Innlent

Bólusett fyrir mislingum í dag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Bólusett verður fyrir mislingum í dag.
Bólusett verður fyrir mislingum í dag. Vísir/Vilhelm
Í dag munu heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi bjóða upp á bólusetningar gegn mislingum, en á síðustu dögum hefur Landspítalinn staðfest fimm mislingatilfelli hér á landi.

Heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu bjóða öllum foreldrum með börn á aldrinum 6-18 mánaða að koma og láta bólusetja börn sín í dag eða á morgun. Allar heilsugæslustöðvar höfuðborgarsvæðisins verða opnar á milli 12 og 15 í dag. Þar að auki verður í boði fyrir einstaklinga fædda eftir 1970 sem ekki hafa verið bólusettir, að koma og láta bólusetja sig.

Á Austurlandi hófst bólusetningarátakið í gær og í dag geta allir eldri en sex mánaða og fæddir eftir 1970 sem ekki hafa fengið bólusetningu farið í bólusetningu milli 10 og 15. Þeir sem telja sig hafa verið í samskiptum við mislingasmitaðan einstakling eru svo beðnir um að koma í bólusetningu milli klukkan þrjú og fjögur í dag. Bólusett verður á Egilsstöðum og Eskifirði.

Því fólki sem vill kanna hvort það hafi fengið mislingabólusetningu er bent á að skoða bólusetningarskírteini sitt eða kanna bólusetningar sínar á vef Heilsuveru eða á island.is. Þá er einnig hægt að fá upplýsingar um mislinga í síma 1700.  


Tengdar fréttir

Fimmta mislingatilfellið staðfest

Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn.

Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita

Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Um­dæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×