„Ekkert fyrirtæki í neinu landi“ gæti staðið undir kröfum verkalýðsforystunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 12:55 Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir skýrt að verkalýðsforystan ætli að valda sem mestu tjóni til að ná fram kröfum sínum. Þá séu verkföll sem leiðtogar verkalýðsfélaganna boði „ein mesta og versta utanaðkomandi ógn sem ferðaþjónusta getur staðið frammi fyrir.“ Fram kom í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, í Kastljósi í gær að efnislega hljóðuðu kröfur VR sem beindust að fyrirtækjunum í landinu upp á 60 til 85 prósent launahækkun. Í Fréttablaðinu í dag var svo svo fjallað um kröfur Starfsgreinasambandsins og því haldið fram að þær hljóðuðu upp á 70 til 85 prósent hækkanir á samningstímabilinu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefði Efling haldið þessum kröfum til streitu í viðræðum við SA.Ferðaþjónustan „fyrsta skotmark verkalýðshreyfingarinnar“ „Fréttir gærdagsins um viðræðuslit og verkfallsboðanir eru dapurlegar fyrir ferðaþjónustuna og þjóðfélagið allt. Það er mikill ábyrgðarhluti að standa fyrir verkföllum og lama atvinnustarfsemi í landinu um lengri eða skemmri tíma. Fyrirætlanir verkalýðsforystunnar eru skýrar - hún ætlar að valda sem mestu tjóni til að ná fram sínum kröfum. Kröfum sem eru þess eðlis að ekkert fyrirtæki í neinu landi kæmist nálægt því að geta staðið undir þeim,“ segir Bjarnheiður í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Þá segir Bjarnheiður að verkföll myndu valda óheyrilegum skaða fyrir þjóðarbúið allt, orðspor og ímynd landsins. „Það má ekki gleymast að 86,3% ferðaþjónustufyrirtækja eru lítil - oft rekin af einstaklingum eða fjölskyldum. Fyrsta skotmark verkalýðshreyfingarinnar er einmitt ferðaþjónusta. Enda hægt að valda þar miklum skaða á skömmum tíma. Ekki bara þeim óheyrilega skaða fyrir allt þjóðarbúið, meðan á aðgerðum stendur - heldur valda þær tjóni á orðspori og ímynd landsins sem ferðamannalands. Geta þar með haft áhrif á bókanir ferðamanna inn í framtíðina,“ segir Bjarnheiður. „Verkföll eru ein mesta og versta utanaðkomandi ógn sem ferðaþjónusta getur staðið frammi fyrir. Ferðaþjónusta á Íslandi veltir um 1,4 milljörðum að meðaltali dag hvern. Hún er ein stærsta undirstaða íslensks efnahagslífs. Að stofna henni í hættu í einhverjum veruleikafirrtum leikfléttum er dauðans alvara - sem á endanum bitnar á öllum.“ Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær endurspeglaði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, þetta viðhorf Bjarnheiðar. Hann sagði rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja í járnum og að einhver þeirra gætu farið í þrot verði af verkfallsaðgerðunum. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00 Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir skýrt að verkalýðsforystan ætli að valda sem mestu tjóni til að ná fram kröfum sínum. Þá séu verkföll sem leiðtogar verkalýðsfélaganna boði „ein mesta og versta utanaðkomandi ógn sem ferðaþjónusta getur staðið frammi fyrir.“ Fram kom í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, í Kastljósi í gær að efnislega hljóðuðu kröfur VR sem beindust að fyrirtækjunum í landinu upp á 60 til 85 prósent launahækkun. Í Fréttablaðinu í dag var svo svo fjallað um kröfur Starfsgreinasambandsins og því haldið fram að þær hljóðuðu upp á 70 til 85 prósent hækkanir á samningstímabilinu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefði Efling haldið þessum kröfum til streitu í viðræðum við SA.Ferðaþjónustan „fyrsta skotmark verkalýðshreyfingarinnar“ „Fréttir gærdagsins um viðræðuslit og verkfallsboðanir eru dapurlegar fyrir ferðaþjónustuna og þjóðfélagið allt. Það er mikill ábyrgðarhluti að standa fyrir verkföllum og lama atvinnustarfsemi í landinu um lengri eða skemmri tíma. Fyrirætlanir verkalýðsforystunnar eru skýrar - hún ætlar að valda sem mestu tjóni til að ná fram sínum kröfum. Kröfum sem eru þess eðlis að ekkert fyrirtæki í neinu landi kæmist nálægt því að geta staðið undir þeim,“ segir Bjarnheiður í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Þá segir Bjarnheiður að verkföll myndu valda óheyrilegum skaða fyrir þjóðarbúið allt, orðspor og ímynd landsins. „Það má ekki gleymast að 86,3% ferðaþjónustufyrirtækja eru lítil - oft rekin af einstaklingum eða fjölskyldum. Fyrsta skotmark verkalýðshreyfingarinnar er einmitt ferðaþjónusta. Enda hægt að valda þar miklum skaða á skömmum tíma. Ekki bara þeim óheyrilega skaða fyrir allt þjóðarbúið, meðan á aðgerðum stendur - heldur valda þær tjóni á orðspori og ímynd landsins sem ferðamannalands. Geta þar með haft áhrif á bókanir ferðamanna inn í framtíðina,“ segir Bjarnheiður. „Verkföll eru ein mesta og versta utanaðkomandi ógn sem ferðaþjónusta getur staðið frammi fyrir. Ferðaþjónusta á Íslandi veltir um 1,4 milljörðum að meðaltali dag hvern. Hún er ein stærsta undirstaða íslensks efnahagslífs. Að stofna henni í hættu í einhverjum veruleikafirrtum leikfléttum er dauðans alvara - sem á endanum bitnar á öllum.“ Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær endurspeglaði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, þetta viðhorf Bjarnheiðar. Hann sagði rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja í járnum og að einhver þeirra gætu farið í þrot verði af verkfallsaðgerðunum.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00 Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00
Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00
Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45
Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00