Sjö stiga forskot Börsunga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Messi skorar annað mark Barcelona.
Messi skorar annað mark Barcelona. vísir/getty
Barcelona endurheimti sjö stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Rayo Vallecano í kvöld. Þetta var þriðji sigur Katalóníuliðsins í röð.

Börsungar þurftu að hafa fyrir sigrinum í kvöld gegn liðinu í næstneðsta sæti deildarinnar. Rayo Vallecano komst yfir á 24. mínútu þegar Raúl de Tomás skoraði sitt ellefta deildarmark í vetur.

Á 38. mínútu jafnaði Gerard Pique metin með skalla eftir aukaspyrnu Lionel Messi. Staðan er 1-1 í hálfleik.

Á 50. mínútu var brotið á portúgalska bakverðinum Nelson Semedo innan vítateigs. Messi fór á punktinn og skoraði af öryggi. Argentínumaðurinn er langmarkahæstur í spænsku deildinni með 26 mörk.

Þegar átta mínútur voru til leiksloka skoraði Luis Suárez þriðja mark heimamanna þegar hann batt endahnútinn á frábæra sókn þeirra. Lokatölur 3-1, Barcelona í vil.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira