Hvað gaf frúin í Stjórnarráðinu þér? Valgerður Árnadóttir skrifar 20. febrúar 2019 13:09 Hvað gaf frúin í Stjórnarráðinu þér?Hálft mánaðarkort í strætóRúmlega hálfan tank af bensíniEinn innkaupapoka í BónusEfri eða neðri part af regnfötum á eitt af börnum mínumEinn skóEina vodkaflösku til að drekkja sorgum mínum ATH: Þú getur aðeins valið eitt af ofangreindum atriðum, bannað að segja svartur, hvítur, já og nei. Ríkisstjórn Íslands settist í gær niður með formönnum ASÍ til að semja um kröfur vinnandi fólks og bauð fólki sem er á lágmarkslaunum 6760,- kr í skattaafslátt á mánuði frá og með næstu áramótum. Vilhjálmur Birgisson varaformaður ASÍ gekk út af fundi enda er mönnum ekki stætt að sitja undir vanvirðingu af þessu tagi. Frúin í Stjórnarráðinu hefur hér með svikið flest öll sín kosningaloforð og ætti að segja af sér. Úr atvinnustefnu Vinstri grænna:Atvinnustefna Vinstri grænna byggist á sanngjörnum kjörum, réttlátu skattkerfi, öflugri menntun, samvinnu, sjálfbærni, jöfnuði og félagslegu réttlæti. Hún skapar tækifæri til uppbyggingar um allt land.Vinstri græn standa með launafólki og stéttarfélögum þeirra í baráttunni fyrir réttindum og bættum kjörum.Laun þurfa að lágmarki að duga fyrir grunnframfærslu, vinnuvikan á að styttast án kjaraskerðingar og upphæðir almannatrygginga að fylgja launaþróun. Tryggja þarf þeim sem hafa fallið út af vinnumarkaði starfsendurhæfingu við hæfi í samstarfi við sveitarfélög.Launamuni kynjanna þarf að útrýma nú þegar og jafna kjör á milli stétta, sér í lagi þar sem eitt kyn er í miklum meirihluta.Koma þarf í veg fyrir mansal, misnotkun á vinnuafli og félagslegt undirboð með samstarfi við verkalýðshreyfinguna, öflugra eftirliti með vinnumarkaðnum og ríkulegum framlögum til mansalsáætlunar stjórnvalda. Innleiða þarf keðjuábyrgð í lög þannig að ekki sé hægt að vísa allri ábyrgð á undirverktaka.Skattkerfið ber að nýta til kjarajöfnunar. Tryggja þarf fjölþrepa skattkerfi sem færir skattbyrðina af lægri launum yfir á hærri laun, óháð því hvort um er að ræða launatekjur eða fjármagnstekjur. Berjast þarf gegn hvers kyns skattsvikum og svartri atvinnustarfsemi enda sviptir hún launafólk því öryggi og þeim réttindum sem stéttarfélögin veita.Sterkt velferðarkerfi sem býður menntun og heilbrigðisþjónustu notendum að kostnaðarlausu. Kröfur stéttarfélaganna gagnvart stjórnvöldum í núverandi kjarasamningum standast stefnu Vinstri grænna nánast í einu og öllu: Þjóðarátak í húsnæðismálumSkattfrjáls lægstu launHærri skattur á arðgreiðslur og aðrar fjármagnstekjurSömu kjarabætur fyrir öryrkja og aldraða eins og launafólk, og færri skerðingarAfnám verðtryggingarLengra fæðingarorlof, til að brúa bilið fram að leikskólaOpinber heilbrigðisþjónusta, öllum aðgengileg Hvernig stendur því á því að þau fagni ekki þessum kröfum og beiti sér fyrir því að koma þeim á? Hvernig stendur á því að þau leyfi sér að sýna fólkinu sem heldur samfélaginu uppi þá vanvirðingu sem því var sýnt í dag? Hér má lesa kröfugerð Eflingar.Hér má lesa stefnu VG í atvinnumálum og stefnu VG í vinnumarkaðs- og verkalýðsmálum.Höfundur er starfsmaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Hvað gaf frúin í Stjórnarráðinu þér?Hálft mánaðarkort í strætóRúmlega hálfan tank af bensíniEinn innkaupapoka í BónusEfri eða neðri part af regnfötum á eitt af börnum mínumEinn skóEina vodkaflösku til að drekkja sorgum mínum ATH: Þú getur aðeins valið eitt af ofangreindum atriðum, bannað að segja svartur, hvítur, já og nei. Ríkisstjórn Íslands settist í gær niður með formönnum ASÍ til að semja um kröfur vinnandi fólks og bauð fólki sem er á lágmarkslaunum 6760,- kr í skattaafslátt á mánuði frá og með næstu áramótum. Vilhjálmur Birgisson varaformaður ASÍ gekk út af fundi enda er mönnum ekki stætt að sitja undir vanvirðingu af þessu tagi. Frúin í Stjórnarráðinu hefur hér með svikið flest öll sín kosningaloforð og ætti að segja af sér. Úr atvinnustefnu Vinstri grænna:Atvinnustefna Vinstri grænna byggist á sanngjörnum kjörum, réttlátu skattkerfi, öflugri menntun, samvinnu, sjálfbærni, jöfnuði og félagslegu réttlæti. Hún skapar tækifæri til uppbyggingar um allt land.Vinstri græn standa með launafólki og stéttarfélögum þeirra í baráttunni fyrir réttindum og bættum kjörum.Laun þurfa að lágmarki að duga fyrir grunnframfærslu, vinnuvikan á að styttast án kjaraskerðingar og upphæðir almannatrygginga að fylgja launaþróun. Tryggja þarf þeim sem hafa fallið út af vinnumarkaði starfsendurhæfingu við hæfi í samstarfi við sveitarfélög.Launamuni kynjanna þarf að útrýma nú þegar og jafna kjör á milli stétta, sér í lagi þar sem eitt kyn er í miklum meirihluta.Koma þarf í veg fyrir mansal, misnotkun á vinnuafli og félagslegt undirboð með samstarfi við verkalýðshreyfinguna, öflugra eftirliti með vinnumarkaðnum og ríkulegum framlögum til mansalsáætlunar stjórnvalda. Innleiða þarf keðjuábyrgð í lög þannig að ekki sé hægt að vísa allri ábyrgð á undirverktaka.Skattkerfið ber að nýta til kjarajöfnunar. Tryggja þarf fjölþrepa skattkerfi sem færir skattbyrðina af lægri launum yfir á hærri laun, óháð því hvort um er að ræða launatekjur eða fjármagnstekjur. Berjast þarf gegn hvers kyns skattsvikum og svartri atvinnustarfsemi enda sviptir hún launafólk því öryggi og þeim réttindum sem stéttarfélögin veita.Sterkt velferðarkerfi sem býður menntun og heilbrigðisþjónustu notendum að kostnaðarlausu. Kröfur stéttarfélaganna gagnvart stjórnvöldum í núverandi kjarasamningum standast stefnu Vinstri grænna nánast í einu og öllu: Þjóðarátak í húsnæðismálumSkattfrjáls lægstu launHærri skattur á arðgreiðslur og aðrar fjármagnstekjurSömu kjarabætur fyrir öryrkja og aldraða eins og launafólk, og færri skerðingarAfnám verðtryggingarLengra fæðingarorlof, til að brúa bilið fram að leikskólaOpinber heilbrigðisþjónusta, öllum aðgengileg Hvernig stendur því á því að þau fagni ekki þessum kröfum og beiti sér fyrir því að koma þeim á? Hvernig stendur á því að þau leyfi sér að sýna fólkinu sem heldur samfélaginu uppi þá vanvirðingu sem því var sýnt í dag? Hér má lesa kröfugerð Eflingar.Hér má lesa stefnu VG í atvinnumálum og stefnu VG í vinnumarkaðs- og verkalýðsmálum.Höfundur er starfsmaður Eflingar.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar