Drekinn kominn aftur til jarðar Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2019 13:43 Crew Dragon leggur hér af stað frá geimstöðinni. AP/NASA Geimfar SpaceX, sem til stendur að nota til að skjóta mönnum út í geim er lent á jörðinni aftur eftir fyrsta tilraunaflug farsins. Geimfarinu, sem kallast Crew Dragon, var skotið á loft frá Flórída á laugardagsmorgun og var því flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar þar sem það hefur verið undanfarna daga. Miðað við fyrstu viðbrögð starfsmanna Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, virðist sem allt hafi farið vel við lendinguna. Þetta er fyrsta tilraunaflug Crew Dragon. Farið var því ekki mannað að öðru leyti en að þar um borð er gína sem kallast Ripley, í höfuðið á persónu Sigourney Weaver í Alien myndunum. Gínan er af sömu gerðinni og Starman, sem SpaceX sendi í ævintýralegt ferðalag í fyrra. Ripley er búin fjölmörgum skynjurum sem nota á til að kanna mögulegt álag á geimfara við ferðir með Crew Dragon. Um borð var einnig lítil tuskubrúða í lagi jarðarinnar sem kallast Litla jörð.Earth will learn a lot during his busy week on @Space_Station - today he kept me company while we checked our suit sizing to account for space growth (I am 2 inches taller than when I launched!), then we did some translation adaptation. pic.twitter.com/A89tJauyQu — Anne McClain (@AstroAnnimal) March 4, 2019 SpaceX hefur gert samning við NASA um mannaðar geimferðir. Bandaríkjamenn hafa ekki geta skotið mönnum út í geim frá því að þeir lögðu síðustu geimskutlunni árið 2011 og hafa síðan þurft að reiða sig á Rússa um ferðir til og frá geimstöðinni. Vonast er til þess að SpaceX geti skotið geimförum út í geim seinna á þessu ári. Crew Dragon geimfarið lenti í Atlantshafinu nú fyrir skömmu þar sem björgunaraðilar á skipum biðu eftir því.Streaking through Earth's skies, here is @SpaceX's #CrewDragon seen during reentry. The 'Go Searcher' recovery ship is staged in the Atlantic Ocean awaiting #CrewDragon's splashdown at about 8:45am ET. Watch live: https://t.co/mzKW5uDsTipic.twitter.com/tkoxMOnQhM — NASA (@NASA) March 8, 2019Good splashdown of Dragon confirmed! pic.twitter.com/WK1nsNnOF5— SpaceX (@SpaceX) March 8, 2019 Geimurinn SpaceX Tækni Tengdar fréttir Geimferjan lagði snurðulaust að geimstöðinni Fyrsta tilraunaflug geimferju SpaceX sem á að flytja menn síðar á þessu ári gengur vel fram að þessu. 3. mars 2019 12:55 SpaceX tekur stórt skref í átt að mönnuðum geimferðum Til stendur að skjóta Crew Dragon geimfari fyrirtækisins á loft frá Flórída í fyrramálið. Farið verður ekki mannað þar sem að um tilraunaskot er að ræða en því verður þó flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þar mun farið tengjast geimstöðinni. 1. mars 2019 14:15 Fyrsti hluti tilraunaskots SpaceX gekk að óskum Geimferja sem er ætlað að flytja menn á að koma til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir hádegi á morgun. 2. mars 2019 08:32 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Geimfar SpaceX, sem til stendur að nota til að skjóta mönnum út í geim er lent á jörðinni aftur eftir fyrsta tilraunaflug farsins. Geimfarinu, sem kallast Crew Dragon, var skotið á loft frá Flórída á laugardagsmorgun og var því flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar þar sem það hefur verið undanfarna daga. Miðað við fyrstu viðbrögð starfsmanna Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, virðist sem allt hafi farið vel við lendinguna. Þetta er fyrsta tilraunaflug Crew Dragon. Farið var því ekki mannað að öðru leyti en að þar um borð er gína sem kallast Ripley, í höfuðið á persónu Sigourney Weaver í Alien myndunum. Gínan er af sömu gerðinni og Starman, sem SpaceX sendi í ævintýralegt ferðalag í fyrra. Ripley er búin fjölmörgum skynjurum sem nota á til að kanna mögulegt álag á geimfara við ferðir með Crew Dragon. Um borð var einnig lítil tuskubrúða í lagi jarðarinnar sem kallast Litla jörð.Earth will learn a lot during his busy week on @Space_Station - today he kept me company while we checked our suit sizing to account for space growth (I am 2 inches taller than when I launched!), then we did some translation adaptation. pic.twitter.com/A89tJauyQu — Anne McClain (@AstroAnnimal) March 4, 2019 SpaceX hefur gert samning við NASA um mannaðar geimferðir. Bandaríkjamenn hafa ekki geta skotið mönnum út í geim frá því að þeir lögðu síðustu geimskutlunni árið 2011 og hafa síðan þurft að reiða sig á Rússa um ferðir til og frá geimstöðinni. Vonast er til þess að SpaceX geti skotið geimförum út í geim seinna á þessu ári. Crew Dragon geimfarið lenti í Atlantshafinu nú fyrir skömmu þar sem björgunaraðilar á skipum biðu eftir því.Streaking through Earth's skies, here is @SpaceX's #CrewDragon seen during reentry. The 'Go Searcher' recovery ship is staged in the Atlantic Ocean awaiting #CrewDragon's splashdown at about 8:45am ET. Watch live: https://t.co/mzKW5uDsTipic.twitter.com/tkoxMOnQhM — NASA (@NASA) March 8, 2019Good splashdown of Dragon confirmed! pic.twitter.com/WK1nsNnOF5— SpaceX (@SpaceX) March 8, 2019
Geimurinn SpaceX Tækni Tengdar fréttir Geimferjan lagði snurðulaust að geimstöðinni Fyrsta tilraunaflug geimferju SpaceX sem á að flytja menn síðar á þessu ári gengur vel fram að þessu. 3. mars 2019 12:55 SpaceX tekur stórt skref í átt að mönnuðum geimferðum Til stendur að skjóta Crew Dragon geimfari fyrirtækisins á loft frá Flórída í fyrramálið. Farið verður ekki mannað þar sem að um tilraunaskot er að ræða en því verður þó flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þar mun farið tengjast geimstöðinni. 1. mars 2019 14:15 Fyrsti hluti tilraunaskots SpaceX gekk að óskum Geimferja sem er ætlað að flytja menn á að koma til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir hádegi á morgun. 2. mars 2019 08:32 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Geimferjan lagði snurðulaust að geimstöðinni Fyrsta tilraunaflug geimferju SpaceX sem á að flytja menn síðar á þessu ári gengur vel fram að þessu. 3. mars 2019 12:55
SpaceX tekur stórt skref í átt að mönnuðum geimferðum Til stendur að skjóta Crew Dragon geimfari fyrirtækisins á loft frá Flórída í fyrramálið. Farið verður ekki mannað þar sem að um tilraunaskot er að ræða en því verður þó flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þar mun farið tengjast geimstöðinni. 1. mars 2019 14:15
Fyrsti hluti tilraunaskots SpaceX gekk að óskum Geimferja sem er ætlað að flytja menn á að koma til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir hádegi á morgun. 2. mars 2019 08:32