Spennið beltin Hörður Ægisson skrifar 22. febrúar 2019 07:15 Þetta var aldrei að fara öðruvísi. Leiðtogar hinnar róttæku verkalýðshreyfingar, hvar formaður Eflingar fer fremst í flokki, höfðu lítinn áhuga á að ná kjarasamningum. Tilgangurinn hefur fremur verið að sækjast eftir átökum og verkföllum með pólitísk markmið að leiðarljósi. Nú er það að raungerast. Vanstillt viðbrögð við útspili stjórnvalda hafa undirstrikað þá staðreynd. Tillögur um skattabreytingar, hækkun barnabóta og hækkun persónuafsláttar kosta ríkið um 18 milljarða. Ljóst er að ekki verður gengið lengra – og ríkið á alls ekki að ljá máls á því – nú þegar tekjur ríkissjóðs munu fara þverrandi samhliða niðursveiflu í efnahagslífinu. Með lýðskrum að vopni, þar sem engu er skeytt um efnahagslegar staðreyndir og allir sem dirfast að vara við marxískum orðavaðlinum eru útmálaðir sem óvinir fólksins, hefur formönnum VR og Eflingar, ásamt ýmsum fylgitunglum sínum, tekist að tromma upp sífellt ískyggilegri stemningu í samfélaginu. Þau hafa markvisst spilað á tilfinningar fólks, einkum þeirra sem lægstu launin hafa, og vakið falsvonir um að hægt sé að ná fram stórfelldum launahækkunum og kjarabótum gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum með einu pennastriki. Þetta hefur þeim tekist, sem er kannski hvað alvarlegast, í krafti þess að vera komin með dagskrárvaldið í íslenskum fjölmiðlum. Of fáir eru reiðubúnir að stíga fram og benda á ruglið, sem aðeins magnast upp með hverri vikunni sem líður, og hvaða afleiðingar málflutningur þeirra mun hafa fyrir kjör meginþorra almennings nái hann fram að ganga. Þótt oft hafi hart verið tekist á milli aðila vinnumarkaðarins þá er það líklega einsdæmi að verkalýðshreyfingin, sem er núna stýrt af reynslulitlu fólki, hafi komið fram með eins sverar kröfur á sama tíma og hagkerfið er tekið að kólna mjög snögglega. Hagkerfinu hefur verið haldið í gíslingu vegna þeirrar óvissu sem uppi hefur verið á vinnumarkaði. Stórar ákvarðanir hjá fyrirtækjum og heimilum – hvort sem um er að ræða fjárfestingar eða fasteigna- og bílakaup – eru af þessum sökum margar hverjar í biðstöðu. Leiðandi hagvísir Analytica, sem gefur vísbendingar um umsvif í hagkerfinu að sex mánuðum liðnum, hefur þannig lækkað núna tólf mánuði í röð. Það hefur ekki gerst síðan 2008. Innflutningur er að dragast saman, samdráttur í debetkortaveltu hefur ekki verið meiri í tólf ár og ferðamannafjöldinn er að þróast til verri vegar. Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, sem formaður Eflingar telur væntanlega að tilheyri einnig hinum „efnahagslega forréttindahópi“ sem ekki beri að taka mark á, hefur bent á að þetta þýði að hætta sé á alvarlegri stöðnun. Venjulegt íslenskt launafólk, sem stendur undir meginþorra samneyslunnar, kærir sig flest hvert ekkert um að vera notað sem tilraunadýr fyrir marxíska hugmyndafræði byltingarsinna sem telja sig þess umkomna að knýja fram pólitískar kerfisbreytingar. Það vill fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagsmálum. Það hefur tekist síðustu ár þar sem Íslendingar hafa upplifað verðstöðugleika og fordæmalausa kaupmáttaraukningu. Þeim ávinningi á nú að kasta fyrir róða. Ákvörðun um boðun verkfalls mun ein og sér valda ómældu tjóni sem aftur dregur úr getu atvinnurekenda til launahækkana. Allir tapa á þessari brjálsemi sem er í uppsiglingu og mun hafa í för með sér meiriháttar lífskjaraskerðingu fyrir almenning. Gengið mun veikjast, verðbólga aukast, vextir hækka og uppsagnir og gjaldþrot fyrirtækja eru óhjákvæmileg. Spennið beltin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þetta var aldrei að fara öðruvísi. Leiðtogar hinnar róttæku verkalýðshreyfingar, hvar formaður Eflingar fer fremst í flokki, höfðu lítinn áhuga á að ná kjarasamningum. Tilgangurinn hefur fremur verið að sækjast eftir átökum og verkföllum með pólitísk markmið að leiðarljósi. Nú er það að raungerast. Vanstillt viðbrögð við útspili stjórnvalda hafa undirstrikað þá staðreynd. Tillögur um skattabreytingar, hækkun barnabóta og hækkun persónuafsláttar kosta ríkið um 18 milljarða. Ljóst er að ekki verður gengið lengra – og ríkið á alls ekki að ljá máls á því – nú þegar tekjur ríkissjóðs munu fara þverrandi samhliða niðursveiflu í efnahagslífinu. Með lýðskrum að vopni, þar sem engu er skeytt um efnahagslegar staðreyndir og allir sem dirfast að vara við marxískum orðavaðlinum eru útmálaðir sem óvinir fólksins, hefur formönnum VR og Eflingar, ásamt ýmsum fylgitunglum sínum, tekist að tromma upp sífellt ískyggilegri stemningu í samfélaginu. Þau hafa markvisst spilað á tilfinningar fólks, einkum þeirra sem lægstu launin hafa, og vakið falsvonir um að hægt sé að ná fram stórfelldum launahækkunum og kjarabótum gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum með einu pennastriki. Þetta hefur þeim tekist, sem er kannski hvað alvarlegast, í krafti þess að vera komin með dagskrárvaldið í íslenskum fjölmiðlum. Of fáir eru reiðubúnir að stíga fram og benda á ruglið, sem aðeins magnast upp með hverri vikunni sem líður, og hvaða afleiðingar málflutningur þeirra mun hafa fyrir kjör meginþorra almennings nái hann fram að ganga. Þótt oft hafi hart verið tekist á milli aðila vinnumarkaðarins þá er það líklega einsdæmi að verkalýðshreyfingin, sem er núna stýrt af reynslulitlu fólki, hafi komið fram með eins sverar kröfur á sama tíma og hagkerfið er tekið að kólna mjög snögglega. Hagkerfinu hefur verið haldið í gíslingu vegna þeirrar óvissu sem uppi hefur verið á vinnumarkaði. Stórar ákvarðanir hjá fyrirtækjum og heimilum – hvort sem um er að ræða fjárfestingar eða fasteigna- og bílakaup – eru af þessum sökum margar hverjar í biðstöðu. Leiðandi hagvísir Analytica, sem gefur vísbendingar um umsvif í hagkerfinu að sex mánuðum liðnum, hefur þannig lækkað núna tólf mánuði í röð. Það hefur ekki gerst síðan 2008. Innflutningur er að dragast saman, samdráttur í debetkortaveltu hefur ekki verið meiri í tólf ár og ferðamannafjöldinn er að þróast til verri vegar. Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, sem formaður Eflingar telur væntanlega að tilheyri einnig hinum „efnahagslega forréttindahópi“ sem ekki beri að taka mark á, hefur bent á að þetta þýði að hætta sé á alvarlegri stöðnun. Venjulegt íslenskt launafólk, sem stendur undir meginþorra samneyslunnar, kærir sig flest hvert ekkert um að vera notað sem tilraunadýr fyrir marxíska hugmyndafræði byltingarsinna sem telja sig þess umkomna að knýja fram pólitískar kerfisbreytingar. Það vill fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagsmálum. Það hefur tekist síðustu ár þar sem Íslendingar hafa upplifað verðstöðugleika og fordæmalausa kaupmáttaraukningu. Þeim ávinningi á nú að kasta fyrir róða. Ákvörðun um boðun verkfalls mun ein og sér valda ómældu tjóni sem aftur dregur úr getu atvinnurekenda til launahækkana. Allir tapa á þessari brjálsemi sem er í uppsiglingu og mun hafa í för með sér meiriháttar lífskjaraskerðingu fyrir almenning. Gengið mun veikjast, verðbólga aukast, vextir hækka og uppsagnir og gjaldþrot fyrirtækja eru óhjákvæmileg. Spennið beltin.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun