Körfubolti

Zion er að breyta háskólakörfunni í Super Bowl

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hinn 130 kílóa Zion er orðin risastjarna á sínu fyrsta ári í háskólaboltanum.
Hinn 130 kílóa Zion er orðin risastjarna á sínu fyrsta ári í háskólaboltanum. vísir/getty
Zion Williamson, leikmaður Duke-háskólans, er orðið eftirlæti körfuboltaaðdáenda og nú kostar næstum jafn mikið að sjá hann spila og fara á Super Bowl-leikinn.

Sú er að minnsta kosti staðreyndin með leik Duke gegn North Carolina í kvöld þar sem kostar nánast nýra og lunga að komast inn í íþróttahúsið.

Ódýrustu miðarnir í Cameron Indoor Stadium kosta nefnilega 2.500 dollara eða 300 þúsund krónur. Það er ævintýralegt. Nú þegar er staðfest að miði á leikinn hafi verið seldur á 10.652 dollara eða tæplega 1,3 milljónir króna.

Flestir eru að kaupa þessa miða til þess að sjá undrabarnið Zion sem er eitt mesta hæfileikabúnt sem komið hefur fram lengi. Sjá má smá af hans tilþrifum hér að neðan.





Það eru aðeins stórstjörnur sem geta haft svona mikil áhrif á miðaverð. Aðeins LeBron James er einnig að hafa svona mikil áhrif á miðaverð en miðinn á útileiki LA Lakers hækkaði að jafnaði um 125 prósent eftir að hann kom til Lakers.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×