Sakar SA og Fréttablaðið um árásir á kröfugerðir verkalýðsfélaganna Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 13:47 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Samtök atvinnulífsins og leiðarahöfunda Fréttablaðsins hafa farið offari í árásum á kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar. Hún hafnar því að verkalýðsforystan krefjist 60-86% launahækkana, líkt og komið hefur fram í máli framkvæmdastjóra SA og í frétt Fréttablaðsins í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Í Fréttablaðinu í dag var fjallað um kröfur Starfsgreinasambandsins og því haldið fram að þær hljóðuðu upp á 70 til 85 prósent hækkanir á samningstímabilinu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefði Efling haldið þessum kröfum til streitu í viðræðum við SA en í útreikningunum er miðað við óbreyttan fjölda greiddra yfirvinnutíma. Þá kom fram í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, í Kastljósi í gær að efnislega hljóðuðu kröfur VR sem beindust að fyrirtækjunum í landinu upp á 60 til 85 prósent launahækkun. Kröfurnar hóflegri en hækkun toppanna Í tilkynningu frá Eflingu segir að Samtök atvinnulífsins og leiðarahöfundar Fréttablaðsins hafi farið offari um hríð í „árásum á kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar“. Talað sé um 60% til 85% hækkun launa hjá „fyrirtækjum í landinu“ og kennt við „sturlun“ og önnur álíka einkenni. „Allt er þetta fjarri lagi. Kröfurnar eru mun nær því að vera hóflegar og ábyrgar en hækkun bankastjóralauna og toppanna í samfélaginu á síðustu árum,“ segir í tilkynningu Eflingar. Þá eru kröfur Eflingar og Starfsgreinasambandsins útlistaðar í tilkynningunni. Þær snúist um flata krónutöluhækkun ofan á greidd grunnlaun, meðal annars lágmarkslaunatrygginguna sem er nú 300.000 kr. á mánuði. Vísað er í nánari útlistun á kröfugerð Starfsgreinasambandsins á vef Eflingar en þar kemur fram að mesta flata hækkunin sem farið er fram á sé 13,9% á ári. „Vegna þess að launahækkanir við flata krónutöluhækkun eru fallandi í prósentum þá verður hækkun meðallauna 6,5% og hækkun heildarlauna að öðru óbreyttu 5,4% á ári – og þrisvar sinnum það á þremur árum,“ segir á vef Eflingar.Töflu með kröfugerð Eflingar og Starfsgreinasambandsins má sjá hér að neðan.„Það þýðir að meðalhækkun launa yfir línuna í atvinnulífinu er mun minni að meðaltali en hækkun lægstu launa. Prósentuhækkun launa verður fallandi þegar sama krónutala kemur ofan á hærri laun," segir í tilkynningu Eflingar.Segir ritstjóra Markaðarins aðhyllast öfgaskoðanir í efnahagsmálum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er jafnframt harðorð í garð Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðarins og leiðarahöfundar í Fréttablaðinu, og gagnrýnir fréttaflutning blaðsins í morgun. „Öfgaskoðanir þær sem Hörður Ægisson aðhyllist þegar kemur að efnahagsmálum eru ekki lengur bundnar við leiðara eða skrif í Markaðinn. Nú er forsíða Fréttablaðsins undirlögð af þessari yfirgengilegu vitleysu. Það er ekki annað hægt en að hrista hausinn,“ er haft eftir Sólveigu Önnu í tilkynningu. „Einhver örvænting hefur gripið um sig í hópi þeirra sem aðhyllast ofræði íslensku auðstéttarinnar. Þessi örvænting hefur drifið málflutning þeirra langt út fyrir öll siðferðismörk. Lágmarkskröfur um leiðréttingu launa eru kallaðar sturlun á meðan við eigum að trúa því að launahækkanir bankastjóra séu náttúrulögmál. Það er greinilegt að það fjarar stöðugt undan trúverðugleika þeirra, og þau finna það. Þau voru búin að telja sjálfum sér trú um að verka- og láglaunafólk á Íslandi væri búið að sætta sig við hlutskipti sitt, og þau einfaldlega sturlast þegar við segjum nei. Það er náttúrulega ótrúleg kaldhæðni fólgin í því að þegar það gerist, þá saka þau okkur um sturlun.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tók í sama streng og Sólveig Anna í færslu á Facebook í dag. Hann sagði að fullyrðingar Samtaka atvinnulífsins um að kröfur félagsins hljóði upp á 60 til 85 prósent launahækkanir á samningstímabilinu opinberuðu „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar og að um „fjarstæðukenndan áróður“ væri að ræða. Kjaramál Tengdar fréttir Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00 Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Eyþór Arnalds segir Reykjavíkurborg bera mikla ábyrgð á hvað kemur úr launaumslagi launþega 22. febrúar 2019 13:40 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Samtök atvinnulífsins og leiðarahöfunda Fréttablaðsins hafa farið offari í árásum á kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar. Hún hafnar því að verkalýðsforystan krefjist 60-86% launahækkana, líkt og komið hefur fram í máli framkvæmdastjóra SA og í frétt Fréttablaðsins í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Í Fréttablaðinu í dag var fjallað um kröfur Starfsgreinasambandsins og því haldið fram að þær hljóðuðu upp á 70 til 85 prósent hækkanir á samningstímabilinu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefði Efling haldið þessum kröfum til streitu í viðræðum við SA en í útreikningunum er miðað við óbreyttan fjölda greiddra yfirvinnutíma. Þá kom fram í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, í Kastljósi í gær að efnislega hljóðuðu kröfur VR sem beindust að fyrirtækjunum í landinu upp á 60 til 85 prósent launahækkun. Kröfurnar hóflegri en hækkun toppanna Í tilkynningu frá Eflingu segir að Samtök atvinnulífsins og leiðarahöfundar Fréttablaðsins hafi farið offari um hríð í „árásum á kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar“. Talað sé um 60% til 85% hækkun launa hjá „fyrirtækjum í landinu“ og kennt við „sturlun“ og önnur álíka einkenni. „Allt er þetta fjarri lagi. Kröfurnar eru mun nær því að vera hóflegar og ábyrgar en hækkun bankastjóralauna og toppanna í samfélaginu á síðustu árum,“ segir í tilkynningu Eflingar. Þá eru kröfur Eflingar og Starfsgreinasambandsins útlistaðar í tilkynningunni. Þær snúist um flata krónutöluhækkun ofan á greidd grunnlaun, meðal annars lágmarkslaunatrygginguna sem er nú 300.000 kr. á mánuði. Vísað er í nánari útlistun á kröfugerð Starfsgreinasambandsins á vef Eflingar en þar kemur fram að mesta flata hækkunin sem farið er fram á sé 13,9% á ári. „Vegna þess að launahækkanir við flata krónutöluhækkun eru fallandi í prósentum þá verður hækkun meðallauna 6,5% og hækkun heildarlauna að öðru óbreyttu 5,4% á ári – og þrisvar sinnum það á þremur árum,“ segir á vef Eflingar.Töflu með kröfugerð Eflingar og Starfsgreinasambandsins má sjá hér að neðan.„Það þýðir að meðalhækkun launa yfir línuna í atvinnulífinu er mun minni að meðaltali en hækkun lægstu launa. Prósentuhækkun launa verður fallandi þegar sama krónutala kemur ofan á hærri laun," segir í tilkynningu Eflingar.Segir ritstjóra Markaðarins aðhyllast öfgaskoðanir í efnahagsmálum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er jafnframt harðorð í garð Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðarins og leiðarahöfundar í Fréttablaðinu, og gagnrýnir fréttaflutning blaðsins í morgun. „Öfgaskoðanir þær sem Hörður Ægisson aðhyllist þegar kemur að efnahagsmálum eru ekki lengur bundnar við leiðara eða skrif í Markaðinn. Nú er forsíða Fréttablaðsins undirlögð af þessari yfirgengilegu vitleysu. Það er ekki annað hægt en að hrista hausinn,“ er haft eftir Sólveigu Önnu í tilkynningu. „Einhver örvænting hefur gripið um sig í hópi þeirra sem aðhyllast ofræði íslensku auðstéttarinnar. Þessi örvænting hefur drifið málflutning þeirra langt út fyrir öll siðferðismörk. Lágmarkskröfur um leiðréttingu launa eru kallaðar sturlun á meðan við eigum að trúa því að launahækkanir bankastjóra séu náttúrulögmál. Það er greinilegt að það fjarar stöðugt undan trúverðugleika þeirra, og þau finna það. Þau voru búin að telja sjálfum sér trú um að verka- og láglaunafólk á Íslandi væri búið að sætta sig við hlutskipti sitt, og þau einfaldlega sturlast þegar við segjum nei. Það er náttúrulega ótrúleg kaldhæðni fólgin í því að þegar það gerist, þá saka þau okkur um sturlun.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tók í sama streng og Sólveig Anna í færslu á Facebook í dag. Hann sagði að fullyrðingar Samtaka atvinnulífsins um að kröfur félagsins hljóði upp á 60 til 85 prósent launahækkanir á samningstímabilinu opinberuðu „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar og að um „fjarstæðukenndan áróður“ væri að ræða.
Kjaramál Tengdar fréttir Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00 Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Eyþór Arnalds segir Reykjavíkurborg bera mikla ábyrgð á hvað kemur úr launaumslagi launþega 22. febrúar 2019 13:40 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira
Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00
Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Eyþór Arnalds segir Reykjavíkurborg bera mikla ábyrgð á hvað kemur úr launaumslagi launþega 22. febrúar 2019 13:40
Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17