Pepsi-deildin verður Pepsi Max-deildin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 10:45 Andri Þór Guðmundsson, Stefán Sigurðsson og Guðni Bergsson skála fyrir nýja samningnum og að sjálfsögðu með Pepsi Max. Vísir/Valtýr Efstu deildir karla og kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu breyta um nafn og verða PepsiMax-deildirnar næstu þrjú árin. Sýn hf., fyrir hönd Stöðvar 2 Sport, og Ölgerðin Egill Skallagrímsson hafa samið um nafnarétt efstu deilda Íslandsmóts karla og kvenna í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Pepsi mun áfram vinna með knattspyrnumönnum á Íslandi, ellefta árið í röð, og mun deildin nú heita PepsiMax-deildin næstu þrjú árin. „Okkur þykir eiga betur við að tengja fótboltann við sykurlausan valmöguleika,“ segir forstjóri Ölgerðarinnar, Andri Þór Guðmundsson. Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, segir samstarf Stöðvar 2 Sport og Ölgerðarinnar með Pepsi-deildina hafa verið afar farsælt undanfarin ár og því sé sérstaklega ánægjulegt að samningur hafi náðst um framhald þess næstu þrjú árin. „Við erum afar spennt fyrir komandi leiktíð. Liðin hafa verið að styrkja sig og allt stefnir í kraftmikla og spennandi leiki. Við sýnum alls um 70 leiki í þráðbeinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2“, segir Stefán. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, tekur undir að samstarfið síðastliðin áratug hafi verið einkar farsælt. „Við erum afar stolt og ánægð með að Ölgerðin tengist áfram stærsta íþróttamóti landsins með jafn afgerandi hætti. Nafnabreytingin úr Pepsideildin í PepsiMaxdeildin er tilkomin vegna áherslubreytinga í markaðsstarfi hjá okkur og sívaxandi vinsælda Pepsi Max”.Styrktaraðilar efstu deildar síðustu árSamvinnuferðar-Landsýn mótið, SL-mótið (1987-88) Hörpudeildin (1989-1991) Samskipadeild (1992)Getraunadeild (1993)Trópídeild (1994)Sjóvá-Almennra deild (1995-1997)Landssímadeild (1998-2000)Símadeild (2001-2002)Landsbankadeild (2003-2008)Pepsideild (2009-2018)PepsiMax-deild (2019-2021) Ölgerðin og PepsiCo. vinna saman að þessu samstarfi en þess má geta að það er ekki bara á Íslandi sem PepsiCo. hefur beina aðkomu að knattspyrnu því PepsiCo. er einn stærsti styrktaraðili UEFA og Meistaradeildar Evrópu, eins stærsta knattspyrnumóts sem haldið er í heiminum. „Við erum að sjálfsögðu að gera okkar vörumerki áberandi en við erum líka að styðja við bakið á íslenska boltanum. Þetta er hluti af okkar samfélagsábyrgð. Við viljum að boltanum sé búinn góð umgjörð og það er líka mikilvægt að hjálpa til við að skapa flottar fyrirmyndir í boltanum og ýta þannig undir áhuga unga fólksins”, segir Andri Þór. Guðni Bergsson formaður KSÍ lýsti yfir ánægju með samninginn. „Það eru spennandi tímar fram undan í íslenskri knattspyrnu og við hlökkum mikið til áframhaldandi samspils KSÍ, félaganna í deildinni, Ölgerðarinnar og Sýnar. Saman myndum við sterka liðsheild sem mun gera góða hluti.“ Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum segir að það sé virkilega jákvætt að þessi samningur sé í höfn. „Ég vænti mikils af áframhaldandi samstarfi félaganna og KSÍ við Ölgerðina og Stöð 2 Sport. Það verður spennandi að sjá hvernig Pepsi Max deildin fer af stað.“Vísir er í eigu Sýnar hf. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sjá meira
Efstu deildir karla og kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu breyta um nafn og verða PepsiMax-deildirnar næstu þrjú árin. Sýn hf., fyrir hönd Stöðvar 2 Sport, og Ölgerðin Egill Skallagrímsson hafa samið um nafnarétt efstu deilda Íslandsmóts karla og kvenna í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Pepsi mun áfram vinna með knattspyrnumönnum á Íslandi, ellefta árið í röð, og mun deildin nú heita PepsiMax-deildin næstu þrjú árin. „Okkur þykir eiga betur við að tengja fótboltann við sykurlausan valmöguleika,“ segir forstjóri Ölgerðarinnar, Andri Þór Guðmundsson. Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, segir samstarf Stöðvar 2 Sport og Ölgerðarinnar með Pepsi-deildina hafa verið afar farsælt undanfarin ár og því sé sérstaklega ánægjulegt að samningur hafi náðst um framhald þess næstu þrjú árin. „Við erum afar spennt fyrir komandi leiktíð. Liðin hafa verið að styrkja sig og allt stefnir í kraftmikla og spennandi leiki. Við sýnum alls um 70 leiki í þráðbeinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2“, segir Stefán. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, tekur undir að samstarfið síðastliðin áratug hafi verið einkar farsælt. „Við erum afar stolt og ánægð með að Ölgerðin tengist áfram stærsta íþróttamóti landsins með jafn afgerandi hætti. Nafnabreytingin úr Pepsideildin í PepsiMaxdeildin er tilkomin vegna áherslubreytinga í markaðsstarfi hjá okkur og sívaxandi vinsælda Pepsi Max”.Styrktaraðilar efstu deildar síðustu árSamvinnuferðar-Landsýn mótið, SL-mótið (1987-88) Hörpudeildin (1989-1991) Samskipadeild (1992)Getraunadeild (1993)Trópídeild (1994)Sjóvá-Almennra deild (1995-1997)Landssímadeild (1998-2000)Símadeild (2001-2002)Landsbankadeild (2003-2008)Pepsideild (2009-2018)PepsiMax-deild (2019-2021) Ölgerðin og PepsiCo. vinna saman að þessu samstarfi en þess má geta að það er ekki bara á Íslandi sem PepsiCo. hefur beina aðkomu að knattspyrnu því PepsiCo. er einn stærsti styrktaraðili UEFA og Meistaradeildar Evrópu, eins stærsta knattspyrnumóts sem haldið er í heiminum. „Við erum að sjálfsögðu að gera okkar vörumerki áberandi en við erum líka að styðja við bakið á íslenska boltanum. Þetta er hluti af okkar samfélagsábyrgð. Við viljum að boltanum sé búinn góð umgjörð og það er líka mikilvægt að hjálpa til við að skapa flottar fyrirmyndir í boltanum og ýta þannig undir áhuga unga fólksins”, segir Andri Þór. Guðni Bergsson formaður KSÍ lýsti yfir ánægju með samninginn. „Það eru spennandi tímar fram undan í íslenskri knattspyrnu og við hlökkum mikið til áframhaldandi samspils KSÍ, félaganna í deildinni, Ölgerðarinnar og Sýnar. Saman myndum við sterka liðsheild sem mun gera góða hluti.“ Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum segir að það sé virkilega jákvætt að þessi samningur sé í höfn. „Ég vænti mikils af áframhaldandi samstarfi félaganna og KSÍ við Ölgerðina og Stöð 2 Sport. Það verður spennandi að sjá hvernig Pepsi Max deildin fer af stað.“Vísir er í eigu Sýnar hf.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sjá meira