Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Elísabet Inga Sigurðardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 9. mars 2019 13:19 Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dublin fyrir rúmum þremur vikum. Í dag mun írska lögreglan stöðva umferð við gatnamótin þar sem Jón Þröstur sást síðast, í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir við ferðir hans. Mánuður er síðan Jón Þröstur hvarf og er fjölskyldan bæði hrædd og þreytt. Í dag er mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin. Leitin hefur engan árangur borið þrátt fyrir ábendingar og segir yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar að ekkert bendi til þess að glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað. Í dag mun lögreglan stöðva umferð við gatnamótin þar sem hann hvarf í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir um Jón Þröst. „Þeir ætla að stoppa umferð á þessum tíma sem hann sást seinast þannig að þeir ættu að vera að því núna. Vonandi finna þeir einhvern leigubílstjóra sem að fer kannski vanalega þarna eða einhverja vegfarendur eða einhvern sem veit eitthvað. Þeir eru að gera þetta því þetta er sami dagur og hann hvarf og sami tími,“ segir Katrín Björk Birgisdóttir, mágkona Jóns. Líkt og fram hefur komið ætluðu Jón og eiginkona hans að verja tíu dögum á Írlandi þar sem hann ætlaði að taka þátt í Pókermóti. Meðal þeirra sem leita að Jóni er fjölskyldan hans sem hefur ekki gefið upp vonina og mun samhliða leitinni halda áfram að hengja upp plaköt og minna á hvarf Jóns. „Þetta er rosalega erfitt. Við erum betri og verri eftir dögum en við náttúrulega styðjum hvort annað rosalega mikið og hjálpum hvort öðru eftir því hver á verstan dag. En við erum náttúrulega hrædd um Jón og viljum bara innilega mikið fara að finna hann. Þetta er alveg orðið svolítið langt og mjög, mjög erfitt að vita ekki hvar hann er,“ segir Katrín. Í kvöld fer fram styrktarmót til að styðja við kostnað aðstandenda Jóns sem eru úti í Dublin að leita hans. Pókerklúbburinn Casa, Spilafélagið, Pókerklúbburinn Magma, Maverick og Hugaríþróttafélag Íslands koma að mótinu en nánari upplýsingar má finna á Facebobok viðburði mótsins. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30 Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Í dag mun írska lögreglan stöðva umferð við gatnamótin þar sem Jón Þröstur sást síðast, í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir við ferðir hans. Mánuður er síðan Jón Þröstur hvarf og er fjölskyldan bæði hrædd og þreytt. Í dag er mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin. Leitin hefur engan árangur borið þrátt fyrir ábendingar og segir yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar að ekkert bendi til þess að glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað. Í dag mun lögreglan stöðva umferð við gatnamótin þar sem hann hvarf í þeim tilgangi að spyrja ökumenn hvort þeir hafi verið varir um Jón Þröst. „Þeir ætla að stoppa umferð á þessum tíma sem hann sást seinast þannig að þeir ættu að vera að því núna. Vonandi finna þeir einhvern leigubílstjóra sem að fer kannski vanalega þarna eða einhverja vegfarendur eða einhvern sem veit eitthvað. Þeir eru að gera þetta því þetta er sami dagur og hann hvarf og sami tími,“ segir Katrín Björk Birgisdóttir, mágkona Jóns. Líkt og fram hefur komið ætluðu Jón og eiginkona hans að verja tíu dögum á Írlandi þar sem hann ætlaði að taka þátt í Pókermóti. Meðal þeirra sem leita að Jóni er fjölskyldan hans sem hefur ekki gefið upp vonina og mun samhliða leitinni halda áfram að hengja upp plaköt og minna á hvarf Jóns. „Þetta er rosalega erfitt. Við erum betri og verri eftir dögum en við náttúrulega styðjum hvort annað rosalega mikið og hjálpum hvort öðru eftir því hver á verstan dag. En við erum náttúrulega hrædd um Jón og viljum bara innilega mikið fara að finna hann. Þetta er alveg orðið svolítið langt og mjög, mjög erfitt að vita ekki hvar hann er,“ segir Katrín. Í kvöld fer fram styrktarmót til að styðja við kostnað aðstandenda Jóns sem eru úti í Dublin að leita hans. Pókerklúbburinn Casa, Spilafélagið, Pókerklúbburinn Magma, Maverick og Hugaríþróttafélag Íslands koma að mótinu en nánari upplýsingar má finna á Facebobok viðburði mótsins.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30 Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30
Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæðinu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbendingum lögreglu hvenær leitinni verður haldið áfram. 9. mars 2019 08:30
Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar. 8. mars 2019 06:00