Óþrjótandi náttúruafl Alexandra Briem og Katla Hólm Þórhildardóttir skrifar 8. mars 2019 14:26 Árið 1975 lögðu konur á Íslandi niður störf til að vekja athygli á kvenréttindabaráttu. Þá var krafan ekki einungis launajöfnuður heldur einnig fjölskylduvænt samfélag og jöfn tækifæri kynja. Kvennafrídagurinn breytti ásýnd Íslands og hefur vakið athygli sem heimsfrægt fyrirbæri íslenskrar menningarsögu. Nú stöndum við enn á ný á vendipunkti í íslenskri sögu. Í kjölfar vakningar sem orðið hefur í verkalýðshreyfingum landsins leggja láglaunastéttir niður störf föstudaginn 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Slíkt er viðeigandi þar sem þessi störf eru meira og minna unnin af konum. Það er uppörvandi að sjá víðtækan stuðning samfélagsins við verkfall þeirra kvenna og karla sem nú er að hefjast. Lýðræði grundvallast á þátttöku borgara í samfélagi. Eitt af skilyrðum þátttöku er að hafa aðgang, tíma og orku til að sinna henni. Erfitt er að sjá hvernig lægstu laun dugi til að uppfylla þau skilyrði. Fólk þarf að geta nýtt sér þau réttindi sem það býr yfir. Því snýst verkalýðsbaráttan ekki einungis um launakjör, heldur einnig um almenn lífsgæði, farsæld og lýðræðið í landinu. Verkakonur í láglaunastéttum hafa áratugum saman lifað því lífi að taka þeim ákvörðunum sem teknar eru um þeirra líf, án þess að á þær sé hlustað eða ráðfært við. Áratugum saman hafa konur sem tilheyra láglaunastéttum skrapað saman þeim launum sem að þeim er rétt og einhvernveginn látið hlutina ganga. Nú er mál að linni.Katla Hólm Þórhildardóttir.Nýja stjórnarskrá Íslands er með áherslur sem valdefla þær stéttir sem hafa ekki endilega haft aðgang að ákvarðanatökum sem snúa að þeirra lífi. Dropinn holar steininn segir máltækið, margt smátt gerir eitt stórt og þannig má halda áfram. Þannig má líta á baráttu kvenna frá upphafi alls, en samstöðumáttur kvenna er óþrjótandi náttúruafl. Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá vilja tryggja framfarir í samfélaginu. Stjórnarskrá stjórnlagaráðs er fyrsta stjórnarskráin sem íslendingar eiga kost á, sem tilheyrir öllum íbúum landsins, þar sem allar raddir samfélagsins áttu kost á þátttöku. Með innleiðingu hennar er tekið skref til þess að auka vægi allra borgara við stjórn landsins. Þær víðtæku breytingar sem hún hefur í för með sér gætu verið eitt af mörgum atriðum sem munu vera skráð í sögubækurnar um framfarir samfélagsins, ásamt kvennafrídeginum 1975 og verkalýðsbyltingu kvenna árið 2019. Tækifærið til breytinga er í okkar höndum.Höfundar eru stjórnar meðlimir Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Árið 1975 lögðu konur á Íslandi niður störf til að vekja athygli á kvenréttindabaráttu. Þá var krafan ekki einungis launajöfnuður heldur einnig fjölskylduvænt samfélag og jöfn tækifæri kynja. Kvennafrídagurinn breytti ásýnd Íslands og hefur vakið athygli sem heimsfrægt fyrirbæri íslenskrar menningarsögu. Nú stöndum við enn á ný á vendipunkti í íslenskri sögu. Í kjölfar vakningar sem orðið hefur í verkalýðshreyfingum landsins leggja láglaunastéttir niður störf föstudaginn 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Slíkt er viðeigandi þar sem þessi störf eru meira og minna unnin af konum. Það er uppörvandi að sjá víðtækan stuðning samfélagsins við verkfall þeirra kvenna og karla sem nú er að hefjast. Lýðræði grundvallast á þátttöku borgara í samfélagi. Eitt af skilyrðum þátttöku er að hafa aðgang, tíma og orku til að sinna henni. Erfitt er að sjá hvernig lægstu laun dugi til að uppfylla þau skilyrði. Fólk þarf að geta nýtt sér þau réttindi sem það býr yfir. Því snýst verkalýðsbaráttan ekki einungis um launakjör, heldur einnig um almenn lífsgæði, farsæld og lýðræðið í landinu. Verkakonur í láglaunastéttum hafa áratugum saman lifað því lífi að taka þeim ákvörðunum sem teknar eru um þeirra líf, án þess að á þær sé hlustað eða ráðfært við. Áratugum saman hafa konur sem tilheyra láglaunastéttum skrapað saman þeim launum sem að þeim er rétt og einhvernveginn látið hlutina ganga. Nú er mál að linni.Katla Hólm Þórhildardóttir.Nýja stjórnarskrá Íslands er með áherslur sem valdefla þær stéttir sem hafa ekki endilega haft aðgang að ákvarðanatökum sem snúa að þeirra lífi. Dropinn holar steininn segir máltækið, margt smátt gerir eitt stórt og þannig má halda áfram. Þannig má líta á baráttu kvenna frá upphafi alls, en samstöðumáttur kvenna er óþrjótandi náttúruafl. Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá vilja tryggja framfarir í samfélaginu. Stjórnarskrá stjórnlagaráðs er fyrsta stjórnarskráin sem íslendingar eiga kost á, sem tilheyrir öllum íbúum landsins, þar sem allar raddir samfélagsins áttu kost á þátttöku. Með innleiðingu hennar er tekið skref til þess að auka vægi allra borgara við stjórn landsins. Þær víðtæku breytingar sem hún hefur í för með sér gætu verið eitt af mörgum atriðum sem munu vera skráð í sögubækurnar um framfarir samfélagsins, ásamt kvennafrídeginum 1975 og verkalýðsbyltingu kvenna árið 2019. Tækifærið til breytinga er í okkar höndum.Höfundar eru stjórnar meðlimir Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar