Telur að verkföll gætu fellt garðyrkjubændur Sveinn Arnarsson skrifar 21. febrúar 2019 07:30 Garðyrkja skapar fjölda starfa og framleiðir vistvæna afurð fyrir landsmenn. Fyrirtæki í greininni standa ekki traustum fótum að mati framkvæmdastjóra sölufélags garðyrkjumanna. Fréttablaðið/Stefán Ylrækt hér á landi stendur illa rekstrarlega að mati Gunnlaugs Karlssonar, framkvæmdastjóra Sölufélags garðyrkjumanna. Hann segir síðustu tvö rekstrarár hafa verið afar erfið fyrir greinina og segir verkföll geta haft alvarlegar afleiðingar. Hagstofan birti í gær útdrátt úr rekstrar- og efnahagsyfirliti nytjaplönturæktar árin 2016 og 2017. Þar kemur fram að hagnaður fyrirtækja sem rækta grænmeti hefur minnkað mikið. „Rekstrarskilyrði greinarinnar eru orðin erfið og ég tala nú ekki um árið 2018 sem var einnig gríðarlega erfitt rekstrarár. Svo horfir einnig þannig við að árið 2019 gæti orðið afar erfitt,“ segir Gunnlaugur.Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjubændaUndanfarið hefur mikil umræða verið um kolefnisspor matvælanna sem við neytum og íslenskt grænmeti því kjörin fæða þar sem kolefnisspor þeirra matvæla er með því minnsta sem völ er á. Gunnlaugur bendir á að hægt sé að keppa í gæðum en það sé afar erfitt að keppa í verði við innflutt grænmeti. „Ef við skoðum rafmagnskostnað og flutningskostnað á rafmagni auk launa sem hafa hækkað um tugi prósenta á fáum árum þá sjáum við að það kreppir að. Þá erum við á þeim stað að við þurfum að hugsa um hvort við ætlum að velta kostnaðarhækkuninni út í verðlagið. Það er ekki hlaupið að því í þessu umhverfi,“ segir Gunnlaugur. „Við getum ekki keppt við verðið á innfluttu grænmeti en við getum hæglega keppt í gæðum. Einnig viljum við hafa íslenskt grænmeti á markaði og þess vegna þarf að bregðast við,“ bætir Gunnlaugur við. „Ég get lofað því að ef við lendum í verkföllum sem munu stöðva framleiðslu einhverra garðyrkjubænda þá munum við sjá gjaldþrot í greininni, það er alveg öruggt. Þetta er mjög erfið staða og ég vona að menn finni leiðir til að ná sáttum á almennum vinnumarkaði án verkfalla.“ Gunnlaugur bendir á að útflutningur er hafinn á agúrkum en eftirspurn er eftir vörunni bæði í Færeyjum og Danmörku. „Við getum keppt á þeim markaði í gæðum og íslenska agúrkan selst vel á þessum mörkuðum sem sýnir að við erum að gera eitthvað rétt,“ bætir Gunnlaugur við. Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Ylrækt hér á landi stendur illa rekstrarlega að mati Gunnlaugs Karlssonar, framkvæmdastjóra Sölufélags garðyrkjumanna. Hann segir síðustu tvö rekstrarár hafa verið afar erfið fyrir greinina og segir verkföll geta haft alvarlegar afleiðingar. Hagstofan birti í gær útdrátt úr rekstrar- og efnahagsyfirliti nytjaplönturæktar árin 2016 og 2017. Þar kemur fram að hagnaður fyrirtækja sem rækta grænmeti hefur minnkað mikið. „Rekstrarskilyrði greinarinnar eru orðin erfið og ég tala nú ekki um árið 2018 sem var einnig gríðarlega erfitt rekstrarár. Svo horfir einnig þannig við að árið 2019 gæti orðið afar erfitt,“ segir Gunnlaugur.Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjubændaUndanfarið hefur mikil umræða verið um kolefnisspor matvælanna sem við neytum og íslenskt grænmeti því kjörin fæða þar sem kolefnisspor þeirra matvæla er með því minnsta sem völ er á. Gunnlaugur bendir á að hægt sé að keppa í gæðum en það sé afar erfitt að keppa í verði við innflutt grænmeti. „Ef við skoðum rafmagnskostnað og flutningskostnað á rafmagni auk launa sem hafa hækkað um tugi prósenta á fáum árum þá sjáum við að það kreppir að. Þá erum við á þeim stað að við þurfum að hugsa um hvort við ætlum að velta kostnaðarhækkuninni út í verðlagið. Það er ekki hlaupið að því í þessu umhverfi,“ segir Gunnlaugur. „Við getum ekki keppt við verðið á innfluttu grænmeti en við getum hæglega keppt í gæðum. Einnig viljum við hafa íslenskt grænmeti á markaði og þess vegna þarf að bregðast við,“ bætir Gunnlaugur við. „Ég get lofað því að ef við lendum í verkföllum sem munu stöðva framleiðslu einhverra garðyrkjubænda þá munum við sjá gjaldþrot í greininni, það er alveg öruggt. Þetta er mjög erfið staða og ég vona að menn finni leiðir til að ná sáttum á almennum vinnumarkaði án verkfalla.“ Gunnlaugur bendir á að útflutningur er hafinn á agúrkum en eftirspurn er eftir vörunni bæði í Færeyjum og Danmörku. „Við getum keppt á þeim markaði í gæðum og íslenska agúrkan selst vel á þessum mörkuðum sem sýnir að við erum að gera eitthvað rétt,“ bætir Gunnlaugur við.
Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira