Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Afturelding 27-26 | Naglbítur í Eyjum Einar Kristinn Kárason í íþróttahöllinni í Vestmannaeyjum skrifar 24. febrúar 2019 22:00 vísir/bára Búist var við hörkuleik á sunnudagskvöldi þegar ÍBV tók á móti Aftureldingu í Vestmannaeyjum. Fyrri leikurinn sem fór fram í október endaði með jafntefli og voru þjálfarar beggja liða sammála um það fyrir leik að þetta yrði jafn leikur. Leikurinn fór skemmtilega af stað. Liðin skoruðu til skiptis og fyrstu 15-20 mínútur leiksins var ekki mikið á milli liðanna. Þá tóku gestirnir ágætis sprett og unnu sér inn ágætis forustu. Þegar liðin gengu til búningsherbergja leiddu Aftureldingarmenn með 4 mörkum, 11-15 og virtust til alls líklegir. Markvarsla Eyjaliðsins var ábótavön, þrátt fyrir að allir 3 markmenn liðsins hefðu fengið sínar mínútur til að hafa áhrif á leikinn. Síðari hálfleikurinn var ósvipaður þeim fyrri þar sem Mosfellingar héldu andstæðingum sínum í hæfilegri fjarlægð. Þegar um stundarfjórðungur var eftir lyftu Eyjamenn sér loks á hærra plan og hægt og rólega söxuðu á forustu gestanna. Þegar tæpar 7 mínútur lifðu leiks jöfnuðu ÍBV leikinn og komust þvínæst yfir. Tók þá við hörkuskemmtilegur og spennandi kafli þar sem liðin skoruðu til skiptis. 30 sekúndur voru eftir á klukkunni þegar Afturelding átti boltann og sótti að marki ÍBV. Boltinn endar í höndum Júlíusar Þóris Stefánssonar sem fer inn úr afar þröngu færi og vippar boltanum beint í hendur Björns Viðars Björnssonar, sem lét heldur betur til sín taka í síðari hálfleik. Eyjamenn því með boltann og þá tók Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, leikhlé þegar 7 sekúndur voru eftir. Planið var að Dagur Arnarsson skildi koma boltanum á Fannar Þór Friðgeirsson sem réðst að teig Aftureldingar eins og illvígt naut. Boltinn skilaði sér og Fannar komst í gegn en Arnór Freyr Stefánsson, markvörður gestanna, varði boltann með því að fá hann beint í andlitið. Dómarar leiksins sáu þó eitthvað athugavert við varnarleik gestanna í aðdraganda skotins og dæmdu umsvifalaust vítakast. Á punktinn fór Hákon Daði Styrmisson og skoraði af öryggi framhjá Arnóri og tryggði þannig Eyjamönnum öll þau stig sem í boði voru.Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn höfðu trú á verkefninu og gáfust ekki upp. Björn Viðar vaknaði í markinu og tók mikilvæga bolta í síðari hálfleik.Hvað gekk illa? Hjá ÍBV var markvarslan skelfileg í fyrri hálfleik. Hjá gestunum gekk þeim illa að losa sig alveg við Eyjaliðið en Aftureldingarmenn fengu nokkra sjénsa til að gera nánast út um leikinn, þar á meðal úr hraðaupphlaupum en fóru illa með þau færi. Einnig gekk þeim illa að halda liðinu fullskipuðu á vellinum en gestirnir fengu 7 brottvísarnir gegn 1 hjá ÍBV.Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍBV bar Hákon Daði af, en hann skoraði 10 mörk af 27 mörkum liðsins. Björn Viðar í markinu átti svo afbragðs seinni 30 mínútur þar sem hann varði 10 skot. Hjá gestunum var Emils Kurzemenieks öflugur með 8 mörk og Arnór Freyr í markinu varði í heild 15 skot í leiknum.Hvað gerist næst? Eyjamenn fá Akureyringa í heimsókn á fimmtudaginn næstkomandi á meðan Mosfellingar taka á móti Valsmönnum degi síðar.Kristinn: Stoltur af strákunum „Ég er bara gríðarlega ánægður og stoltur af strákunum,” sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir leik. „Þeir berja sig inn í þetta aftur og að ná að ljúka þessu svona er algjör draumur.” „Við erum bara að spila við hörkulið. Þeir eru vel skipulagðir og flottir og vel erfitt að eiga við þá. Það er mjög eðlilegt að þú lendir í vandræðum á móti Aftureldingu. Við vorum svolítið flatir í fyrri hálfleik en því mun meira peppaðir í seinni hálfleik. Við þurfum að halda áfram að reyna að passa okkur á að grafa okkur ekki holur í fyrri hálfleik. „Það hefur verið að valda okkur erfiðleikum í leikjum en seinni hálfleikur virkilega heilsteyptur. Við vorum í vandræðum með markvörslu í fyrri hálfleik og unnum okkur hægt og rólega inn í það. Björn tekur rosalega mikilvæga bolta þegar líða fer á leikinn og þá hrekkur þetta í gang.” Eyjamenn fóru 4 mörkum undir inn í hálfleikinn en Kristinn sagði að það hefðu ekki verið neinar eldræður í hálfleik. „Það var bara verið að ræða um hlutina og fara yfir það sem við gætum gert betur og njóta þess að spila handbolta. Koma út úr skelinni og tengja okkur við þetta ótrúlega stuðningsfólk sem við höfum. Það eru bara forréttindi að geta boðið þeim upp á sigur á svona hátt því að þetta fólk kemur og stendur við bakið á okkur í hverjum einasta leik, sama hvað við erum að gera. Þá kemur kraftur innan liðsins og við fáum trú á þessu, ,,heyrðu. Við erum að ná þessu, ná þessu, ná þessu.” „Ég er virkilega sáttur,” sagði Kristinn að lokum.Einar Andri: Algjör viðsnúningur í dómgæslunni Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar var eðlilega svekktur eftir tapið nauma gegn Eyjamönnum. „Ég er gríðarlega ósáttur við seinni hálfleikinn hjá okkur. Við spilum frábærlega í fyrri hálfleik en síðan förum við illa með stöður til að klára leikinn í hraðaupphlaupum. Koma okkur upp í 6-7 marka forustu. Við klárum það ekki og hleypum þeim inn í leikinn og við vissum það fyrirfram að það yrði hættulegt.” „Síðan er bara algjör viðsnúningur í dómgæslunni en ég vil taka sérstaklega fram áður en ég segi þetta að ÍBV spilaði frábærlega í seinni hálfleik og áttu alveg sigurinn skilið en það er 7-1 í brottvísunum og það er 6-1 í vítum. Þeir gefa þeim vítakast á síðustu sekúndu og þetta er glórulaust. Ég skil þetta ekki og mér finnst þetta dapurt,” sagði Einar Andri.Hákon Daði: Gröfum okkur stóra holu „Það er alltaf gaman að vinna sko, en sætt var það,” sagði Hákon Daði Styrmisson, hornamaður ÍBV, eftir afbragðsgóðan leik sinn í kvöld. „Mjög leiðinlegt kannski að við komum einhvernveginn ekki inn í fyrri hálfleikinn. Við gröfum okkur bara stóra holu. Það er erfitt að koma sér upp úr henni en við náðum því. Geggjað að vinna sko, loksins.” Varnarleikurinn flottur, Björn kom inn sterkur og tók bolta sem við þurfum og við keyrum bara allan tímann. Það var nóg. Hákon tók vítakastið í lokin sem varð til þess að ÍBV tók þau stig sem í boði voru. Hvað fer í gegnum huga manns á þeim tímapunkti? „Bara að slaka á. Það er það eina sem virkar,” sagði Hákon að lokum. Olís-deild karla
Búist var við hörkuleik á sunnudagskvöldi þegar ÍBV tók á móti Aftureldingu í Vestmannaeyjum. Fyrri leikurinn sem fór fram í október endaði með jafntefli og voru þjálfarar beggja liða sammála um það fyrir leik að þetta yrði jafn leikur. Leikurinn fór skemmtilega af stað. Liðin skoruðu til skiptis og fyrstu 15-20 mínútur leiksins var ekki mikið á milli liðanna. Þá tóku gestirnir ágætis sprett og unnu sér inn ágætis forustu. Þegar liðin gengu til búningsherbergja leiddu Aftureldingarmenn með 4 mörkum, 11-15 og virtust til alls líklegir. Markvarsla Eyjaliðsins var ábótavön, þrátt fyrir að allir 3 markmenn liðsins hefðu fengið sínar mínútur til að hafa áhrif á leikinn. Síðari hálfleikurinn var ósvipaður þeim fyrri þar sem Mosfellingar héldu andstæðingum sínum í hæfilegri fjarlægð. Þegar um stundarfjórðungur var eftir lyftu Eyjamenn sér loks á hærra plan og hægt og rólega söxuðu á forustu gestanna. Þegar tæpar 7 mínútur lifðu leiks jöfnuðu ÍBV leikinn og komust þvínæst yfir. Tók þá við hörkuskemmtilegur og spennandi kafli þar sem liðin skoruðu til skiptis. 30 sekúndur voru eftir á klukkunni þegar Afturelding átti boltann og sótti að marki ÍBV. Boltinn endar í höndum Júlíusar Þóris Stefánssonar sem fer inn úr afar þröngu færi og vippar boltanum beint í hendur Björns Viðars Björnssonar, sem lét heldur betur til sín taka í síðari hálfleik. Eyjamenn því með boltann og þá tók Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, leikhlé þegar 7 sekúndur voru eftir. Planið var að Dagur Arnarsson skildi koma boltanum á Fannar Þór Friðgeirsson sem réðst að teig Aftureldingar eins og illvígt naut. Boltinn skilaði sér og Fannar komst í gegn en Arnór Freyr Stefánsson, markvörður gestanna, varði boltann með því að fá hann beint í andlitið. Dómarar leiksins sáu þó eitthvað athugavert við varnarleik gestanna í aðdraganda skotins og dæmdu umsvifalaust vítakast. Á punktinn fór Hákon Daði Styrmisson og skoraði af öryggi framhjá Arnóri og tryggði þannig Eyjamönnum öll þau stig sem í boði voru.Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn höfðu trú á verkefninu og gáfust ekki upp. Björn Viðar vaknaði í markinu og tók mikilvæga bolta í síðari hálfleik.Hvað gekk illa? Hjá ÍBV var markvarslan skelfileg í fyrri hálfleik. Hjá gestunum gekk þeim illa að losa sig alveg við Eyjaliðið en Aftureldingarmenn fengu nokkra sjénsa til að gera nánast út um leikinn, þar á meðal úr hraðaupphlaupum en fóru illa með þau færi. Einnig gekk þeim illa að halda liðinu fullskipuðu á vellinum en gestirnir fengu 7 brottvísarnir gegn 1 hjá ÍBV.Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍBV bar Hákon Daði af, en hann skoraði 10 mörk af 27 mörkum liðsins. Björn Viðar í markinu átti svo afbragðs seinni 30 mínútur þar sem hann varði 10 skot. Hjá gestunum var Emils Kurzemenieks öflugur með 8 mörk og Arnór Freyr í markinu varði í heild 15 skot í leiknum.Hvað gerist næst? Eyjamenn fá Akureyringa í heimsókn á fimmtudaginn næstkomandi á meðan Mosfellingar taka á móti Valsmönnum degi síðar.Kristinn: Stoltur af strákunum „Ég er bara gríðarlega ánægður og stoltur af strákunum,” sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir leik. „Þeir berja sig inn í þetta aftur og að ná að ljúka þessu svona er algjör draumur.” „Við erum bara að spila við hörkulið. Þeir eru vel skipulagðir og flottir og vel erfitt að eiga við þá. Það er mjög eðlilegt að þú lendir í vandræðum á móti Aftureldingu. Við vorum svolítið flatir í fyrri hálfleik en því mun meira peppaðir í seinni hálfleik. Við þurfum að halda áfram að reyna að passa okkur á að grafa okkur ekki holur í fyrri hálfleik. „Það hefur verið að valda okkur erfiðleikum í leikjum en seinni hálfleikur virkilega heilsteyptur. Við vorum í vandræðum með markvörslu í fyrri hálfleik og unnum okkur hægt og rólega inn í það. Björn tekur rosalega mikilvæga bolta þegar líða fer á leikinn og þá hrekkur þetta í gang.” Eyjamenn fóru 4 mörkum undir inn í hálfleikinn en Kristinn sagði að það hefðu ekki verið neinar eldræður í hálfleik. „Það var bara verið að ræða um hlutina og fara yfir það sem við gætum gert betur og njóta þess að spila handbolta. Koma út úr skelinni og tengja okkur við þetta ótrúlega stuðningsfólk sem við höfum. Það eru bara forréttindi að geta boðið þeim upp á sigur á svona hátt því að þetta fólk kemur og stendur við bakið á okkur í hverjum einasta leik, sama hvað við erum að gera. Þá kemur kraftur innan liðsins og við fáum trú á þessu, ,,heyrðu. Við erum að ná þessu, ná þessu, ná þessu.” „Ég er virkilega sáttur,” sagði Kristinn að lokum.Einar Andri: Algjör viðsnúningur í dómgæslunni Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar var eðlilega svekktur eftir tapið nauma gegn Eyjamönnum. „Ég er gríðarlega ósáttur við seinni hálfleikinn hjá okkur. Við spilum frábærlega í fyrri hálfleik en síðan förum við illa með stöður til að klára leikinn í hraðaupphlaupum. Koma okkur upp í 6-7 marka forustu. Við klárum það ekki og hleypum þeim inn í leikinn og við vissum það fyrirfram að það yrði hættulegt.” „Síðan er bara algjör viðsnúningur í dómgæslunni en ég vil taka sérstaklega fram áður en ég segi þetta að ÍBV spilaði frábærlega í seinni hálfleik og áttu alveg sigurinn skilið en það er 7-1 í brottvísunum og það er 6-1 í vítum. Þeir gefa þeim vítakast á síðustu sekúndu og þetta er glórulaust. Ég skil þetta ekki og mér finnst þetta dapurt,” sagði Einar Andri.Hákon Daði: Gröfum okkur stóra holu „Það er alltaf gaman að vinna sko, en sætt var það,” sagði Hákon Daði Styrmisson, hornamaður ÍBV, eftir afbragðsgóðan leik sinn í kvöld. „Mjög leiðinlegt kannski að við komum einhvernveginn ekki inn í fyrri hálfleikinn. Við gröfum okkur bara stóra holu. Það er erfitt að koma sér upp úr henni en við náðum því. Geggjað að vinna sko, loksins.” Varnarleikurinn flottur, Björn kom inn sterkur og tók bolta sem við þurfum og við keyrum bara allan tímann. Það var nóg. Hákon tók vítakastið í lokin sem varð til þess að ÍBV tók þau stig sem í boði voru. Hvað fer í gegnum huga manns á þeim tímapunkti? „Bara að slaka á. Það er það eina sem virkar,” sagði Hákon að lokum.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti