Íslenski boltinn

Skagamenn með fullt hús stiga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Albert skoraði í sigri Skagamanna á Grindvíkingum.
Albert skoraði í sigri Skagamanna á Grindvíkingum.
ÍA er með fullt hús stiga eftir fyrstu fjóra leiki sína í Lengjubikar karla. Skagamenn unnu 2-0 sigur á Grindvíkingum í dag.

Albert Hafsteinsson og Gonzalo Zamorano skoruðu mörk ÍA í seinni hálfleik. Skagamenn eru með tólf stig á toppi riðils 1 og markatöluna 14-1. Grindvíkingar eru með sex stig í 3. sæti riðilsins. Fyrr í dag vann Þór 2-1 sigur á Stjörnunni í sama riðli.

B-deildarlið Keflavíkur vann 2-4 sigur á Víkingi R. í riðli 4. Ingimundur Aron Guðnason, Adam Ægir Pálsson, Dagur Ingi Valsson og Hreggviður Hermannsson skoruðu mörk Keflvíkinga sem eru í 2. sæti riðilsins með sjö stig. Rick Ten Voorde (víti) og Sölvi Daníelsson skoruðu fyrir Víkinga sem eru með þrjú stig í 5. sæti riðilsins.

Í riðli 3 kjöldró KA HK, 5-1. KA-menn eru með fullt hús stiga á toppi riðilsins. HK-ingar eru með eitt stig í 5. sætinu.

Andri Fannar Stefánsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Sæþór Olgeirsson (víti), Þorri Mar og Nökkvi Þeyr Þórissynir skoruðu fyrir KA. Arnþór Ari Atlason skoraði mark HK.

Þá vann ÍBV 0-2 sigur á Þrótti R. í riðli 2. Matt Garner og Frans Sigurðsson gerðu mörk Eyjamanna sem eru í 4. sæti riðilsins með þrjú stig. Þróttarar eru einnig með þrjú stig í 5. sætinu.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×