Segðu mér sögu Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Einn af mínum ógleymanlegu fermingarsonum sat við morgunverðarborðið með móður sinni og það vildi svo til að það var viðtal við mig í morgunútvarpi. Þegar því var lokið sagði pilturinn: Hún Jóna Hrönn er alltaf að æfa sig í að verða gömul. Af hverju segir þú það? spurði mamman. Hún er alltaf að segja sögur, ansaði hann. Blessaður drengurinn var búinn að sitja hjá mér í fermingarfræðslu og hlýða á biblíusögurnar heilan vetur. Í dæmisögum Jesú er sterkur undirtónn af jákvæðri sálfræði sem varpar ljósi á styrkleika, veikleika, tilfinningar og gildi. Það er t.d. mikilvægt fyrir nútímaunglinga að heyra söguna af manninum sem byggði á bjargi og hinum sem byggði á sandi; það besta í lífinu kostar oft mikla þrautseigju. Sá sem ætlar létt í gegnum lífið missir af því. Við þekkjum það hvernig sömu sögur eru sífellt endurteknar innan fjölskyldna. Þetta eru sögur af barnsfæðingum, bílakaupum, flutningum, fyndnum tilsvörum barna, gaman- og áfallasögur. Fjölskylda sem hættir að segja sögur gliðnar með tímanum. Sama gildir um þjóðfélagið. Ef sögurnar þagna missir samfélagið af sjálfu sér. Hver einasti fréttatími er sögustund. Minningarorð við jarðarfarir er hluti af sagnahefð okkar. Svo eigum við þjóðsögur, ævintýri, rapptexta og ótal fleiri sagnaform sem hjálpa okkur að skilja lífið. Blái hnötturinn, Gosi og sagan af Ríka bóndanum fjalla um það þegar fólk gleymir raunverulegum lífsgildum og verður græðgi að bráð. Rauðhetta, Vesalingarnir og píslarsaga Krists kenna okkur margt um eðli ofbeldismenningar. Dýrin í Hálsaskógi, hjónaband Hallgerðar og Gunnars á Hlíðarenda og sagan af Týnda syninum varpa ljósi á hefnd og fyrirgefningu … Höldum áfram að segja sögur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Sjá meira
Einn af mínum ógleymanlegu fermingarsonum sat við morgunverðarborðið með móður sinni og það vildi svo til að það var viðtal við mig í morgunútvarpi. Þegar því var lokið sagði pilturinn: Hún Jóna Hrönn er alltaf að æfa sig í að verða gömul. Af hverju segir þú það? spurði mamman. Hún er alltaf að segja sögur, ansaði hann. Blessaður drengurinn var búinn að sitja hjá mér í fermingarfræðslu og hlýða á biblíusögurnar heilan vetur. Í dæmisögum Jesú er sterkur undirtónn af jákvæðri sálfræði sem varpar ljósi á styrkleika, veikleika, tilfinningar og gildi. Það er t.d. mikilvægt fyrir nútímaunglinga að heyra söguna af manninum sem byggði á bjargi og hinum sem byggði á sandi; það besta í lífinu kostar oft mikla þrautseigju. Sá sem ætlar létt í gegnum lífið missir af því. Við þekkjum það hvernig sömu sögur eru sífellt endurteknar innan fjölskyldna. Þetta eru sögur af barnsfæðingum, bílakaupum, flutningum, fyndnum tilsvörum barna, gaman- og áfallasögur. Fjölskylda sem hættir að segja sögur gliðnar með tímanum. Sama gildir um þjóðfélagið. Ef sögurnar þagna missir samfélagið af sjálfu sér. Hver einasti fréttatími er sögustund. Minningarorð við jarðarfarir er hluti af sagnahefð okkar. Svo eigum við þjóðsögur, ævintýri, rapptexta og ótal fleiri sagnaform sem hjálpa okkur að skilja lífið. Blái hnötturinn, Gosi og sagan af Ríka bóndanum fjalla um það þegar fólk gleymir raunverulegum lífsgildum og verður græðgi að bráð. Rauðhetta, Vesalingarnir og píslarsaga Krists kenna okkur margt um eðli ofbeldismenningar. Dýrin í Hálsaskógi, hjónaband Hallgerðar og Gunnars á Hlíðarenda og sagan af Týnda syninum varpa ljósi á hefnd og fyrirgefningu … Höldum áfram að segja sögur.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar