Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 88-87 | KR vann með minnsta mun Árni Jóhannsson skrifar 8. mars 2019 22:30 vísir/ernir Það var mikið undir í leik KR og Stjörnunnar sem mættust í DHL höllinni fyrr í kvöld í seinasta leik 20. umferðar Dominos deildar karla í körfuknattleik. Það sást best á því ða fyrstu mínúturnar fóru í að klikka á skotum og missa boltann klaufalega frá sér og átti það við bæði lið. Leikmennirnir komust svo í betri takt við leikinn og eftir að Stjarnan náði örlitlu frumkvæði þá komust KR-ingar í góðan gír, náðu forskotinu og völdunum á leiknum. Heimamenn leiddur 23-19 eftir fyrsta leikhluta og var það Michael Di Nunno sem leiddi liðið sitt. Annar leikhluti var svipaður og sá fyrri þar sem KR var með frumkvæðið og héldu þeir forskotinu en liðin skourðu jafnmörg stig og því var staðan 48-44 í hálfleik. Michael Di Nunno og Julian Boyd voru mennirnir hjá KR á meðan Brandon Rozzell dró sína menn áfram og sá til þess að þeir voru ekki lengra frá gestgjöfunum í hálfleik en raunin var. Stjörnumenn komu beittari út í seinnni hálfleik en mistókst að jafna leikinn þangað til lítið var eftir af þriðja leikhluta en það voru þriggja stiga skotin sem komu Stjörnumönnum þangað sem þeir þurftu að komast en annars var sóknarleikur þeirra mjög stirður á löngum köflum. Stjörnumenn leiddu með þremur stigum fyrir síðasta leikhlutann og héldu örugglega margir að núna kæmust þeir á skriðið sem virðist vera nauðsynlegt hjá þeim til að vinna leiki. Staðan 65-68 fyrir lokaátökin. Gestirnir byrjuðu betur í fjórða leikhluta en þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum náðu heimamenn góðum varnarleik upp, nöguðu niður forskot Stjörnumanna og náðu loks að vinna sér í haginn fjögurra stiga forskot þegar stutt var eftir. KR-ingar náðu að halda Stjörnumönnum skrefinu fyrir aftan sig lokahlutann þegar í hönd fór mikill vítalínu kapall en þegar um fimm sekúnundur voru eftir þá hafði KR þriggja stig forystu en brotið var á Brandon Rozzell óíþróttamannslega. Hann minnkaði muninn niður í eitt stig af vítalínunni og fékk hann að lokum boltann til að skora sigur körfuna en vörn KR hélt og þeir fara heim með stigin. Lokatölur 88-87 og KR-ingar eru enn með augun á því að ná fjórða sætinu allavega og hafa heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnnar.Afhverju vann KR?Þeir fundu sinn styrk í kvöld og höfðu síðan örlitla heppni með sér í lokin að Rozzell geigaði á lokaskotinu. KR-ingar sköpuðu sér þó þessa heppni þar sem þeir náðu að spila mjög góðan varnarleik á lokamínútum leiksins sem skóp forskotið og svo héldu þeir ákafanum þegar kom að því að verjast lokasókninni.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Stjörnunnar var mjög stirður á löngum köflum og hefði ekki notið við þriggja stiga hittni liðsins, sem var á tímabili hátt í 50%, þá hefðu þeir líklega tapað með meiri mun. Þetta minnti mann á sóknarleik þeirra rétt áður en þeir fengu Brandon Rozzell til sín og voru í slæmum málum.Tölfræði sem vekur athygli?Þetta er fjórði leikurinn í vetur sem Stjarnan spilar og er merktur sem jafn leikur í stöðutöflu KKÍ. Þetta er einnig fjórði þannig leikurinn sem Stjarnan tapar í vetur. Nú veit ég ekki hvað veldur en það er óvanalegt að lið sem er svona hæfileikaríkt geti ekki lokað jöfnum leikjum. KR hinsvegar var að spila sinn fimmta leik sem var jafn og í fimmta skipti unnu þeir þannig leik. Í þessu KR liði eru náttúrlega reynsluboltar og kannski er það það sem skiptir máli að margir af þeim hafa spilað saman áður og lengi og þekkja hvorn annan út og inn.Bestu menn vallarins?Julian Boyd og Mike Di Nunno fóru fyrir sínum mönnum í KR. Julian skoraði 28 stig og reif niður 13 frákost og Mike skoraði 27 stig. Hjá Stjörnunni var það Brandon Rozzell sem skaraði fram úr, bæði í stigaskori og frammistöðu. Hann skoraði 29 stig en aðrir leikmenn hafa átt betri leik sóknarlega sérstaklega.Hvað gerist næst?KR fer upp í Breiðholtið og etur kappi við ÍR sem er í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppni en það verður líklega ansi erfiður leikur. Stjörnumenn fá þá Grindvíkinga í heimsókn sem einnig eru að berjast um að tryggja sig inn í úrslitakeppnina og fá þar verðugan andstæðing til að rétta sig af. Kristófer: Munum hvernig fór í fyrra„Við vorum bara að spila saman maður“, sagði Kristófer Acox sem skiljanlega var mjög ánægður með sigurinn á móti Stjörnunni í kvöld. „Loksins fannst mér við ná að vera á sömu blaðsíðunni allan leikinn. Við vissum að þetta væri heitasta liðið í deildinni og hafa ekki tapað leik síðan við töpuðum fyrir þeim fyrir áramót seinast þannig að við vissum að þetta yrði erfit verkefni. Við héldum haus allan tímann og spiluðum okkar leik og eigum ennþá Jón Arnór inni. Þannig að mér líst mjög vel á þetta“. Kristófer var spurður í það hvort varnarleikur KR-inga væri að komast í gott lag en á löngum köflum í leiknum leit sóknarleikur Stjörnumanna út fyrir að vera mjög stirður. „Við vitum að þeir vilja spila á háu tempói og eru með Ægi og Brandon sem geta keyrt fljótt upp völlinn þannig að við einbeittum okkur að því að hægja á þeim og þegar við náum að halda þeim á hálfum velli þá réðum við betur við þá og gerðum þeim erfitt fyrir.“ Um Michael Di Nunno sem virðist vera búinn að finna fjölina sína aftur eftir meiðsli sagði Kristófer: „Það munar um hann sérstaklega þegar við náum boltanum af liðum og getum keyrt hratt á þau með svona snöggan gæa eins og Mike. Hann er líka að setja skotin sín og er loksins kominn með sjálfstraustið sitt aftur eftir að hafa dottið pínu niður og ég er mjög ánægður með að fá hann til baka“. KR er enn í baráttunni um heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og var Kristófer beðinn um að leggja mat á framhaldið. „Við erum enn að skoða þriðja sætið. Við eigum tvo leiki eftir og þurfum að vinna þá og einbeita okkur að því að vera góðir í úrslitakeppninni munandi það sem gerðist í fyrra þegar við lentum í fjórða sæti. Við erum bara að vinna í okkur og ekki að spá í hinum“. Hlynur: Datt ekki með okkur í dag„Við vorum slakir varnarlega í fyrri hálfleik og þar var lítill ákafi í fyrri háfleik og það leit út fyrir að við værum orðnir ansi góðu vanir. KR-ingar spiluðu bara mjög, ég hef ekki séð þá spila svona vel í langan tíma það var kraftur í þeim og það leit út fyrir ða þetta skipti þá meira máli heldur en okkur. Þeir fengu svo einstaklingsframmistöður sem skiptu miklu máli. Vörnin batnaði í seinni hálfleik en að sama skapi náðum við ekki að klára leikinn þar sem hlutir duttu ekki með okkur. Lukkudísirnar voru með okkur í seinasta leik en ekki núna. Svona er lífið“, sagði Hlynur Bæringsson þegar hann var spurður að því hvað hafi klikkað hjá Stjörnunni í kvöld. „Í seinni hálfleik vorum við aðeins stirðari í sókninni og eins og að við höfum aðeins leitað of mikið að Brandon. Í fyrri hálfleik skoruðum við 44 stig sem er feykinóg og vorum við að galopna þá út um allt en í seinni hálfleik duttum við í það að treysta of mikið á Brandon enda er hann duglegur og góður í að búa sér til færi en við hefðum mátt aðeins breyta til í restina. Það er auðvelt að vera vitur eftir á og reyndum að setja upp góð „match-up“ og fengum þau yfirleitt en þetta bara gekk ekki upp“. Þá var hann spurður hvort Stjörnumenn hafi verið komnir of langt í huganum en þetta tap batt enda á 11 leikja sigurgöngu og var deildarmeistartitilinn í sjónmáli fyrir þá. „Við vorum alls ekki komnir of langt í huganum, ég veit ekki hvert við eigum að hafa verið farnir. Við vorum jú á góðum sprett en KR er náttúrlega með gott lið og voru á sínum heimavelli og ef þeir ætla að spila eins og þeir séu mótiveraðari heldur en við þá verður það alltaf mjög erfitt. Við vorum ekki komnir með hugann við neitt annað en að spila hér“. Dominos-deild karla
Það var mikið undir í leik KR og Stjörnunnar sem mættust í DHL höllinni fyrr í kvöld í seinasta leik 20. umferðar Dominos deildar karla í körfuknattleik. Það sást best á því ða fyrstu mínúturnar fóru í að klikka á skotum og missa boltann klaufalega frá sér og átti það við bæði lið. Leikmennirnir komust svo í betri takt við leikinn og eftir að Stjarnan náði örlitlu frumkvæði þá komust KR-ingar í góðan gír, náðu forskotinu og völdunum á leiknum. Heimamenn leiddur 23-19 eftir fyrsta leikhluta og var það Michael Di Nunno sem leiddi liðið sitt. Annar leikhluti var svipaður og sá fyrri þar sem KR var með frumkvæðið og héldu þeir forskotinu en liðin skourðu jafnmörg stig og því var staðan 48-44 í hálfleik. Michael Di Nunno og Julian Boyd voru mennirnir hjá KR á meðan Brandon Rozzell dró sína menn áfram og sá til þess að þeir voru ekki lengra frá gestgjöfunum í hálfleik en raunin var. Stjörnumenn komu beittari út í seinnni hálfleik en mistókst að jafna leikinn þangað til lítið var eftir af þriðja leikhluta en það voru þriggja stiga skotin sem komu Stjörnumönnum þangað sem þeir þurftu að komast en annars var sóknarleikur þeirra mjög stirður á löngum köflum. Stjörnumenn leiddu með þremur stigum fyrir síðasta leikhlutann og héldu örugglega margir að núna kæmust þeir á skriðið sem virðist vera nauðsynlegt hjá þeim til að vinna leiki. Staðan 65-68 fyrir lokaátökin. Gestirnir byrjuðu betur í fjórða leikhluta en þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum náðu heimamenn góðum varnarleik upp, nöguðu niður forskot Stjörnumanna og náðu loks að vinna sér í haginn fjögurra stiga forskot þegar stutt var eftir. KR-ingar náðu að halda Stjörnumönnum skrefinu fyrir aftan sig lokahlutann þegar í hönd fór mikill vítalínu kapall en þegar um fimm sekúnundur voru eftir þá hafði KR þriggja stig forystu en brotið var á Brandon Rozzell óíþróttamannslega. Hann minnkaði muninn niður í eitt stig af vítalínunni og fékk hann að lokum boltann til að skora sigur körfuna en vörn KR hélt og þeir fara heim með stigin. Lokatölur 88-87 og KR-ingar eru enn með augun á því að ná fjórða sætinu allavega og hafa heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnnar.Afhverju vann KR?Þeir fundu sinn styrk í kvöld og höfðu síðan örlitla heppni með sér í lokin að Rozzell geigaði á lokaskotinu. KR-ingar sköpuðu sér þó þessa heppni þar sem þeir náðu að spila mjög góðan varnarleik á lokamínútum leiksins sem skóp forskotið og svo héldu þeir ákafanum þegar kom að því að verjast lokasókninni.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Stjörnunnar var mjög stirður á löngum köflum og hefði ekki notið við þriggja stiga hittni liðsins, sem var á tímabili hátt í 50%, þá hefðu þeir líklega tapað með meiri mun. Þetta minnti mann á sóknarleik þeirra rétt áður en þeir fengu Brandon Rozzell til sín og voru í slæmum málum.Tölfræði sem vekur athygli?Þetta er fjórði leikurinn í vetur sem Stjarnan spilar og er merktur sem jafn leikur í stöðutöflu KKÍ. Þetta er einnig fjórði þannig leikurinn sem Stjarnan tapar í vetur. Nú veit ég ekki hvað veldur en það er óvanalegt að lið sem er svona hæfileikaríkt geti ekki lokað jöfnum leikjum. KR hinsvegar var að spila sinn fimmta leik sem var jafn og í fimmta skipti unnu þeir þannig leik. Í þessu KR liði eru náttúrlega reynsluboltar og kannski er það það sem skiptir máli að margir af þeim hafa spilað saman áður og lengi og þekkja hvorn annan út og inn.Bestu menn vallarins?Julian Boyd og Mike Di Nunno fóru fyrir sínum mönnum í KR. Julian skoraði 28 stig og reif niður 13 frákost og Mike skoraði 27 stig. Hjá Stjörnunni var það Brandon Rozzell sem skaraði fram úr, bæði í stigaskori og frammistöðu. Hann skoraði 29 stig en aðrir leikmenn hafa átt betri leik sóknarlega sérstaklega.Hvað gerist næst?KR fer upp í Breiðholtið og etur kappi við ÍR sem er í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppni en það verður líklega ansi erfiður leikur. Stjörnumenn fá þá Grindvíkinga í heimsókn sem einnig eru að berjast um að tryggja sig inn í úrslitakeppnina og fá þar verðugan andstæðing til að rétta sig af. Kristófer: Munum hvernig fór í fyrra„Við vorum bara að spila saman maður“, sagði Kristófer Acox sem skiljanlega var mjög ánægður með sigurinn á móti Stjörnunni í kvöld. „Loksins fannst mér við ná að vera á sömu blaðsíðunni allan leikinn. Við vissum að þetta væri heitasta liðið í deildinni og hafa ekki tapað leik síðan við töpuðum fyrir þeim fyrir áramót seinast þannig að við vissum að þetta yrði erfit verkefni. Við héldum haus allan tímann og spiluðum okkar leik og eigum ennþá Jón Arnór inni. Þannig að mér líst mjög vel á þetta“. Kristófer var spurður í það hvort varnarleikur KR-inga væri að komast í gott lag en á löngum köflum í leiknum leit sóknarleikur Stjörnumanna út fyrir að vera mjög stirður. „Við vitum að þeir vilja spila á háu tempói og eru með Ægi og Brandon sem geta keyrt fljótt upp völlinn þannig að við einbeittum okkur að því að hægja á þeim og þegar við náum að halda þeim á hálfum velli þá réðum við betur við þá og gerðum þeim erfitt fyrir.“ Um Michael Di Nunno sem virðist vera búinn að finna fjölina sína aftur eftir meiðsli sagði Kristófer: „Það munar um hann sérstaklega þegar við náum boltanum af liðum og getum keyrt hratt á þau með svona snöggan gæa eins og Mike. Hann er líka að setja skotin sín og er loksins kominn með sjálfstraustið sitt aftur eftir að hafa dottið pínu niður og ég er mjög ánægður með að fá hann til baka“. KR er enn í baráttunni um heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og var Kristófer beðinn um að leggja mat á framhaldið. „Við erum enn að skoða þriðja sætið. Við eigum tvo leiki eftir og þurfum að vinna þá og einbeita okkur að því að vera góðir í úrslitakeppninni munandi það sem gerðist í fyrra þegar við lentum í fjórða sæti. Við erum bara að vinna í okkur og ekki að spá í hinum“. Hlynur: Datt ekki með okkur í dag„Við vorum slakir varnarlega í fyrri hálfleik og þar var lítill ákafi í fyrri háfleik og það leit út fyrir að við værum orðnir ansi góðu vanir. KR-ingar spiluðu bara mjög, ég hef ekki séð þá spila svona vel í langan tíma það var kraftur í þeim og það leit út fyrir ða þetta skipti þá meira máli heldur en okkur. Þeir fengu svo einstaklingsframmistöður sem skiptu miklu máli. Vörnin batnaði í seinni hálfleik en að sama skapi náðum við ekki að klára leikinn þar sem hlutir duttu ekki með okkur. Lukkudísirnar voru með okkur í seinasta leik en ekki núna. Svona er lífið“, sagði Hlynur Bæringsson þegar hann var spurður að því hvað hafi klikkað hjá Stjörnunni í kvöld. „Í seinni hálfleik vorum við aðeins stirðari í sókninni og eins og að við höfum aðeins leitað of mikið að Brandon. Í fyrri hálfleik skoruðum við 44 stig sem er feykinóg og vorum við að galopna þá út um allt en í seinni hálfleik duttum við í það að treysta of mikið á Brandon enda er hann duglegur og góður í að búa sér til færi en við hefðum mátt aðeins breyta til í restina. Það er auðvelt að vera vitur eftir á og reyndum að setja upp góð „match-up“ og fengum þau yfirleitt en þetta bara gekk ekki upp“. Þá var hann spurður hvort Stjörnumenn hafi verið komnir of langt í huganum en þetta tap batt enda á 11 leikja sigurgöngu og var deildarmeistartitilinn í sjónmáli fyrir þá. „Við vorum alls ekki komnir of langt í huganum, ég veit ekki hvert við eigum að hafa verið farnir. Við vorum jú á góðum sprett en KR er náttúrlega með gott lið og voru á sínum heimavelli og ef þeir ætla að spila eins og þeir séu mótiveraðari heldur en við þá verður það alltaf mjög erfitt. Við vorum ekki komnir með hugann við neitt annað en að spila hér“.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum