Næsta Bond-mynd komin með vinnuheiti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 21:00 Daniel Craig hefur á undanförnum árum farið með hlutverk hins heillandi njósnara með leyfi til þess að drepa. VCG/Getty Búið er að uppljóstra um vinnuheiti nýjustu kvikmyndarinnar um breska njósnarann James Bond. Myndin mun bera vinnuheitið Shatterhand og fyrirhugað er að tökur á myndinni hefjist 6. apríl næstkomandi. Samkvæmt frétt Guardian hefur lengi verið orðrómur á sveimi um að Shatterhand væri meðal þeirra nafna sem kæmu til greina á nýjustu myndina um njósnarann og virðist sá orðrómur nú vera staðfestur. Nafnið er komið frá dulnefni sem Bond-illmennið Ernst Blofeld notaðist við í einni af bókum Ians Fleming um njósnarann með einkennisnúmerið 007, You Only Live Twice. Nokkur óvissa hefur ríkt um hvenær myndin kemur út en á dögunum var tilkynnt að frumsýningu henni hafi verið frestað fram í apríl næsta árs þar sem endurskrifa hafi þurft hluta handritsins. Danny Boyle, upprunalegur leikstjóri myndarinnar, sneri baki við framleiðslu á myndinni í ágúst 2018 vegna „listræns ágreinings“ við framleiðendur myndarinnar. Síðan þá hafa framleiðendur fengið uppköst að handriti frá nokkrum handritshöfundum en nú hefur verið ákveðið að Scott Z. Burns, sem þekktur er fyrir handritið að kvikmyndinni Bourne Ultimatum, skrifi handritið að myndinni, sem eins og áður segir ber heitið Shatterhand, í það minnsta tímabundið. Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Búið er að uppljóstra um vinnuheiti nýjustu kvikmyndarinnar um breska njósnarann James Bond. Myndin mun bera vinnuheitið Shatterhand og fyrirhugað er að tökur á myndinni hefjist 6. apríl næstkomandi. Samkvæmt frétt Guardian hefur lengi verið orðrómur á sveimi um að Shatterhand væri meðal þeirra nafna sem kæmu til greina á nýjustu myndina um njósnarann og virðist sá orðrómur nú vera staðfestur. Nafnið er komið frá dulnefni sem Bond-illmennið Ernst Blofeld notaðist við í einni af bókum Ians Fleming um njósnarann með einkennisnúmerið 007, You Only Live Twice. Nokkur óvissa hefur ríkt um hvenær myndin kemur út en á dögunum var tilkynnt að frumsýningu henni hafi verið frestað fram í apríl næsta árs þar sem endurskrifa hafi þurft hluta handritsins. Danny Boyle, upprunalegur leikstjóri myndarinnar, sneri baki við framleiðslu á myndinni í ágúst 2018 vegna „listræns ágreinings“ við framleiðendur myndarinnar. Síðan þá hafa framleiðendur fengið uppköst að handriti frá nokkrum handritshöfundum en nú hefur verið ákveðið að Scott Z. Burns, sem þekktur er fyrir handritið að kvikmyndinni Bourne Ultimatum, skrifi handritið að myndinni, sem eins og áður segir ber heitið Shatterhand, í það minnsta tímabundið.
Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira