Innlent

„Ég lít á þennan dag sem frelsisdag“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sólveig Anna segir að dómurinn verði að falla Eflingu í hag til þess að hægt sé að sýna að verkafólk sé meira en bara vinnutól.
Sólveig Anna segir að dómurinn verði að falla Eflingu í hag til þess að hægt sé að sýna að verkafólk sé meira en bara vinnutól. Vísir/vilhelm
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er vongóð um dómur Félagsdóms í máli Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu falli þeim í hag.

Klukkan 13.00 verður kveðinn upp dómur í Félagsdómi um lögmæti boðaðs verkfalls hótelstarfsmanna á morgun.

„Ég er enn þá afskaplega bjartsýn á að það verði dæmt okkur í vil og að verkfallið verði á morgun,“ segir Sólveig í samtali við Vísi.

Hún segir að dómurinn verði að falla þeim í vil til þess að:

„Þetta er mikilvæg stund fyrir okkur láglaunakonur að fá þetta tækifæri, loksins, ekki aðeins að fá að leggja niður störf heldur líka að fá að vera saman á okkar forsendum, frjálsar undan því að yfirmenn, stjórar og þau sem fara með dagskrárvaldið í íslensku samfélagi séu ávallt að skipa okkur fyrir og segja okkur hvers virði við erum og stilla upp tilveru okkar, á endanum, sem einskis virði – og sérstaklega einskis virði ef við erum ekki í vinnunni. Ég lít á þennan dag sem frelsisdag.“

Hún segir að það sé ekki síst tilgangur verkfalla að valdefla láglaunafólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×