Innlent

Samningafundur hjá SGS og SA síðdegis í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björn Snæbjörnsson er formaður Starfsgreinasambandsins.
Björn Snæbjörnsson er formaður Starfsgreinasambandsins. Fréttablaðið/Auðunn
Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins mun klukkan 16 í dag eiga samningafund með Samtökum atvinnulífsins. Þar verða kröfur SGS ítrekaðar að því er fram kemur í tilkynningu á vef sambandsins.

Viðræðunefndin fundaði í  morgun og fór yfir stöðuna í kjaraviðræðunum, meðal annars „með hliðsjón af rýru útspili stjórnvalda í gær,“ eins og það er orðað í tilkynningunni.

Síðastliðinn fimmtudag samþykkti samninganefnd SGS að veita viðræðunefndinni umboð til þess að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara ef nefndin teldi ástæðu til, en engin ákvörðun hefur verið tekin varðandi það hvort deilunni verði vísað til sáttasemjara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×