LeBron James skrifaði á skóna sína áður en hann komst upp fyrir Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2019 12:30 LeBron James bauð upo á tungu og allt saman eftir að hann komst upp fyrir Michael Jordan. Getty/Robert Laberge Körfuboltaskórnir hans LeBron James í nótt voru með sérstaka áletrun og gætu selst fyrir stóra upphæð ákveði hann einhvern tímann að setja þá á sölu. LeBron James komst í nótt upp fyrir átrúnaðargoðið sitt á listanum yfir í stigahæstu leikmenn í sögu NBA-deildarinnar. James þurfti þrettán stig til að fara upp fyrir Jordan en skoraði 31 stig í leiknum. Michael Jordan datt þar með niður í fimmta sætið og LeBron James er kominn upp í það fjórða. Nú eru aðeins Kareem Abdul-Jabbar, Karl Malone og Kobe Bryant fyrir ofan LeBron.1. Kareem 2. Malone 3. Kobe 4. LeBron 5. MJ@KingJames climbs past Michael Jordan in the pantheon of NBA all-time scoring leaders. pic.twitter.com/jMRC2RsYKv — SportsCenter (@SportsCenter) March 7, 2019Stundin í gær var mjög stór fyrir LeBron James sem hefur lifað við stanslausan samanburð við Michael Jordan í keppninni um hver sé besti leikmaður NBA frá upphafi. James hefur heldur ekki farið leynt með það að Jordan var hans fyrirmynd í körfuboltanum. Hann spilar meðal annars í treyju númer 23 vegna Michael Jordan. LeBron James has passed Michael Jordan for the fourth-most points in NBA history. pic.twitter.com/ULPfK5SzYj — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 7, 2019Michael Jordan hefur ennþá yfirburðarforystu á LeBron James í titlum (sex á móti þremur) en James er kominn yfir hann á flestum öðrum listum eins og sjá má hér fyrir neðan.LeBron James, in the playoffs and now also the regular season, has Michael Jordan beat in the following: Points Rebounds Assists Blocks FG% 3FG% TS% Offensive Win Shares Defensive Win Shares BPM VORP When it's all said & done, this isn't even going to be a debate. — nick wright (@getnickwright) March 7, 2019Það tók aftur á móti LeBron James mun lengri tíma að ná þessum tölum sínum en það tók Jordan að ná sínum. Jordan hætti líka í deildinni í meira en eitt og hálft ár þegar hann átti að vera upp á sitt besta og hefði því getað bætt verulega við sína tölfræði á þeim tímabilum.Congrats to LeBron for surpassing MJ on the All-time Scoring List It only took him - 150 more games - 4,942 more minutes - 868 more free throws - 3,202 more 3-pointers pic.twitter.com/OA3lkRlzhS — Michael Jordan (@PettyAirJordan) March 7, 2019Leikurinn í gær snérist um LeBron James og Michael Jordan og fréttamiðlar hafa fjallað mikið um þessi tímamót. Lakers-liðið tapaði leiknum sjálfum og er fyrir löngu búið að klúðra möguleika sínum á að komast í úrslitakeppnina í ár. James mun því væntanlega nota síðustu leikina á tímabilinu til að nálgast enn frekar Kobe Bryant í þriðja sæti listans. James er kominn með 32.311 stig og vantar 1332 stig til að ná Kobe sem skoraði á sínum tíma 33.643 stig. James mun því ekki ná Kobe Bryant fyrr en í fyrsta lagi á næsta tímabili. Það vakti líka talsverða athygli að LeBron James var búinn að skrifa á skóna sína fyrir leikinn. Á þeim var þakkarkveðja til Michael Jordan eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar stendur: „Takk þér fyrir M.J. 23“ og við hliðina hefur LeBron síðan teikna kórónu. NBA Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Enski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Sterkur sigur sóttur hjá Valskonum Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Sjá meira
Körfuboltaskórnir hans LeBron James í nótt voru með sérstaka áletrun og gætu selst fyrir stóra upphæð ákveði hann einhvern tímann að setja þá á sölu. LeBron James komst í nótt upp fyrir átrúnaðargoðið sitt á listanum yfir í stigahæstu leikmenn í sögu NBA-deildarinnar. James þurfti þrettán stig til að fara upp fyrir Jordan en skoraði 31 stig í leiknum. Michael Jordan datt þar með niður í fimmta sætið og LeBron James er kominn upp í það fjórða. Nú eru aðeins Kareem Abdul-Jabbar, Karl Malone og Kobe Bryant fyrir ofan LeBron.1. Kareem 2. Malone 3. Kobe 4. LeBron 5. MJ@KingJames climbs past Michael Jordan in the pantheon of NBA all-time scoring leaders. pic.twitter.com/jMRC2RsYKv — SportsCenter (@SportsCenter) March 7, 2019Stundin í gær var mjög stór fyrir LeBron James sem hefur lifað við stanslausan samanburð við Michael Jordan í keppninni um hver sé besti leikmaður NBA frá upphafi. James hefur heldur ekki farið leynt með það að Jordan var hans fyrirmynd í körfuboltanum. Hann spilar meðal annars í treyju númer 23 vegna Michael Jordan. LeBron James has passed Michael Jordan for the fourth-most points in NBA history. pic.twitter.com/ULPfK5SzYj — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 7, 2019Michael Jordan hefur ennþá yfirburðarforystu á LeBron James í titlum (sex á móti þremur) en James er kominn yfir hann á flestum öðrum listum eins og sjá má hér fyrir neðan.LeBron James, in the playoffs and now also the regular season, has Michael Jordan beat in the following: Points Rebounds Assists Blocks FG% 3FG% TS% Offensive Win Shares Defensive Win Shares BPM VORP When it's all said & done, this isn't even going to be a debate. — nick wright (@getnickwright) March 7, 2019Það tók aftur á móti LeBron James mun lengri tíma að ná þessum tölum sínum en það tók Jordan að ná sínum. Jordan hætti líka í deildinni í meira en eitt og hálft ár þegar hann átti að vera upp á sitt besta og hefði því getað bætt verulega við sína tölfræði á þeim tímabilum.Congrats to LeBron for surpassing MJ on the All-time Scoring List It only took him - 150 more games - 4,942 more minutes - 868 more free throws - 3,202 more 3-pointers pic.twitter.com/OA3lkRlzhS — Michael Jordan (@PettyAirJordan) March 7, 2019Leikurinn í gær snérist um LeBron James og Michael Jordan og fréttamiðlar hafa fjallað mikið um þessi tímamót. Lakers-liðið tapaði leiknum sjálfum og er fyrir löngu búið að klúðra möguleika sínum á að komast í úrslitakeppnina í ár. James mun því væntanlega nota síðustu leikina á tímabilinu til að nálgast enn frekar Kobe Bryant í þriðja sæti listans. James er kominn með 32.311 stig og vantar 1332 stig til að ná Kobe sem skoraði á sínum tíma 33.643 stig. James mun því ekki ná Kobe Bryant fyrr en í fyrsta lagi á næsta tímabili. Það vakti líka talsverða athygli að LeBron James var búinn að skrifa á skóna sína fyrir leikinn. Á þeim var þakkarkveðja til Michael Jordan eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar stendur: „Takk þér fyrir M.J. 23“ og við hliðina hefur LeBron síðan teikna kórónu.
NBA Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Enski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Sterkur sigur sóttur hjá Valskonum Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Sjá meira