Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 12:00 Gistihús og veitingastaðir í Reykjavík færu ekki varhluta af verkfalli. Vísir/vilhelm Fyrstu verkfallsaðgerðir verkalýðsfélaganna fjögurra sem slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær munu hafa áhrif á starfsemi bróðurhluta allra gisti- og veitingastaða á landinu. En hundruð starfsmanna við þrif og ræstingar munu leggja niður störf í tæpan sólahring eftir þrjár vikur verði verkfall samþykkt í atkvæðagreiðslu félagsmanna í næstu viku. Almenn rafræn og leynileg atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hluta starfsmanna Eflingar hefst klukkan tíu á mánudagsmorgun og lýkur klukkan tíu að kveldi fimmtudagsins næstkomandi. Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis; allra þrifa, hreingerninga og frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu þ.m.t. á göngum, salernum og í sameiginlegu rými, á öllum hótelum og gistihúsum á því félagssvæði Eflingar sem tekur til starfa á veitinga- og gistihúsum. Þetta mun hafa áhrif á veitinga- og gistihús í Reykjavík, Kópavogi, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ og Kjósarsýslu að Botnsá, í Grímsnes- og Grafningshreppi, Hveragerði og sveitarfélagsinu Ölfusi auk Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir að ef af verkfallinu verði muni nokkur hundruð manns leggja niður störf. Þörf verði á nokkuð umfangsmikilli verkfallsvörslu. „En við reiknum hins vegar ekki með öðru en að þetta verði verkfall sem muni njóta víðtæks stuðnings. Það er okkar upplegg og hugmyndin með þessu. Þannig að verkfallsvarsla mun þá vonandi bara felast í því að greiða úr misskilningi og slíku sem getur komið upp varðandi félagsaðild fólks sem stundum getur verið eitthvað á reiki og slík atriði,” segir Viðar. Þeir sem geta tekið þátt í atkvæðagreiðslunni um verkfallið er starfsfólk á þeim kjarasamningum sem nefndir voru hér að framan og einfaldur meirihluti þeirra sem tekur þátt í atkvæðagreiðslunni ræður niðurstöðunni. Verkalýðsfélögin fjögur sem slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins boða röð verkfallsaðgerða. Viðar reiknar þó ekki með að önnur vinustöðvun en sú sem nú er fyrirhuguð hinn 8. mars geti átt sér stað fyrir þann tíma. „Nú er það þannig með verkfallsaðgerðir að það er ekki hlaupið að þeim. Þær þurfa að fara í gegnum ferli. Það þarf að vera fyrirvari frá því samninganefnd samþykkir þangað til atkvæðagreiðslu má ljúka. Svo er aftur frestur frá því verkfallsboðunin er kynnt fyrir ríkissáttasemjara og þeim sem aðgerðir beinast gegn. Þarna er annar sjö daga gluggi. Þannig að ég held að af þeirri ástæðu eingöngu sé nánast útilokað að aðgerðir geti hafist mikið fyrr.“ Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Fyrstu verkfallsaðgerðir verkalýðsfélaganna fjögurra sem slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær munu hafa áhrif á starfsemi bróðurhluta allra gisti- og veitingastaða á landinu. En hundruð starfsmanna við þrif og ræstingar munu leggja niður störf í tæpan sólahring eftir þrjár vikur verði verkfall samþykkt í atkvæðagreiðslu félagsmanna í næstu viku. Almenn rafræn og leynileg atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hluta starfsmanna Eflingar hefst klukkan tíu á mánudagsmorgun og lýkur klukkan tíu að kveldi fimmtudagsins næstkomandi. Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis; allra þrifa, hreingerninga og frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu þ.m.t. á göngum, salernum og í sameiginlegu rými, á öllum hótelum og gistihúsum á því félagssvæði Eflingar sem tekur til starfa á veitinga- og gistihúsum. Þetta mun hafa áhrif á veitinga- og gistihús í Reykjavík, Kópavogi, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ og Kjósarsýslu að Botnsá, í Grímsnes- og Grafningshreppi, Hveragerði og sveitarfélagsinu Ölfusi auk Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir að ef af verkfallinu verði muni nokkur hundruð manns leggja niður störf. Þörf verði á nokkuð umfangsmikilli verkfallsvörslu. „En við reiknum hins vegar ekki með öðru en að þetta verði verkfall sem muni njóta víðtæks stuðnings. Það er okkar upplegg og hugmyndin með þessu. Þannig að verkfallsvarsla mun þá vonandi bara felast í því að greiða úr misskilningi og slíku sem getur komið upp varðandi félagsaðild fólks sem stundum getur verið eitthvað á reiki og slík atriði,” segir Viðar. Þeir sem geta tekið þátt í atkvæðagreiðslunni um verkfallið er starfsfólk á þeim kjarasamningum sem nefndir voru hér að framan og einfaldur meirihluti þeirra sem tekur þátt í atkvæðagreiðslunni ræður niðurstöðunni. Verkalýðsfélögin fjögur sem slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins boða röð verkfallsaðgerða. Viðar reiknar þó ekki með að önnur vinustöðvun en sú sem nú er fyrirhuguð hinn 8. mars geti átt sér stað fyrir þann tíma. „Nú er það þannig með verkfallsaðgerðir að það er ekki hlaupið að þeim. Þær þurfa að fara í gegnum ferli. Það þarf að vera fyrirvari frá því samninganefnd samþykkir þangað til atkvæðagreiðslu má ljúka. Svo er aftur frestur frá því verkfallsboðunin er kynnt fyrir ríkissáttasemjara og þeim sem aðgerðir beinast gegn. Þarna er annar sjö daga gluggi. Þannig að ég held að af þeirri ástæðu eingöngu sé nánast útilokað að aðgerðir geti hafist mikið fyrr.“
Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00
Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00
Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent