Sleggjurnar fara af stað í Lengjubikarnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2019 18:15 Björn Daníel Sverrisson er kominn heim í FH. vísir/tom Í dag, 21. febrúar, gátu félögin í Pepsi-deildinni loks fengið í gegn félagaskiptabeiðnir sínar fyrir leikmenn sem eru að koma frá erlendum félagsliðum. Sleggjurnar sem eru að koma heim úr atvinnumennskunni eða erlendir atvinnumenn sem hafa verið fengnir til landsins þurfa ávallt að bíða fram á þennan dag og geta því ekki tekið þátt í Reykjavíkurbikarnum en í Fótbolti.net-mótinu mega einnig leikmenn án heimildar spila. Ástæðan fyrir þessari dagsetningu er að glugginn má aðeins standa opinn í tólf vikur og því lokar hann 15. maí. Þar með gefst liðunum tími til að bæta við sig leikmönnum eða losa sig við leikmenn eftir fyrstu umferðirnar í Pepsi-deildinni. Nokkur stór félagskipti fóru í gegn í dag. Björn Daníel Sverrisson er formlega kominn heim í FH og getur spilað Hafnafjarðarslag í Lengjubikarnum í byrjun mars á móti Haukum. Valsmenn fengu tvo skráða í dag; miðjumanninn Lasse Petry og varnarmanninn Orra Sigurð Ómarsson, sem verða báðir löglegir á móti Fjölni í Egilshöllinni annað kvöld klukkan 19.00. KA-menn fengu heim varnarmanninn Hauk Heiðar Hauksson frá AIK en hann fékk leikheimild í dag og ætti að vera klár í slaginn fyrir bæjarferð Akureyringa um helgina en þeir mæta Fram í Egilshöllinni klukkan 17.15 á laugardaginn. Breiðablik náði í einn uppalinn heim frá Hollandi en Viktor Karl Einarsson ætlar að taka slaginn í Pepsi-deildinni. Þessi ungi og efnilegi miðjumaður er kominn með leikheimild og getur spilað sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum á laugardagsmorgunn á móti Víkingi klukkan 11.00. Gary Martin, framherjinn magnaði sem er kominn í Val frá Lilleström, er ekki enn kominn með leikheimild. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sjá meira
Í dag, 21. febrúar, gátu félögin í Pepsi-deildinni loks fengið í gegn félagaskiptabeiðnir sínar fyrir leikmenn sem eru að koma frá erlendum félagsliðum. Sleggjurnar sem eru að koma heim úr atvinnumennskunni eða erlendir atvinnumenn sem hafa verið fengnir til landsins þurfa ávallt að bíða fram á þennan dag og geta því ekki tekið þátt í Reykjavíkurbikarnum en í Fótbolti.net-mótinu mega einnig leikmenn án heimildar spila. Ástæðan fyrir þessari dagsetningu er að glugginn má aðeins standa opinn í tólf vikur og því lokar hann 15. maí. Þar með gefst liðunum tími til að bæta við sig leikmönnum eða losa sig við leikmenn eftir fyrstu umferðirnar í Pepsi-deildinni. Nokkur stór félagskipti fóru í gegn í dag. Björn Daníel Sverrisson er formlega kominn heim í FH og getur spilað Hafnafjarðarslag í Lengjubikarnum í byrjun mars á móti Haukum. Valsmenn fengu tvo skráða í dag; miðjumanninn Lasse Petry og varnarmanninn Orra Sigurð Ómarsson, sem verða báðir löglegir á móti Fjölni í Egilshöllinni annað kvöld klukkan 19.00. KA-menn fengu heim varnarmanninn Hauk Heiðar Hauksson frá AIK en hann fékk leikheimild í dag og ætti að vera klár í slaginn fyrir bæjarferð Akureyringa um helgina en þeir mæta Fram í Egilshöllinni klukkan 17.15 á laugardaginn. Breiðablik náði í einn uppalinn heim frá Hollandi en Viktor Karl Einarsson ætlar að taka slaginn í Pepsi-deildinni. Þessi ungi og efnilegi miðjumaður er kominn með leikheimild og getur spilað sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum á laugardagsmorgunn á móti Víkingi klukkan 11.00. Gary Martin, framherjinn magnaði sem er kominn í Val frá Lilleström, er ekki enn kominn með leikheimild.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sjá meira