Kynjajafnrétti og Viagra Sif Sigmarsdóttir skrifar 9. mars 2019 08:15 Þekkir þú einkenni hjartaáfalls? Að þekkja einkennin og bregðast við þeim getur skilið milli lífs og dauða. Hugsaðu aðeins málið … Fyrr, nú og um framtíð Í gær var alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn hátíðlegur. Þau skilaboð bárust frá skóla fimm ára dóttur minnar hér í London að í stað skólabúnings mættu börnin, í tilefni dagsins, klæðast fatnaði í grænu, hvítu og fjólubláu; einkennislitum súffragettanna, breskra kvenréttindakvenna við upphaf 20. aldar. Þegar ég púslaði saman múnderingu fyrir dótturina kom á mig fát. Hvernig útskýrir maður alþjóðlegan baráttudag kvenna fyrir fimm ára barni? Átti ég að segja dóttur minni sem stýrir sinni litlu veröld – foreldrum, bróður og vinum – af jafnglæfralegu sjálfsöryggi og framkvæmdastjóri fyrirtækis með hagstæða ársfjórðungsskýrslu undir handleggnum að til sé fólk sem telur hana síður hæfa en stráka til að stýra heiminum? Átti ég að segja henni að einu sinni hafi kynsystur hennar ekki átt neitt og ekki mátt neitt? Leiddi slíkt ekki til komplexa? Þegar jafnréttisbaráttan var komin jafnlangt og raun ber vitni, var það ekki óþarfa fórnarlambavæðing að einblína stöðugt á það litla sem vantaði upp á? Ég hafði rifið allt út úr fataskáp dótturinnar án þess að finna eina einustu fjólubláa spjör og var við það að hefja undirskriftasöfnun gegn alþjóðlegum baráttudegi kvenna þegar dyrabjallan hringdi. Fyrir utan dyrnar stóð sendill frá vefbókaverslun Amazon með pappakassa sem í var harkaleg áminning um nauðsyn aljóðlegs baráttudags kvenna – fyrr, nú og um ókomna framtíð. Jaðartilfelli Flestir þekkja einkenni hjartaáfalls: Þyngsli fyrir brjósti, eins og fíll sitji á brjóstkassanum. Ekki rétt? Rétt. Nema þegar það er rangt. Einkenni hjartaáfalls hjá konum eru oft önnur en hjá körlum. Þegar kona fær hjartaáfall lýsir það sér gjarnan sem ógleði, þreyta og verkur í kjálka, baki eða öxlum. Bókin Invisible Women: Exposing Data Bias in a World Designed for Men eftir Caroline Criado-Perez sem kom út í vikunni er sláandi úttekt á stöðu konunnar í nútímasamfélagi. „Upplifun karlmannsins og sjónarhorn karlmannsins eru talin algild,“ skrifar Criado-Perez. „Upplifun kvenna hins vegar – upplifun helmings mannkyns – er metin sem jaðartilfelli.“ Á 21. öld þekkjum við ekki einkenni hjartaáfalls hjá konum – bara körlum. Það eru 50% meiri líkur á að kona fái ranga sjúkdómsgreiningu í kjölfar hjartaáfalls en karl. En ekki nóg með það: Í tilraunum á dýrum í læknisfræði eru kvendýr sjaldnast höfð með. Lyfjaprófun sem gerð var á áhrifum áfengisneyslu á Viagra fyrir konur var gerð á tuttugu og þremur körlum en aðeins tveimur konum. Það eru 47% meiri líkur á að kona slasist alvarlega í árekstri því sætisbelti og loftpúðar bifreiða eru hönnuð með stærð meðal karlmanns að leiðarljósi. Ýtarlegar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum kolaryks á heilsu námuverkamanna. Nánast engar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum krabbameinsvaldandi efna á snyrtistofum sem naglasnyrtar anda að sér í miklum mæli. Lögreglukonur klæðast stunguvestum sem eru hönnuð til að vernda karla. 