„Fólkið sem skúrar gólfið getur líka dansað á gólfinu og stappað á því“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. mars 2019 12:55 Elísabet Jökulsdóttir, skáldkona, segir að með því að tala opinskátt um fátækt komist upp um hina raunverulegu glæpamenn í íslensku samfélagi. Vísir/vilhelm Skáldkonan Elísabet Jökulsdóttir flutti ávarp á samstöðufundi með hótelþernum á Lækjartorgi í dag þar sem hún sagði að það þætti glæpur að vera fátækur á Íslandi. Hún hefði upplifað að vera einstæð móðir, í ofbeldissambandi og kljást við áfengisvanda. Það hefði þótt í lagi að tala opinskátt varðandi það en bætti við að það væri eins og tungan frysi föst í munni hennar þegar hún ætlaði sér að tala um fátækt en hún lifði um nokkurt skeið undir fátæktarmörkum. Elísabet segir að ástæðan fyrir því að það þyki glæpsamlegt að vera fátækur á Íslandi og að ræða það opinskátt sé vegna þess að þá komist upp um „hina raunverulegu glæpamenn“ sem hafi nú í frammi „dapurlegan kór“ og hræðsluáróður um verkfall kvenna í láglaunastétt. Elísabet segir að hinir ríku hafi ekki einungis eignað sér peninga hinna fátæku og tíma þeirra heldur hafi þeir líka yfirtekið rökin og tekið sér dagskrárvald í samfélaginu. „ÞAÐ er efnahagsdauðinn sem knýr þetta samfélag áfram,“ segir Elísabet sem bendir á að það sé raunveruleiki að fólk eigi ekki fyrir mat og nauðsynjum. Það hræði hana að landinu sé stjórnað af fólki sem viti ekki af raunveruleika ótal fólks í þeirra eigin landi. „Það er geðveiki að horfast ekki í augun við raunveruleikann,“ segir Elísabet um stjórnvöld. „Fólkið sem skúrar gólfið getur líka dansað á gólfinu og stappað á því,“ segir Elísabet sem tók mið af upphafi samstöðufundarins þegar verkafólkið dansaði og fagnaði. Elísabet segir að það séu fyrst og fremst börn sem líði fyrir láglaunastefnuna og bendir á með því að vilja draga láglaunastefnuna á langinn kristallist ekkert annað en fyrirlitning á börnum. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Skáldkonan Elísabet Jökulsdóttir flutti ávarp á samstöðufundi með hótelþernum á Lækjartorgi í dag þar sem hún sagði að það þætti glæpur að vera fátækur á Íslandi. Hún hefði upplifað að vera einstæð móðir, í ofbeldissambandi og kljást við áfengisvanda. Það hefði þótt í lagi að tala opinskátt varðandi það en bætti við að það væri eins og tungan frysi föst í munni hennar þegar hún ætlaði sér að tala um fátækt en hún lifði um nokkurt skeið undir fátæktarmörkum. Elísabet segir að ástæðan fyrir því að það þyki glæpsamlegt að vera fátækur á Íslandi og að ræða það opinskátt sé vegna þess að þá komist upp um „hina raunverulegu glæpamenn“ sem hafi nú í frammi „dapurlegan kór“ og hræðsluáróður um verkfall kvenna í láglaunastétt. Elísabet segir að hinir ríku hafi ekki einungis eignað sér peninga hinna fátæku og tíma þeirra heldur hafi þeir líka yfirtekið rökin og tekið sér dagskrárvald í samfélaginu. „ÞAÐ er efnahagsdauðinn sem knýr þetta samfélag áfram,“ segir Elísabet sem bendir á að það sé raunveruleiki að fólk eigi ekki fyrir mat og nauðsynjum. Það hræði hana að landinu sé stjórnað af fólki sem viti ekki af raunveruleika ótal fólks í þeirra eigin landi. „Það er geðveiki að horfast ekki í augun við raunveruleikann,“ segir Elísabet um stjórnvöld. „Fólkið sem skúrar gólfið getur líka dansað á gólfinu og stappað á því,“ segir Elísabet sem tók mið af upphafi samstöðufundarins þegar verkafólkið dansaði og fagnaði. Elísabet segir að það séu fyrst og fremst börn sem líði fyrir láglaunastefnuna og bendir á með því að vilja draga láglaunastefnuna á langinn kristallist ekkert annað en fyrirlitning á börnum.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52