Nauðgunardómur mildaður í Landsrétti Andri Eysteinsson skrifar 8. mars 2019 18:50 Landsréttur mildaði dóminn sem féll í héraði. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar vegna nauðgunar hefur fengið dóm sinn mildaðan í Landsrétti. Miklar tafir, sem rekja mátti til ákæruvaldsins, voru á málsmeðferð málsins og auk þess var um fyrsta brot ákærða að ræða. Af þeim sökum mildaði Landsréttur tveggja ára dóminn niður í eins og hálfs árs fangelsisvist.Lesa má dóm Landsréttar í heild sinni hér. Dómur í málinu féll upphaflega þriðjudaginn 17. október 2017, þar var karlmaður fæddur 1979 sakfelldur fyrir að hafa neytt konu til annarra kynferðismaka en samræðis, aðfaranótt sunnudagsins 12. apríl 2015 á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var handtekinn skömmu seinna eftir að konan hafði tilkynnt lögreglu um brotið.Breyttur framburður dró úr trúverðugleika Konan tjáði lögreglu að maðurinn hafi verið að dansa á dansgólfi veitingastaðarins þegar ákærði kom til hennar, konan sagðist hafa elt manninn sem hafði ætlað að bjóða henni upp á drykk en þess í stað leitt hana inn á salerni staðarins. Þar hafi hann neytt hana til munnmaka auk þess sem að hann fór með fingur sinn í leggöng hennar. Ákærði, sem var starfsmaður staðarins, var í fríi þetta kvöld og kvað kynferðismökin hafa verið með samþykki konunnar. Lögregla yfirheyrði manninn morguninn eftir og neitaði hann í fyrstu að nokkuð kynferðislegt hefði átt sér stað. Maðurinn óskaði seinna eftir því að breyta framburði sína og sagði hann þar kynferðislegu athafnirnar verið með samþykki brotaþola. Mat Héraðsdómur breyttan framburð mannsins draga úr trúverðugleika framburðarins.Tafirnar í andstöðu við ákvæði sem tryggja eiga réttlátamálsmeðferð Í dómi Landsréttar er saga málsins rakin og greint frá því að brotið hafi verið framið 12. apríl 2015 en ákæra gefin út 27. febrúar 2017, 22 mánuðum eftir að brotið var framið. Aðalmeðferð hófst 4. september og var dómur kveðinn upp 17. október. Ekki hafa komið fram skýringar á töfunum sem urðu á málsmeðferð og kvað Landsréttur meðferðina því í andstöðu við ákvæði laga nr.88/2008, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um réttláta málsmeðferð. Tekið var tillit til þess við úrskurð Landsréttar.Lesa má dóminn í heild inni hér. Dómsmál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar vegna nauðgunar hefur fengið dóm sinn mildaðan í Landsrétti. Miklar tafir, sem rekja mátti til ákæruvaldsins, voru á málsmeðferð málsins og auk þess var um fyrsta brot ákærða að ræða. Af þeim sökum mildaði Landsréttur tveggja ára dóminn niður í eins og hálfs árs fangelsisvist.Lesa má dóm Landsréttar í heild sinni hér. Dómur í málinu féll upphaflega þriðjudaginn 17. október 2017, þar var karlmaður fæddur 1979 sakfelldur fyrir að hafa neytt konu til annarra kynferðismaka en samræðis, aðfaranótt sunnudagsins 12. apríl 2015 á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var handtekinn skömmu seinna eftir að konan hafði tilkynnt lögreglu um brotið.Breyttur framburður dró úr trúverðugleika Konan tjáði lögreglu að maðurinn hafi verið að dansa á dansgólfi veitingastaðarins þegar ákærði kom til hennar, konan sagðist hafa elt manninn sem hafði ætlað að bjóða henni upp á drykk en þess í stað leitt hana inn á salerni staðarins. Þar hafi hann neytt hana til munnmaka auk þess sem að hann fór með fingur sinn í leggöng hennar. Ákærði, sem var starfsmaður staðarins, var í fríi þetta kvöld og kvað kynferðismökin hafa verið með samþykki konunnar. Lögregla yfirheyrði manninn morguninn eftir og neitaði hann í fyrstu að nokkuð kynferðislegt hefði átt sér stað. Maðurinn óskaði seinna eftir því að breyta framburði sína og sagði hann þar kynferðislegu athafnirnar verið með samþykki brotaþola. Mat Héraðsdómur breyttan framburð mannsins draga úr trúverðugleika framburðarins.Tafirnar í andstöðu við ákvæði sem tryggja eiga réttlátamálsmeðferð Í dómi Landsréttar er saga málsins rakin og greint frá því að brotið hafi verið framið 12. apríl 2015 en ákæra gefin út 27. febrúar 2017, 22 mánuðum eftir að brotið var framið. Aðalmeðferð hófst 4. september og var dómur kveðinn upp 17. október. Ekki hafa komið fram skýringar á töfunum sem urðu á málsmeðferð og kvað Landsréttur meðferðina því í andstöðu við ákvæði laga nr.88/2008, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um réttláta málsmeðferð. Tekið var tillit til þess við úrskurð Landsréttar.Lesa má dóminn í heild inni hér.
Dómsmál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira