Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Grindavík 73-83 | Mikilvægur sigur Grindvíkinga Skúli Arnarson skrifar 7. mars 2019 22:15 vísir/vilhelm Það var mikið undir í kvöld þegar Grindavík sigraði Hauka með tíu stigum, 73-83, í Schenker höllinni í Hafnarfirði. Fyrir leik kvöldsins voru liðin jöfn að stigum með 16 stig eftir 19 umferðir og í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Grindavík byrjaði betur og voru að hitta mjög vel úr þriggja stiga skotum sínum í fyrsta leikhluta. Þegar fyrsta leikhluta lauk var Grindavík með fimm stiga forystu, 22-27. Eftir um fimm mínútur í öðrum leikhluta voru Grindvíkingar komnir með 14 stiga forystu. Sóknarleikur Hauka gekk illa, ekki afþví að þeir voru ekki að skapa sér góð skot heldur afþví að þeir voru að hitta mjög illa. Þegar flautað var til hálfleiks var Grindavík með tíu stiga forystu, 38-48. Lewis Clinch Jr. var frábær í fyrri hálfleik með 19 stig fyrir Grindavík og Russell Woods var atkvæðamestur Haukameginn með 12 stig. Þegar um sex mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta voru Grindavík yfir með 13 stigum og tveir af byrjunarliðsmönnum Hauka voru komnir með fjórar villur. Þá hinsvegar kom áhlaup frá Haukum og þegar þriðja leikhluta lauk munaði aðeins þremur stigum á liðunum, 56-59. Grindavík voru hinsvegar sterkari í fjórða leikhluta og sigurinn í rauninni aldrei í hættu. Þegar flautað var til leiksloka var munurinn tíu stig, 73-83. Eftir leik kvöldsins er Grindavík með 18 stig í sjöunda sætinu og það þarf mikið að gerast svo að þeir tryggi sér ekki sæti í úrslitakeppninni. Haukar sitja hinsvegar í níunda sæti með 16 stig og eftir sigur ÍR í kvöld er orðið ansi ólíklegt að þeir komist í úrslitakeppnina. vísir/vilhelmHvers vegna vann Grindavík? Grindavík var að hitta talsvert betur en Haukar og alltaf þegar Haukar gerðu sig líklega til að komast af alvöru inn í leikinn þá skoruðu Grindavík stórar körfur og þögguðu niður í Haukum. Hverjir stóðu upp úr? Í liði Grindavíkur var Lewis Clinch Jr. frábær með 27 stig. Næstir á eftir honum komu Jordy Kuiper með 17 stig og Ólafur Ólafsson með 12. Í liði Hauka var Russell Woods atkvæðamestur með 22 stig. Næstir á eftir honum komu Hilmar Smári Henningsson og Daði Lár Jónsson með 14 stig hvor. Hvað gekk illa? Haukar voru ekki að hitta vel. Þeir hefðu þurft að hitta betur úr þriggja stiga skotum sínum til þess að skapa meira pláss fyrir Russell Woods undir körfunni, en Grindavík gat stigið frá skotmönnum Hauka og tví- og jafnvel þrídekkað Woods undir körfunni. Stærstar áhyggjumerkið á Grindavíkur liðinu er frammistaða Sigtryggs Arnars sem undir venjulegum kringumstæðum á að vera einn besti maður liðsins. Hann skoraði 4 stig í kvöld og var einungis með 14% nýtni úr skotum sínum. Ef að Grindavík ætlar að valda einhverjum usla í úrslitakeppninni þá verður Sigtryggur Arnar að stíga upp. Hvað gerist næst? Á sunnudaginn næstkomandi fara Haukar til Þorlákshafnar og leika við Þór Þorlákshöfn. Það er alveg ljóst að þeir þurfa sigur þar ætli þeir sér í úrslitakeppnina. Grindavík leikur hinsvegar við Stjörnuna í Garðabæ á þriðjudaginn en Stjarnan hefur verið á miklu skriði og er að leika best allra liða á landinu um þessar mundir. vísir/vilhelmÍvar: Þurfum að ná í sigur og sjá hverju það skilar okkur „Ég er bara svekktur. Við vorum því miður ekki nógu góðir. Þeirra lykilmenn voru bara betri í kvöld og þeir hittu úr stórum skotum. Við náðum því miður ekki að tengja saman stopp og körfur, það var kannski stærsta vandamálið hjá okkur,” sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka að leik loknum í kvöld. Ívar var svekktur með það hvernig hans lið hitti í kvöld og sagði að það hefði gert það að verkum að Russell Woods hefði ekki fengið mikið pláss undir körfunni. „Við vorum að hitta gríðarlega illa og þeir ná að pakka mikið niður á Russell. Stundum hittiru og stundum hittiru ekki og við skorum bara ekki nóg í kvöld til að vinna. Þetta er búið að vera svona í síðustu tveimur leikjum, lykilleikmenn okkar eru bara ekki að hitta nægilega vel.” Möguleikar Hauka á að komast í úrslitakeppnina minnkuðu til muna við þetta tap. Ívar segir að sínir menn þurfi bara að einbeita sér að næstu leikjum. „Möguleikar okkar minnkuðu talsvert núna í kvöld. Við þurfum að ná í sigur og sjá bara hverju það skilar. Það er stutt í næsta leik og við þurfum bara að undirbúa okkur vel undir hann. Við erum í smá vandræðum, Haukur meiddist í síðasta leik og var í vandræðum eins og sást í kvöld, hann var ekki á fullu og við þurfum hann sóknarlega.”vísir/vilhelmJóhann: Búið að blunda í mér í svolítinn tíma Jóhann Þór þjálfari Grindavíkur var að vonum glaður í leikslok og segir að Grindavík fari brattir inn í síðustu tvo leiki tímabilsins. „Ég er mjög sáttur með holninguna og frammistöðuna hjá liðinu. Við vorum mjög góðir varnarlega, erum oft að ströggla með ákvarðannatökur í sókn en meðan vörnin er góð þá sleppur þetta.Við nálguðumst þetta vel og náðum í góðan sigur í mikilvægum leik. Núna erum við búnir að koma okkur vel fyrir þó að það sé ekkert klárt. Við förum bara brattir inn í þessa tvo leiki sem eftir eru.” Grindavík á Stjörnuna í næsta leik. Jóhann segir að þeir ætli bara að láta vaða á það. „Það var fullt af jákvæðum punktum sem við getum bætt ofaná í þessum leik. Við erum að fara í hörfkuleik við Stjörnuna á mánudaginn og látum bara vaða á það.” Það var tilkynnt í gær að Jóhann myndi ekki vera þjálfari Grindavíkurliðsins á næsta tímabili. „Þetta er búið að blunda í sjálfum mér í svolítinn tíma. Ég tilkynnti þetta í lok febrúar og svo var bara tekin ákvörðun um það að gera þetta svona upp á framhaldið. Það auðveldar öllum undirbúninginn fyrir næsta tímabil og mér sýnist þetta bara fara vel í mannskapinn.”vísir/vilhelmÓlafur: Erum til alls líklegir „Ég er mjög ánægður með það hvernig við mættum til leiks, sérstaklega varnarlega. Við vorum búnir að vera mjög vel stilltir alla vikuna og ég var mjög ánægður með að við vorum einbeittir í 40 mínútur í kvöld,” sagði Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, í leikslok. Ólafur var ánægður með andann í liðinu. „Það var góður andi í liðinu og menn voru bara tilbúnir. Ég fann það líka þegar menn fóru að koma af bekknum þá fann ég strax að það var vilji og kraftur í þeim.” Grindavík á Stjörnuna í næsta leik og Ólafi finnst Grindavík vera til alls líklegir með svona frammistöðu. „Ef við höldum áfram að spila svona þá erum við til alls líklegir. Við erum að fara í hörku verkefni gegn Stjörnunni, sem er besta lið landsins í dag. Það verður bara frábært verkefni fyrir okkur og við sjáum hvar við stöndum þar.” Í gær var það tilkynnt að Jóhann, bróðir Ólafs, myndi hætta með liðið eftir tímabilið. Ólafur telur að þetta hafi ekki áhrif á liðið. „Þetta hefur engin áhrif á okkur tel ég. Ég er búinn að vita þetta síðan í byrjun móts að þetta væri síðasta tímabilið hans. Hann er bara að hætta og við klárum þetta bara með stæl. Hann er ekkert að hoppa frá borði.” Dominos-deild karla
Það var mikið undir í kvöld þegar Grindavík sigraði Hauka með tíu stigum, 73-83, í Schenker höllinni í Hafnarfirði. Fyrir leik kvöldsins voru liðin jöfn að stigum með 16 stig eftir 19 umferðir og í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Grindavík byrjaði betur og voru að hitta mjög vel úr þriggja stiga skotum sínum í fyrsta leikhluta. Þegar fyrsta leikhluta lauk var Grindavík með fimm stiga forystu, 22-27. Eftir um fimm mínútur í öðrum leikhluta voru Grindvíkingar komnir með 14 stiga forystu. Sóknarleikur Hauka gekk illa, ekki afþví að þeir voru ekki að skapa sér góð skot heldur afþví að þeir voru að hitta mjög illa. Þegar flautað var til hálfleiks var Grindavík með tíu stiga forystu, 38-48. Lewis Clinch Jr. var frábær í fyrri hálfleik með 19 stig fyrir Grindavík og Russell Woods var atkvæðamestur Haukameginn með 12 stig. Þegar um sex mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta voru Grindavík yfir með 13 stigum og tveir af byrjunarliðsmönnum Hauka voru komnir með fjórar villur. Þá hinsvegar kom áhlaup frá Haukum og þegar þriðja leikhluta lauk munaði aðeins þremur stigum á liðunum, 56-59. Grindavík voru hinsvegar sterkari í fjórða leikhluta og sigurinn í rauninni aldrei í hættu. Þegar flautað var til leiksloka var munurinn tíu stig, 73-83. Eftir leik kvöldsins er Grindavík með 18 stig í sjöunda sætinu og það þarf mikið að gerast svo að þeir tryggi sér ekki sæti í úrslitakeppninni. Haukar sitja hinsvegar í níunda sæti með 16 stig og eftir sigur ÍR í kvöld er orðið ansi ólíklegt að þeir komist í úrslitakeppnina. vísir/vilhelmHvers vegna vann Grindavík? Grindavík var að hitta talsvert betur en Haukar og alltaf þegar Haukar gerðu sig líklega til að komast af alvöru inn í leikinn þá skoruðu Grindavík stórar körfur og þögguðu niður í Haukum. Hverjir stóðu upp úr? Í liði Grindavíkur var Lewis Clinch Jr. frábær með 27 stig. Næstir á eftir honum komu Jordy Kuiper með 17 stig og Ólafur Ólafsson með 12. Í liði Hauka var Russell Woods atkvæðamestur með 22 stig. Næstir á eftir honum komu Hilmar Smári Henningsson og Daði Lár Jónsson með 14 stig hvor. Hvað gekk illa? Haukar voru ekki að hitta vel. Þeir hefðu þurft að hitta betur úr þriggja stiga skotum sínum til þess að skapa meira pláss fyrir Russell Woods undir körfunni, en Grindavík gat stigið frá skotmönnum Hauka og tví- og jafnvel þrídekkað Woods undir körfunni. Stærstar áhyggjumerkið á Grindavíkur liðinu er frammistaða Sigtryggs Arnars sem undir venjulegum kringumstæðum á að vera einn besti maður liðsins. Hann skoraði 4 stig í kvöld og var einungis með 14% nýtni úr skotum sínum. Ef að Grindavík ætlar að valda einhverjum usla í úrslitakeppninni þá verður Sigtryggur Arnar að stíga upp. Hvað gerist næst? Á sunnudaginn næstkomandi fara Haukar til Þorlákshafnar og leika við Þór Þorlákshöfn. Það er alveg ljóst að þeir þurfa sigur þar ætli þeir sér í úrslitakeppnina. Grindavík leikur hinsvegar við Stjörnuna í Garðabæ á þriðjudaginn en Stjarnan hefur verið á miklu skriði og er að leika best allra liða á landinu um þessar mundir. vísir/vilhelmÍvar: Þurfum að ná í sigur og sjá hverju það skilar okkur „Ég er bara svekktur. Við vorum því miður ekki nógu góðir. Þeirra lykilmenn voru bara betri í kvöld og þeir hittu úr stórum skotum. Við náðum því miður ekki að tengja saman stopp og körfur, það var kannski stærsta vandamálið hjá okkur,” sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka að leik loknum í kvöld. Ívar var svekktur með það hvernig hans lið hitti í kvöld og sagði að það hefði gert það að verkum að Russell Woods hefði ekki fengið mikið pláss undir körfunni. „Við vorum að hitta gríðarlega illa og þeir ná að pakka mikið niður á Russell. Stundum hittiru og stundum hittiru ekki og við skorum bara ekki nóg í kvöld til að vinna. Þetta er búið að vera svona í síðustu tveimur leikjum, lykilleikmenn okkar eru bara ekki að hitta nægilega vel.” Möguleikar Hauka á að komast í úrslitakeppnina minnkuðu til muna við þetta tap. Ívar segir að sínir menn þurfi bara að einbeita sér að næstu leikjum. „Möguleikar okkar minnkuðu talsvert núna í kvöld. Við þurfum að ná í sigur og sjá bara hverju það skilar. Það er stutt í næsta leik og við þurfum bara að undirbúa okkur vel undir hann. Við erum í smá vandræðum, Haukur meiddist í síðasta leik og var í vandræðum eins og sást í kvöld, hann var ekki á fullu og við þurfum hann sóknarlega.”vísir/vilhelmJóhann: Búið að blunda í mér í svolítinn tíma Jóhann Þór þjálfari Grindavíkur var að vonum glaður í leikslok og segir að Grindavík fari brattir inn í síðustu tvo leiki tímabilsins. „Ég er mjög sáttur með holninguna og frammistöðuna hjá liðinu. Við vorum mjög góðir varnarlega, erum oft að ströggla með ákvarðannatökur í sókn en meðan vörnin er góð þá sleppur þetta.Við nálguðumst þetta vel og náðum í góðan sigur í mikilvægum leik. Núna erum við búnir að koma okkur vel fyrir þó að það sé ekkert klárt. Við förum bara brattir inn í þessa tvo leiki sem eftir eru.” Grindavík á Stjörnuna í næsta leik. Jóhann segir að þeir ætli bara að láta vaða á það. „Það var fullt af jákvæðum punktum sem við getum bætt ofaná í þessum leik. Við erum að fara í hörfkuleik við Stjörnuna á mánudaginn og látum bara vaða á það.” Það var tilkynnt í gær að Jóhann myndi ekki vera þjálfari Grindavíkurliðsins á næsta tímabili. „Þetta er búið að blunda í sjálfum mér í svolítinn tíma. Ég tilkynnti þetta í lok febrúar og svo var bara tekin ákvörðun um það að gera þetta svona upp á framhaldið. Það auðveldar öllum undirbúninginn fyrir næsta tímabil og mér sýnist þetta bara fara vel í mannskapinn.”vísir/vilhelmÓlafur: Erum til alls líklegir „Ég er mjög ánægður með það hvernig við mættum til leiks, sérstaklega varnarlega. Við vorum búnir að vera mjög vel stilltir alla vikuna og ég var mjög ánægður með að við vorum einbeittir í 40 mínútur í kvöld,” sagði Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, í leikslok. Ólafur var ánægður með andann í liðinu. „Það var góður andi í liðinu og menn voru bara tilbúnir. Ég fann það líka þegar menn fóru að koma af bekknum þá fann ég strax að það var vilji og kraftur í þeim.” Grindavík á Stjörnuna í næsta leik og Ólafi finnst Grindavík vera til alls líklegir með svona frammistöðu. „Ef við höldum áfram að spila svona þá erum við til alls líklegir. Við erum að fara í hörku verkefni gegn Stjörnunni, sem er besta lið landsins í dag. Það verður bara frábært verkefni fyrir okkur og við sjáum hvar við stöndum þar.” Í gær var það tilkynnt að Jóhann, bróðir Ólafs, myndi hætta með liðið eftir tímabilið. Ólafur telur að þetta hafi ekki áhrif á liðið. „Þetta hefur engin áhrif á okkur tel ég. Ég er búinn að vita þetta síðan í byrjun móts að þetta væri síðasta tímabilið hans. Hann er bara að hætta og við klárum þetta bara með stæl. Hann er ekkert að hoppa frá borði.”
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum