Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 13:58 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Mynd/BSRB Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. Þetta kemur fram í ályktun ráðsins sem samþykkt var í morgun.Í ályktuninni er ítrekuð sú stefna bandalagsins að fjölga eigi skattþrepum, eins og ráðgert er samkvæmt tillögunum, en harmað hversu litlar lækkanirnar eru fyrir þá sem lægstar hafa tekjurnar og hversu seint þær eiga að koma til framkvæmda. „Tillögur ríkisstjórnarinnar fela í sér að á næstu þremur árum verði skattbyrði einstaklinga lækkuð sem nemur alls 6.760 krónum mánaðarlega. Breytingarnar eiga að koma í þremur áföngum og á sá fyrsti ekki að koma til framkvæmda fyrr en í byrjun árs 2020 þegar skattbyrðin á að lækka um 2.253 krónur. Það veldur vonbrigðum hve lítil lækkunin er og enn meiri vonbrigðum hversu seint hún á að koma til framkvæmda,“ segir meðal annars í ályktun formannaráðsins. Þá er einnig bent á að lækkunin nái ekki eingöngu til þeirra sem lægstar hafi tekjurnar heldur einnig til þeirra tekjuhærri. Formannaráðið ítrekar að bandalagið sé andvígt því að skattar séu lækkaðir á hátekjufólk. Nýta eigi það svigrúm sem stjórnvöld telji til staðar til skattalækkana til að lækka álögur á tekjulægstu hópana í samfélaginu. Í ályktuninni kallar formannaráðið eftir því að tekið verði upp sérstakt hátekjuþrep í skattkerfinu. „Samfélagið hefur kallað eftir réttlæti í skiptingu tekna og ekki síst í umræðu um ofurlaun. Ein leið til að mæta því ákalli er að innleiða hátekjuþrep í skattkerfið. Samanborið við hin Norðurlöndin er Ísland með færri skattþrep, hærri grunnprósentu og lægri hámarksprósentu. Með því að taka upp hátekjuskatt nýtist skattkerfið betur sem tekjujöfnunartæki,“ segir í ályktuninni. Efnahagsmál Ríkisstjórn Skattar og tollar Tengdar fréttir „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Segir tillögu ríkisstjórnarinnar metnaðarlitla Sérfræðingur hjá Eflingu segir ríkið hafa svigrúm upp á 55 milljarða til að setja í skattalækkanir en núverandi tillaga ríkisstjórnar kosti aðeins 14,7 milljarða. 20. febrúar 2019 12:55 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. Þetta kemur fram í ályktun ráðsins sem samþykkt var í morgun.Í ályktuninni er ítrekuð sú stefna bandalagsins að fjölga eigi skattþrepum, eins og ráðgert er samkvæmt tillögunum, en harmað hversu litlar lækkanirnar eru fyrir þá sem lægstar hafa tekjurnar og hversu seint þær eiga að koma til framkvæmda. „Tillögur ríkisstjórnarinnar fela í sér að á næstu þremur árum verði skattbyrði einstaklinga lækkuð sem nemur alls 6.760 krónum mánaðarlega. Breytingarnar eiga að koma í þremur áföngum og á sá fyrsti ekki að koma til framkvæmda fyrr en í byrjun árs 2020 þegar skattbyrðin á að lækka um 2.253 krónur. Það veldur vonbrigðum hve lítil lækkunin er og enn meiri vonbrigðum hversu seint hún á að koma til framkvæmda,“ segir meðal annars í ályktun formannaráðsins. Þá er einnig bent á að lækkunin nái ekki eingöngu til þeirra sem lægstar hafi tekjurnar heldur einnig til þeirra tekjuhærri. Formannaráðið ítrekar að bandalagið sé andvígt því að skattar séu lækkaðir á hátekjufólk. Nýta eigi það svigrúm sem stjórnvöld telji til staðar til skattalækkana til að lækka álögur á tekjulægstu hópana í samfélaginu. Í ályktuninni kallar formannaráðið eftir því að tekið verði upp sérstakt hátekjuþrep í skattkerfinu. „Samfélagið hefur kallað eftir réttlæti í skiptingu tekna og ekki síst í umræðu um ofurlaun. Ein leið til að mæta því ákalli er að innleiða hátekjuþrep í skattkerfið. Samanborið við hin Norðurlöndin er Ísland með færri skattþrep, hærri grunnprósentu og lægri hámarksprósentu. Með því að taka upp hátekjuskatt nýtist skattkerfið betur sem tekjujöfnunartæki,“ segir í ályktuninni.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Skattar og tollar Tengdar fréttir „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Segir tillögu ríkisstjórnarinnar metnaðarlitla Sérfræðingur hjá Eflingu segir ríkið hafa svigrúm upp á 55 milljarða til að setja í skattalækkanir en núverandi tillaga ríkisstjórnar kosti aðeins 14,7 milljarða. 20. febrúar 2019 12:55 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07
Segir tillögu ríkisstjórnarinnar metnaðarlitla Sérfræðingur hjá Eflingu segir ríkið hafa svigrúm upp á 55 milljarða til að setja í skattalækkanir en núverandi tillaga ríkisstjórnar kosti aðeins 14,7 milljarða. 20. febrúar 2019 12:55