Lengri og betri ævir Þorvaldur Gylfason skrifar 21. febrúar 2019 07:00 Stokkhólmur – Öra framför heimsins má m.a. ráða af því hversu miklu lengur en forfeður okkar og formæður við fáum nú flest að draga lífsandann hér á jörð. Svo er fyrir að þakka framþróun læknavísindanna jafnframt framförum á öðrum sviðum, t.d. í efnahagsmálum og stjórnmálum. Betra hagskipulag, betri hagstjórn og betra stjórnarfar hafa víða lyft oki fátæktar af æ fleira fólki og lengt ævirnar. Heimsmet í langlífi um aldamótin 1800 áttu Belgía og Holland. Þar gátu nýfædd börn þá vænzt þess að ná 40 ára aldri að jafnaði. Meðalævi Bandaríkjamanna og Breta var þá ári skemmri eða 39 ár. Meðalævi Indverja var 25 ár. Tíður barnadauði hélt meðalævinni niðri. Um aldamótin 1900 blasti nýr veruleiki við. Nú tilheyrði heimsmetið Noregi og Svíþjóð (53 ár) og Danmörku (52 ár). Meðalævi Íslendinga var þá 47 ár eins og í Bretlandi borið saman við 49 ár í Bandaríkjunum. Meðal þeirra landa sem staðtölur ná yfir svo langt aftur í tímann sat Bangladess á botninum með 22 ár og Indland með 24 ár, einu ári minna en 100 árum fyrr. Eftir það tók að rofa til. Frá 1960 hefur meðalævi heimsbyggðarinnar lengzt um 19 ár eða úr 53 árum 1960 í 72 ár 2016. Hér munar mest um öra framför Indlands og Kína undangengin 30-40 ár enda býr um þriðjungur jarðarbúa í þessum tveim löndum. Munurinn á langlífi í ólíkum löndum hefur minnkað. Árið 1960 var meðalævilengd um heiminn (53 ár) rösklega 70% af heimsmetinu sem Norðmenn áttu þá (74 ár). Árið 2016 var meðalævilengd um heiminn (72 ár) rösklega 85% af heimsmetinu sem hafði flutzt frá Noregi til Hong Kong (84 ár). Heilbrigði og langlífi er eftir þessu jafnar skipt milli landa en áður var. Sama á við um aðra lífskjarakvarða svo sem tekjur. Þeim er nú einnig jafnar skipt milli landa en áður enda þótt ójöfnuður í skiptingu auðs og tekna innan einstakra landa hafi allvíða færzt í vöxt. Margt bendir með líku lagi til aukinnar misskiptingar heilbrigðis og langlífis innan einstakra landa, t.d. í Bandaríkjunum. Kortlagning þeirrar skiptingar er enn á frumstigi. Aðeins þrisvar frá aldamótunum 1900 hefur það gerzt að meðalævi manna hefur dregizt saman á heimsvísu eins og sænski lýðheilsuprófessorinn Hans Rosling hefur lýst í bókum sínum. Fyrst gerðist það í fyrri heimsstyrjöldinni 1914-1918 eða þar um bil, ekki vegna mannfalls aðallega heldur vegna Spænsku veikinnar. Næst styttist meðalævin í síðari heimsstyrjöldinni 1939-1945 og þá vegna mannfalls af völdum styrjaldarinnar beint og óbeint. Hitler og Stalín voru fjöldamorðingar. Loks styttist meðalævi heimsbyggðarinnar um 1960. Hvers vegna? spyrð þú nú forviða, lesandi minn góður. Svarið er Maó Tse Tung og stjórnarhættir hans (stóra stökkið, menningarbyltingin o.fl.). Meðalævi Kínverja hrapaði úr 50 árum 1958 í 32 ár 1960 og náði sér ekki á strik aftur fyrr en 1963 (52 ár). Kínverjar voru nógu margir til þess að morðæðið sem rann á Maó og þau hin náði að kýla niður heimsmeðaltalið. Þessi upprifjun á við nú m.a. vegna þess að meðalævi Bandaríkjamanna styttist 2015, 2016 og 2017. Samdráttur meðalævinnar þrjú ár í röð hefur ekki átt sér stað þar í landi síðan í fyrri heimsstyrjöld. Langlífi í Bretlandi stóð í stað frá 2011 til 2016. Það hefur ekki gerzt þar áður. Þessar upplýsingar þarf að skoða í samhengi við þá staðreynd að fjöldi Bandaríkjamanna og Breta telur sig hafa borið skarðan hlut frá borði mörg undangengin ár. Þegar mikill vöxtur helzt í hendur við misskiptingu getur farið svo að margir telji sig sitja eftir með sárt ennið. Hér virðist liggja hluti skýringarinnar á því hvers vegna bandarískir kjósendur gerðu Donald Trump að forseta sínum og brezkir kjósendur ákváðu að yfirgefa ESB 2016. Hvort er verra, Trump eða Brexit? Kannski Brexit þar eð afleiðingar illa undirbúinnar útgöngu kunna að vara lengur en seta Trumps á forsetastóli. Þetta hefði ekki þurft að fara svona. Brezka stjórnin hefur notað tímann frá þjóðaratkvæðagreiðslunni svo illa að Bretar munu líklega hrökklast öfugir út úr ESB í lok marz. Nú sigla skip frá Asíu áleiðis til Bretlands án þess að vita hvaða tollameðferð varningurinn sem þau flytja muni fá. Langlífi stóð í stað á Íslandi 2012-2016 en jókst annars staðar um Norðurlönd. Slík stöðnun er sjaldgæf og hefur aðeins tvisvar áður átt sér stað á Íslandi. Háværari kröfur launþega nú en áður um kjarabætur handa þeim sem höllum fæti standa getur verið gagnlegt að skoða í samhengi við ástand Bandaríkjanna og Bretlands og úrslit kosninga þar, einkum ef í ljós kemur að hrunið kunni að hafa spillt heilsu manna og langlífi og ekki bara efnahag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Stokkhólmur – Öra framför heimsins má m.a. ráða af því hversu miklu lengur en forfeður okkar og formæður við fáum nú flest að draga lífsandann hér á jörð. Svo er fyrir að þakka framþróun læknavísindanna jafnframt framförum á öðrum sviðum, t.d. í efnahagsmálum og stjórnmálum. Betra hagskipulag, betri hagstjórn og betra stjórnarfar hafa víða lyft oki fátæktar af æ fleira fólki og lengt ævirnar. Heimsmet í langlífi um aldamótin 1800 áttu Belgía og Holland. Þar gátu nýfædd börn þá vænzt þess að ná 40 ára aldri að jafnaði. Meðalævi Bandaríkjamanna og Breta var þá ári skemmri eða 39 ár. Meðalævi Indverja var 25 ár. Tíður barnadauði hélt meðalævinni niðri. Um aldamótin 1900 blasti nýr veruleiki við. Nú tilheyrði heimsmetið Noregi og Svíþjóð (53 ár) og Danmörku (52 ár). Meðalævi Íslendinga var þá 47 ár eins og í Bretlandi borið saman við 49 ár í Bandaríkjunum. Meðal þeirra landa sem staðtölur ná yfir svo langt aftur í tímann sat Bangladess á botninum með 22 ár og Indland með 24 ár, einu ári minna en 100 árum fyrr. Eftir það tók að rofa til. Frá 1960 hefur meðalævi heimsbyggðarinnar lengzt um 19 ár eða úr 53 árum 1960 í 72 ár 2016. Hér munar mest um öra framför Indlands og Kína undangengin 30-40 ár enda býr um þriðjungur jarðarbúa í þessum tveim löndum. Munurinn á langlífi í ólíkum löndum hefur minnkað. Árið 1960 var meðalævilengd um heiminn (53 ár) rösklega 70% af heimsmetinu sem Norðmenn áttu þá (74 ár). Árið 2016 var meðalævilengd um heiminn (72 ár) rösklega 85% af heimsmetinu sem hafði flutzt frá Noregi til Hong Kong (84 ár). Heilbrigði og langlífi er eftir þessu jafnar skipt milli landa en áður var. Sama á við um aðra lífskjarakvarða svo sem tekjur. Þeim er nú einnig jafnar skipt milli landa en áður enda þótt ójöfnuður í skiptingu auðs og tekna innan einstakra landa hafi allvíða færzt í vöxt. Margt bendir með líku lagi til aukinnar misskiptingar heilbrigðis og langlífis innan einstakra landa, t.d. í Bandaríkjunum. Kortlagning þeirrar skiptingar er enn á frumstigi. Aðeins þrisvar frá aldamótunum 1900 hefur það gerzt að meðalævi manna hefur dregizt saman á heimsvísu eins og sænski lýðheilsuprófessorinn Hans Rosling hefur lýst í bókum sínum. Fyrst gerðist það í fyrri heimsstyrjöldinni 1914-1918 eða þar um bil, ekki vegna mannfalls aðallega heldur vegna Spænsku veikinnar. Næst styttist meðalævin í síðari heimsstyrjöldinni 1939-1945 og þá vegna mannfalls af völdum styrjaldarinnar beint og óbeint. Hitler og Stalín voru fjöldamorðingar. Loks styttist meðalævi heimsbyggðarinnar um 1960. Hvers vegna? spyrð þú nú forviða, lesandi minn góður. Svarið er Maó Tse Tung og stjórnarhættir hans (stóra stökkið, menningarbyltingin o.fl.). Meðalævi Kínverja hrapaði úr 50 árum 1958 í 32 ár 1960 og náði sér ekki á strik aftur fyrr en 1963 (52 ár). Kínverjar voru nógu margir til þess að morðæðið sem rann á Maó og þau hin náði að kýla niður heimsmeðaltalið. Þessi upprifjun á við nú m.a. vegna þess að meðalævi Bandaríkjamanna styttist 2015, 2016 og 2017. Samdráttur meðalævinnar þrjú ár í röð hefur ekki átt sér stað þar í landi síðan í fyrri heimsstyrjöld. Langlífi í Bretlandi stóð í stað frá 2011 til 2016. Það hefur ekki gerzt þar áður. Þessar upplýsingar þarf að skoða í samhengi við þá staðreynd að fjöldi Bandaríkjamanna og Breta telur sig hafa borið skarðan hlut frá borði mörg undangengin ár. Þegar mikill vöxtur helzt í hendur við misskiptingu getur farið svo að margir telji sig sitja eftir með sárt ennið. Hér virðist liggja hluti skýringarinnar á því hvers vegna bandarískir kjósendur gerðu Donald Trump að forseta sínum og brezkir kjósendur ákváðu að yfirgefa ESB 2016. Hvort er verra, Trump eða Brexit? Kannski Brexit þar eð afleiðingar illa undirbúinnar útgöngu kunna að vara lengur en seta Trumps á forsetastóli. Þetta hefði ekki þurft að fara svona. Brezka stjórnin hefur notað tímann frá þjóðaratkvæðagreiðslunni svo illa að Bretar munu líklega hrökklast öfugir út úr ESB í lok marz. Nú sigla skip frá Asíu áleiðis til Bretlands án þess að vita hvaða tollameðferð varningurinn sem þau flytja muni fá. Langlífi stóð í stað á Íslandi 2012-2016 en jókst annars staðar um Norðurlönd. Slík stöðnun er sjaldgæf og hefur aðeins tvisvar áður átt sér stað á Íslandi. Háværari kröfur launþega nú en áður um kjarabætur handa þeim sem höllum fæti standa getur verið gagnlegt að skoða í samhengi við ástand Bandaríkjanna og Bretlands og úrslit kosninga þar, einkum ef í ljós kemur að hrunið kunni að hafa spillt heilsu manna og langlífi og ekki bara efnahag.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun