ISIS-liðar sýna mátt sinn í Írak Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2019 12:58 Sýrlenskir Kúrdar fylgjast með loftárás gegn ISIS í Sýrlandi. AP/Felipe Dana Talið er að hundruð vígamanna Íslamska ríkisins hafi tekist að flýja undan lokasókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra gegn hryðjuverkasamtökunum í Sýrlandi. Líklegast þykir að minnst þúsund vígamenn hafi flúið og farið til Írak. Þar ógni þeir viðkvæmu öryggi landsins og íbúum þess. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska og írakska hersins. Þeir segja ljóst að umsvif ISIS séu að aukast í Írak.ISIS-liðar frá Sýrlandi og Írak hafa snúið sér aftur að hefðbundnum skæruhernaði, hryðjuverkum, launmorðum og fjárkúgun í þeim löndum en þó sérstaklega í fjórum héruðum Írak. Þar hafa vígamenn kúgað mikið fé af íbúum, eins og þeir gerðu víða á árum áður. Þrátt fyrir að um tuttugu þúsund hermenn vakti landamærin Íraksmegin hafa vígamenn komist fram hjá varðstöðvunum með því að fara í gegnum eyðimörk norður af átakasvæðinu í Sýrlandi og með því að dulbúast og lauma sér yfir landamærin að nóttu til. Hershöfðinginn Yahya Rasoul, talsmaður írakska hersins, segir yfirvöld þar í landi telja að á milli fimm og sjö þúsund vígamenn Íslamska ríkisins séu virkir í Írak. „Íslamska ríkið er að reyna að sýna mátt sinn í Írak vegna pressunnar gagnvart þeim í Sýrlandi,“ segir Rasoul við AP. Hann segir vígamennina hafa falið fé og vopn víða um svæðið, þegar þeir höfðu stjórn á því og hafi nú greiðan aðgang að þeim birgðum. Rasoul sagði Íraka eiga erfitt með að kveða niður ISIS-liða vegna erfiðleika við upplýsingaöflun og framkvæmd loftárása. Svæðið sé það erfitt yfirferða og strjálbýlt að bestu herjir heimsins ættu erfitt með að stjórna því að fullu. Írak Sýrland Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Talið er að hundruð vígamanna Íslamska ríkisins hafi tekist að flýja undan lokasókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra gegn hryðjuverkasamtökunum í Sýrlandi. Líklegast þykir að minnst þúsund vígamenn hafi flúið og farið til Írak. Þar ógni þeir viðkvæmu öryggi landsins og íbúum þess. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska og írakska hersins. Þeir segja ljóst að umsvif ISIS séu að aukast í Írak.ISIS-liðar frá Sýrlandi og Írak hafa snúið sér aftur að hefðbundnum skæruhernaði, hryðjuverkum, launmorðum og fjárkúgun í þeim löndum en þó sérstaklega í fjórum héruðum Írak. Þar hafa vígamenn kúgað mikið fé af íbúum, eins og þeir gerðu víða á árum áður. Þrátt fyrir að um tuttugu þúsund hermenn vakti landamærin Íraksmegin hafa vígamenn komist fram hjá varðstöðvunum með því að fara í gegnum eyðimörk norður af átakasvæðinu í Sýrlandi og með því að dulbúast og lauma sér yfir landamærin að nóttu til. Hershöfðinginn Yahya Rasoul, talsmaður írakska hersins, segir yfirvöld þar í landi telja að á milli fimm og sjö þúsund vígamenn Íslamska ríkisins séu virkir í Írak. „Íslamska ríkið er að reyna að sýna mátt sinn í Írak vegna pressunnar gagnvart þeim í Sýrlandi,“ segir Rasoul við AP. Hann segir vígamennina hafa falið fé og vopn víða um svæðið, þegar þeir höfðu stjórn á því og hafi nú greiðan aðgang að þeim birgðum. Rasoul sagði Íraka eiga erfitt með að kveða niður ISIS-liða vegna erfiðleika við upplýsingaöflun og framkvæmd loftárása. Svæðið sé það erfitt yfirferða og strjálbýlt að bestu herjir heimsins ættu erfitt með að stjórna því að fullu.
Írak Sýrland Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira