Umfjöllun og viðtöl: Valur - Skallagrímur 100-77 | Valsmenn felldu Skallagrím Helgi Hrafn Ólafsson í Origo-höllinni að Hlíðarenda skrifar 7. mars 2019 23:00 vísir/bára Það var háspennuleikur í Origo-höllinni í kvöld í úrvalsdeild karla þegar Valur tók á móti Skallagrími í slag um það hvort liðið myndi vera í fallbaráttu það sem eftir væri deildarkeppninnar. Ef að Valsmenn ynnu væru þeir tryggðir áfram í úrvalsdeild karla að ári en ef að Skallagrímur ynni ættu þeir ennþá von um að halda sér uppi að ári. Eftir spennandi fyrri hálfleik skildi Valur hins vegar gestina eftir, juku forskotið fram að leikslokum og unnu öruggan sigur, 100-77. Heimamenn byrjuðu leikinn sterkar og náðu fljótt góðri forystu með skotsýningu í boði allra sem voru inni á vellinum. Hvert skotið af öðru fór niður og í fyrstu leit út eins og það myndi ekki vera neitt spennandi við þennan leik. Skallagrímur tók þó fljótlega við sér og náðu að setja nokkur skot til að missa heimaliðið ekki of langt frá sér. Liðin hófu að skiptast á áhlaupum en Valsmenn náðu að halda gestunum frá sér í fyrsta leikhluta svo staðan var 26-16 eftir 10 mínútur. Gestirnir úr Borgarfirðinum sýndu betri sóknartakta í öðrum leikhlutanum og fóru að sækja grimmt í sóknarfráköst og fengu þar af leiðandi fleiri tækifæri til sóknar. Þeir unnu annan leikhlutann vel, tóku gott áhlaup undir lok leikhlutans og voru aðeins tveimur stigum frá heimamönnum þegar hálfleiksflautan gall, 47-45. Skallagrímsmenn komu hálfsofandi inn í seinni hálfleikinn og fengu strax á sig 8 stig í röð áður en Finnur þjálfari tók loks leikhlé til að messa yfir sínum mönnum. Hann hafði þó ekki erindi sem erfiði og munurinn breikkaði áfram þrátt fyrir hróp og köll þjálfara og bekkjarins af hliðarlínunni. Valsarar voru funheitir og hittu áfram mjög vel fyrir utan þriggja stiga línuna. Borgnesingar klóruðu aðeins í bakkann undir lok fjórðungsins og gátu með sterkum lokaleikhluta ennþá haldið sér frá falli. Ekkert virtist vilja ofan í hjá Skallagrím í fjórða leikhluta og þeir voru löngu farnir að hengja haus og jafnvel skammast út í dómara og liðsfélaga sína inni á vellinum. Bæði lið skiptu að lokum varamönnum sínum inn á og leiknum lauk með yfirburðarsigri Vals, 100-77.Af hverju vann Valur? Skotnýting Vals var frábær í kvöld og þá sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Þeir settu yfir helming allra þristanna sinna og hreinlega drekktu Skallagrími í þriggja stiga körfum. Skallagrímur voru andlausir og án lífsmarks í seinni hálfleik og farnir að hengja haus og kvarta í dómurum áður en hálfur þriðji leikhlutinn var liðinn. Þeir hefðu frekar átt að einbeita sér að vörninni sinni.Hverjir stóðu upp úr? Þrír Valsarar skoruðu 20 stig eða meira í kvöld og þeir settu líka allir 4 þrista eða fleiri. Það voru þeir Dominique Rambo, Austin Magnús Bracey og Nicholas Schlitzer. Þriggja stiga skotnýting þeirra samanlögð var 14 hitt í 21 tilraunum, eða 67%! Rambo var þó fremstur meðal jafningja, en ásamt því að skora 24 stig gaf hann 8 stoðsendingar, stal 5 boltum og tók 4 fráköst. Hann lauk leik með 33 í framlag. Hjá Skallagrími var Bjarni Guðmann Jónsson sá eini sem virtist vera að berjast allan tímann og átti fínan leik fyrir Borgnesinga; 22 stig, 10 fráköst og 2 stoðsendingar. Aundre Jackson var eini aðri liðsmaðurinn sem komst í 20 stig fyrir Skallagrím.Hvað gekk illa? Skallagrímsmenn komu flatir inn í byrjun leiksins en náðu að vakna í öðrum leikhlutanum og minnka muninn. Það sama var ekki upp á teningnum í seinni hálfleik. Þeir byrjuðu flatir og enduðu flatir. Ekkert í gangi hjá þeim og það merkilegasta er að þeir hafi þó náð að skora 77 stig miðað við frammistöðuna í seinni hálfleiknum. Valur slakaði óþarflega mikið á í öðrum leikhlutanum og hleyptu Skallagrími upp en náðu að skella í lás í seinni og klára leikinn örugglega.Hvað tekur við? Þá er Valur tryggir uppi í úrvalsdeild að ári og geta farið að einbeita sér að því að reyna að lauma sér inn í úrslitakeppnissæti. Þeir hafa innbyrðis viðureignina gegn Grindavík og Haukum og geta mögulega komið sér í 8. sætið ef að allt gengur upp hjá þeim. Þeir eiga næst leik við Keflavík, sunnudaginn 10. mars kl.20:00 í beinni á Stöð 2 Sport 3. Skallagrímur er núna fallið og verður í 1. deild karla á næsta tímabili. Þetta er í annað skiptið í röð sem að þeir komast upp í úrvalsdeild og falla beint aftur niður. Þeir geta vonandi nælt sér í smá reynslu í seinustu tveim leikjum sínum í úrvalsdeild karla og farið í snemmbúið sumarfrí til að undirbúa næsta tímabil. Hver veit nema þeir fari beint aftur upp á næsta tímabili?Finnur: Getum ekki drullast til að sýna pínu hjarta. „Þetta er bara hundfúlt. Það er eins og menn hafi sofnað í seinni hálfleik og það grátlega við þetta er að við getum ekki drullast til að sýna pínu hjarta, allir sem einn. Við vorum eins og flatir aumingjar í byrjun seinni hálfleiks ef við tölum bara íslensku.“ Finnur Jónsson var að vonum ósáttur eftir tap gegn Val í kvöld og fór ekki fögrum orðum um frammistöðu sinna manna enda situr Skallagrímur núna kyrfilega í fallsætinu. Skallagrímsmenn máttu alls ekki við þessum ósigri í kvöld og eru núna endanlega komnir í fallsætið í úrvalsdeild karla. Í leik við Val sem var vissulega upp á líf og dauða í úrvalsdeildinni þá töpuðu Borgnesingar með 23 stigum og virtust andlausir seinustu 10 mínútur leiksins. „Það er bara mjög sorglegt miðað við stöðuna sem við vorum í að leyfa sér að mæta svona í þennan leik,“ sagði Finnur um liðið sitt að leik loknum. Skallagrímur mun þá spila í 1. deild karla næsta tímabil en Finnur vill ekki hugsa svo langt alveg strax: „Við eigum eftir tvo leiki í þessari deild og við ætlum að reyna að gera okkar allra besta þar. Seinustu leikirnir verða bara upp á stoltið og að reyna að verða betri í þessari íþrótt. Það er drullufúlt að koma hérna og sýna svona frammistöðu í dag.“Ágúst Björgvinsson: Reynum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals var sáttur eftir að lið hans náði að tryggja sér áframhaldandi sæti í úrvalsdeild karla að ári með sigri á Skallagrími í kvöld. Aðspurður um aæsodfjæao fyrri hálfleik sagði hann að Valur hefði hreinlega hleypt Skallagrími aftur inn í leikinn með of mörgum sóknarfráköstum í öðrum leikhluta. „Við bara fráköstuðum ekki neitt í öðrum leikhlutanum og fórum yfir það í hálfleik. Við fórum bara yfir það og löguðum það. Vörnin var bara fín en þeir átu okkur bara í fráköstum. Þess vegna komust þeir aftur inn í leikinn og við bara löguðum það.“ Það virðist hafa gengið eftir því að Valur skoraði 53 stig í seinni hálfleik gegn aðeins 32 stigum Skallagríms. Þeir eru þó strax farnir að huga að næsta leik: „Við ætlum bara að vinna næsta leik og spila eins vel og við getum.“ Sá leikur verður gegn Keflavík á sunnudaginn (10. mars) kl.20:00 í beinni á Stöð 2 Sport 3 og Ágúst er vissulega meðvitaður um mikilvægi þess að vinna næstu tvo leiki til að eiga möguleika á úrslitakeppnissæti. „Ég er bara að reyna einbeita mér að okkur sjálfum að við sem heild reynum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum. Það er bara nr. 1, 2 og 3.“Raggi Nat: Ég vissi að við vorum aldrei að fara falla. „Ég hafði aldrei neinar sérstakar áhyggjur af þessu. Mér fannst við alltaf betri en þessi tvö neðstu lið, svona með fullri virðingu fyrir þeim.“ Ragnar Nathaníelsson sagði þó að Valsarar væru mjög duglegir að vera sjálfum sér verstir. Í hálfleik hafi þeir rætt saman um hvað þyrfti að batna seinni 20 mínútur leiksins og það gekk eftir: „Við bara fórum yfir það sem þurfti að gera betur. Við vorum ekki að stíga nægilega vel út og Bjarni Guðmann hélt þeim inni í leiknum lengi vel. Hann átti bara frábæran leik fyrir Skallana og var líflínan þeirra lengst af.“ Valur getur núna einbeitt sér að því að reyna að komast inn í úrslitakeppnina og Raggi er alveg meðvitaður um að það er hægara sagt en gert. „Við erum bara að hugsa einn leik í einu og eigum gríðarlega erfiðan leik á sunnudaginn á móti Keflavík. Þurfum bara að einbeita okkur að því, fyrst og fremst. Ef við vinnum hann þá förum við kannski að pæla meira í úrslitakeppninni en það eru ennþá tveir leikir eftir og við verðum að vinna þá báða.“ Dominos-deild karla
Það var háspennuleikur í Origo-höllinni í kvöld í úrvalsdeild karla þegar Valur tók á móti Skallagrími í slag um það hvort liðið myndi vera í fallbaráttu það sem eftir væri deildarkeppninnar. Ef að Valsmenn ynnu væru þeir tryggðir áfram í úrvalsdeild karla að ári en ef að Skallagrímur ynni ættu þeir ennþá von um að halda sér uppi að ári. Eftir spennandi fyrri hálfleik skildi Valur hins vegar gestina eftir, juku forskotið fram að leikslokum og unnu öruggan sigur, 100-77. Heimamenn byrjuðu leikinn sterkar og náðu fljótt góðri forystu með skotsýningu í boði allra sem voru inni á vellinum. Hvert skotið af öðru fór niður og í fyrstu leit út eins og það myndi ekki vera neitt spennandi við þennan leik. Skallagrímur tók þó fljótlega við sér og náðu að setja nokkur skot til að missa heimaliðið ekki of langt frá sér. Liðin hófu að skiptast á áhlaupum en Valsmenn náðu að halda gestunum frá sér í fyrsta leikhluta svo staðan var 26-16 eftir 10 mínútur. Gestirnir úr Borgarfirðinum sýndu betri sóknartakta í öðrum leikhlutanum og fóru að sækja grimmt í sóknarfráköst og fengu þar af leiðandi fleiri tækifæri til sóknar. Þeir unnu annan leikhlutann vel, tóku gott áhlaup undir lok leikhlutans og voru aðeins tveimur stigum frá heimamönnum þegar hálfleiksflautan gall, 47-45. Skallagrímsmenn komu hálfsofandi inn í seinni hálfleikinn og fengu strax á sig 8 stig í röð áður en Finnur þjálfari tók loks leikhlé til að messa yfir sínum mönnum. Hann hafði þó ekki erindi sem erfiði og munurinn breikkaði áfram þrátt fyrir hróp og köll þjálfara og bekkjarins af hliðarlínunni. Valsarar voru funheitir og hittu áfram mjög vel fyrir utan þriggja stiga línuna. Borgnesingar klóruðu aðeins í bakkann undir lok fjórðungsins og gátu með sterkum lokaleikhluta ennþá haldið sér frá falli. Ekkert virtist vilja ofan í hjá Skallagrím í fjórða leikhluta og þeir voru löngu farnir að hengja haus og jafnvel skammast út í dómara og liðsfélaga sína inni á vellinum. Bæði lið skiptu að lokum varamönnum sínum inn á og leiknum lauk með yfirburðarsigri Vals, 100-77.Af hverju vann Valur? Skotnýting Vals var frábær í kvöld og þá sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Þeir settu yfir helming allra þristanna sinna og hreinlega drekktu Skallagrími í þriggja stiga körfum. Skallagrímur voru andlausir og án lífsmarks í seinni hálfleik og farnir að hengja haus og kvarta í dómurum áður en hálfur þriðji leikhlutinn var liðinn. Þeir hefðu frekar átt að einbeita sér að vörninni sinni.Hverjir stóðu upp úr? Þrír Valsarar skoruðu 20 stig eða meira í kvöld og þeir settu líka allir 4 þrista eða fleiri. Það voru þeir Dominique Rambo, Austin Magnús Bracey og Nicholas Schlitzer. Þriggja stiga skotnýting þeirra samanlögð var 14 hitt í 21 tilraunum, eða 67%! Rambo var þó fremstur meðal jafningja, en ásamt því að skora 24 stig gaf hann 8 stoðsendingar, stal 5 boltum og tók 4 fráköst. Hann lauk leik með 33 í framlag. Hjá Skallagrími var Bjarni Guðmann Jónsson sá eini sem virtist vera að berjast allan tímann og átti fínan leik fyrir Borgnesinga; 22 stig, 10 fráköst og 2 stoðsendingar. Aundre Jackson var eini aðri liðsmaðurinn sem komst í 20 stig fyrir Skallagrím.Hvað gekk illa? Skallagrímsmenn komu flatir inn í byrjun leiksins en náðu að vakna í öðrum leikhlutanum og minnka muninn. Það sama var ekki upp á teningnum í seinni hálfleik. Þeir byrjuðu flatir og enduðu flatir. Ekkert í gangi hjá þeim og það merkilegasta er að þeir hafi þó náð að skora 77 stig miðað við frammistöðuna í seinni hálfleiknum. Valur slakaði óþarflega mikið á í öðrum leikhlutanum og hleyptu Skallagrími upp en náðu að skella í lás í seinni og klára leikinn örugglega.Hvað tekur við? Þá er Valur tryggir uppi í úrvalsdeild að ári og geta farið að einbeita sér að því að reyna að lauma sér inn í úrslitakeppnissæti. Þeir hafa innbyrðis viðureignina gegn Grindavík og Haukum og geta mögulega komið sér í 8. sætið ef að allt gengur upp hjá þeim. Þeir eiga næst leik við Keflavík, sunnudaginn 10. mars kl.20:00 í beinni á Stöð 2 Sport 3. Skallagrímur er núna fallið og verður í 1. deild karla á næsta tímabili. Þetta er í annað skiptið í röð sem að þeir komast upp í úrvalsdeild og falla beint aftur niður. Þeir geta vonandi nælt sér í smá reynslu í seinustu tveim leikjum sínum í úrvalsdeild karla og farið í snemmbúið sumarfrí til að undirbúa næsta tímabil. Hver veit nema þeir fari beint aftur upp á næsta tímabili?Finnur: Getum ekki drullast til að sýna pínu hjarta. „Þetta er bara hundfúlt. Það er eins og menn hafi sofnað í seinni hálfleik og það grátlega við þetta er að við getum ekki drullast til að sýna pínu hjarta, allir sem einn. Við vorum eins og flatir aumingjar í byrjun seinni hálfleiks ef við tölum bara íslensku.“ Finnur Jónsson var að vonum ósáttur eftir tap gegn Val í kvöld og fór ekki fögrum orðum um frammistöðu sinna manna enda situr Skallagrímur núna kyrfilega í fallsætinu. Skallagrímsmenn máttu alls ekki við þessum ósigri í kvöld og eru núna endanlega komnir í fallsætið í úrvalsdeild karla. Í leik við Val sem var vissulega upp á líf og dauða í úrvalsdeildinni þá töpuðu Borgnesingar með 23 stigum og virtust andlausir seinustu 10 mínútur leiksins. „Það er bara mjög sorglegt miðað við stöðuna sem við vorum í að leyfa sér að mæta svona í þennan leik,“ sagði Finnur um liðið sitt að leik loknum. Skallagrímur mun þá spila í 1. deild karla næsta tímabil en Finnur vill ekki hugsa svo langt alveg strax: „Við eigum eftir tvo leiki í þessari deild og við ætlum að reyna að gera okkar allra besta þar. Seinustu leikirnir verða bara upp á stoltið og að reyna að verða betri í þessari íþrótt. Það er drullufúlt að koma hérna og sýna svona frammistöðu í dag.“Ágúst Björgvinsson: Reynum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals var sáttur eftir að lið hans náði að tryggja sér áframhaldandi sæti í úrvalsdeild karla að ári með sigri á Skallagrími í kvöld. Aðspurður um aæsodfjæao fyrri hálfleik sagði hann að Valur hefði hreinlega hleypt Skallagrími aftur inn í leikinn með of mörgum sóknarfráköstum í öðrum leikhluta. „Við bara fráköstuðum ekki neitt í öðrum leikhlutanum og fórum yfir það í hálfleik. Við fórum bara yfir það og löguðum það. Vörnin var bara fín en þeir átu okkur bara í fráköstum. Þess vegna komust þeir aftur inn í leikinn og við bara löguðum það.“ Það virðist hafa gengið eftir því að Valur skoraði 53 stig í seinni hálfleik gegn aðeins 32 stigum Skallagríms. Þeir eru þó strax farnir að huga að næsta leik: „Við ætlum bara að vinna næsta leik og spila eins vel og við getum.“ Sá leikur verður gegn Keflavík á sunnudaginn (10. mars) kl.20:00 í beinni á Stöð 2 Sport 3 og Ágúst er vissulega meðvitaður um mikilvægi þess að vinna næstu tvo leiki til að eiga möguleika á úrslitakeppnissæti. „Ég er bara að reyna einbeita mér að okkur sjálfum að við sem heild reynum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum. Það er bara nr. 1, 2 og 3.“Raggi Nat: Ég vissi að við vorum aldrei að fara falla. „Ég hafði aldrei neinar sérstakar áhyggjur af þessu. Mér fannst við alltaf betri en þessi tvö neðstu lið, svona með fullri virðingu fyrir þeim.“ Ragnar Nathaníelsson sagði þó að Valsarar væru mjög duglegir að vera sjálfum sér verstir. Í hálfleik hafi þeir rætt saman um hvað þyrfti að batna seinni 20 mínútur leiksins og það gekk eftir: „Við bara fórum yfir það sem þurfti að gera betur. Við vorum ekki að stíga nægilega vel út og Bjarni Guðmann hélt þeim inni í leiknum lengi vel. Hann átti bara frábæran leik fyrir Skallana og var líflínan þeirra lengst af.“ Valur getur núna einbeitt sér að því að reyna að komast inn í úrslitakeppnina og Raggi er alveg meðvitaður um að það er hægara sagt en gert. „Við erum bara að hugsa einn leik í einu og eigum gríðarlega erfiðan leik á sunnudaginn á móti Keflavík. Þurfum bara að einbeita okkur að því, fyrst og fremst. Ef við vinnum hann þá förum við kannski að pæla meira í úrslitakeppninni en það eru ennþá tveir leikir eftir og við verðum að vinna þá báða.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum