„Það er reyndar búinn að vera ágætis gangur í þessum viðræðum og við erum búin að halda ótrúlega marga fundi og það er ýmislegt sem hefur þokast áfram en við teljum rétt skref í þessu núna að vísa til sáttasemjara og fá meiri festu í þetta en hefur verið að undanförnu,“ sagði Björn í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, í dag.
Aðspurður hvort það gæti farið svo að SGS yrði samferða þeim fjórum félögum sem slitu viðræðum við SA í dag og hefja nú undirbúning verkfallsaðgerða sagði Björn:
„Nú tekur sáttasemjari við stjórninni og við munum halda áfram að ræða það að gera nýjan kjarasamning. Það er okkar verkefni. Við vitum auðvitað ekkert hvernig það muni ganga en þetta er næsta skref hjá okkur.“
Viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.