70% meiri líkur eru á að rafmagnstækið Google Home skilji karlmannsrödd en kvenmannsrödd. Í Bretlandi eru fleiri styttur af körlum sem heita John en styttur af konum. Aðeins 28% barna sem beðin eru um að teikna vísindamann teikna mynd af konu. Súffragetturnar kunna að tilheyra sögunni. Það gerir kerfislæg mismunun í garð kvenna hins vegar ekki. Í ljósi tölfræðinnar ættu allir dagar að vera alþjóðlegir baráttudagar kvenna. Að þekkja einkennin og bregðast við þeim getur nefnilega skilið milli lífs og dauða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þekkir þú einkenni hjartaáfalls? Að þekkja einkennin og bregðast við þeim getur skilið milli lífs og dauða. Hugsaðu aðeins málið … Fyrr, nú og um framtíð Í gær var alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn hátíðlegur. Þau skilaboð bárust frá skóla fimm ára dóttur minnar hér í London að í stað skólabúnings mættu börnin, í tilefni dagsins, klæðast fatnaði í grænu, hvítu og fjólubláu; einkennislitum súffragettanna, breskra kvenréttindakvenna við upphaf 20. aldar. Þegar ég púslaði saman múnderingu fyrir dótturina kom á mig fát. Hvernig útskýrir maður alþjóðlegan baráttudag kvenna fyrir fimm ára barni? Átti ég að segja dóttur minni sem stýrir sinni litlu veröld – foreldrum, bróður og vinum – af jafnglæfralegu sjálfsöryggi og framkvæmdastjóri fyrirtækis með hagstæða ársfjórðungsskýrslu undir handleggnum að til sé fólk sem telur hana síður hæfa en stráka til að stýra heiminum? Átti ég að segja henni að einu sinni hafi kynsystur hennar ekki átt neitt og ekki mátt neitt? Leiddi slíkt ekki til komplexa? Þegar jafnréttisbaráttan var komin jafnlangt og raun ber vitni, var það ekki óþarfa fórnarlambavæðing að einblína stöðugt á það litla sem vantaði upp á? Ég hafði rifið allt út úr fataskáp dótturinnar án þess að finna eina einustu fjólubláa spjör og var við það að hefja undirskriftasöfnun gegn alþjóðlegum baráttudegi kvenna þegar dyrabjallan hringdi. Fyrir utan dyrnar stóð sendill frá vefbókaverslun Amazon með pappakassa sem í var harkaleg áminning um nauðsyn aljóðlegs baráttudags kvenna – fyrr, nú og um ókomna framtíð. Jaðartilfelli Flestir þekkja einkenni hjartaáfalls: Þyngsli fyrir brjósti, eins og fíll sitji á brjóstkassanum. Ekki rétt? Rétt. Nema þegar það er rangt. Einkenni hjartaáfalls hjá konum eru oft önnur en hjá körlum. Þegar kona fær hjartaáfall lýsir það sér gjarnan sem ógleði, þreyta og verkur í kjálka, baki eða öxlum. Bókin Invisible Women: Exposing Data Bias in a World Designed for Men eftir Caroline Criado-Perez sem kom út í vikunni er sláandi úttekt á stöðu konunnar í nútímasamfélagi. „Upplifun karlmannsins og sjónarhorn karlmannsins eru talin algild,“ skrifar Criado-Perez. „Upplifun kvenna hins vegar – upplifun helmings mannkyns – er metin sem jaðartilfelli.“ Á 21. öld þekkjum við ekki einkenni hjartaáfalls hjá konum – bara körlum. Það eru 50% meiri líkur á að kona fái ranga sjúkdómsgreiningu í kjölfar hjartaáfalls en karl. En ekki nóg með það: Í tilraunum á dýrum í læknisfræði eru kvendýr sjaldnast höfð með. Lyfjaprófun sem gerð var á áhrifum áfengisneyslu á Viagra fyrir konur var gerð á tuttugu og þremur körlum en aðeins tveimur konum. Það eru 47% meiri líkur á að kona slasist alvarlega í árekstri því sætisbelti og loftpúðar bifreiða eru hönnuð með stærð meðal karlmanns að leiðarljósi. Ýtarlegar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum kolaryks á heilsu námuverkamanna. Nánast engar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum krabbameinsvaldandi efna á snyrtistofum sem naglasnyrtar anda að sér í miklum mæli. Lögreglukonur klæðast stunguvestum sem eru hönnuð til að vernda karla. 70% meiri líkur eru á að rafmagnstækið Google Home skilji karlmannsrödd en kvenmannsrödd. Í Bretlandi eru fleiri styttur af körlum sem heita John en styttur af konum. Aðeins 28% barna sem beðin eru um að teikna vísindamann teikna mynd af konu. Súffragetturnar kunna að tilheyra sögunni. Það gerir kerfislæg mismunun í garð kvenna hins vegar ekki. Í ljósi tölfræðinnar ættu allir dagar að vera alþjóðlegir baráttudagar kvenna. Að þekkja einkennin og bregðast við þeim getur nefnilega skilið milli lífs og dauða.
Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar