

Frétta- eða viðtalsþáttur

Kveikur

Framleitt af RÚV

Arnar Þórisson

Heimildamynd

UseLess

Framleidd af Vesturporti og Vakanda

Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir

Kvikmynd ársins

Kona fer í stríð

Framleidd af Gulldrengnum og Slotmachine

Benedikt Erlingsson, Marianne Slot og Carine Leblance

Leikiðsjónvarpsefni

Mannasiðir

Framleitt af  Glassriver og RÚV

Arnbjörg Hafliðadóttir

Menningarþáttur

Fullveldisöldin

Framleitt af  Sagafilm og Margréti Jónasdóttur fyrir RÚV

Mannlífsþáttur

Líf kviknar

Framleitt af Sagafilm fyrir Sjónvarp Símans

Skemmtiþáttur

Áramótaskaup 2018

Framleitt af Glassriver fyrir RÚV

Andri Ómarsson og Arnbjörg Hafliðadóttir

Stuttmynd ársins

Nýr dagur í Eyjafirði

Framleidd af Republik

Lárus Jónsson

Brellur

Cem Olcer, Stephane Vogel og Annabelle Zoellin

fyrir Kona fer í stríð

Búningar

Eva Vala Guðjónsdóttir

fyrir Lof mér að falla

Gervi

Kristín Júlla Kristjánsdóttir

fyrir Lof mér að falla

Handrit

Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson

fyrir Kona fer í stríð

Hljóð

Aymeric Devoldere, Francois De Morant, Raphael Sohier og Vincent Cosson

fyrir Kona fer í stríð

Klipping

Davíð Alexander Corno

fyrir Kona fer í stríð

Kvikmyndataka

Bergsteinn Björgúlfsson

fyrir Kona fer í stríð

Leikari í aðalhlutverki

Gísli Örn Garðarsson

fyrir Varg

Leikkona í aðalhlutverki

Halldóra Geirharðsdóttir

fyrir Kona fer í stríð

Leikkona í aukahlutverki

Kristín Þóra Haraldsdóttir

fyrir Lof mér að falla

Leikari í aukahlutverki

Þorsteinn Bachmann

fyrir Lof mér að falla

Leikmynd

Snorri Freyr Hilmarsson

fyrir Kona fer í stríð

Leikstjórn

Benedikt Erlingsson

fyrir Kona fer í stríð

Sjónvarpsmaðurársins

Sigríður Halldórsdóttir

fyrir Kveik

Tónlist

Davíð Þór Jónsson

fyrir Kona fer í stríð

Upptöku- eða útsendingarstjórn

Björgvin Harðarson

fyrir Pál Óskar í Höllinni

Sjónvarpsefni ársins

Kveikur - Frétta- eða viðtalsþáttur - RÚV






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.