Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 81-72 Skallagrímur | Breiðablik heldur sér á lífi Gabríel Sighvatsson í Smáranum skrifar 6. mars 2019 21:30 vísir/vilhelm Breiðablik tók á móti Skallagrími í 22. umferð Dominos deildar kvenna í Smáranum í kvöld. Breiðablik var fyrir leikinn í fallsæti með 2 stig og bjuggu flestir við sigra Skalla í kvöld sem myndi þá um leið senda Breiðablik niður. Annað kom hinsegar á daginn en Breiðablik spilaði glimrandi vel og var mikið bras á gestunum. Breiðablik komst yfir snemma leiks og hélt forystunni allt til enda. Skallagrímur komst nokkrum sinnum nálægt að komast aftur inn í leikinn en alltaf klúðruðu þær tækifærunum þegar þau gáfust. Blikar sigldu þessu í höfn í lokin og þar með var annar sigur liðsins á tímabilinu staðreynd og það er ljóst að Blikar eru ekki dauðir úr öllum æðum enn.vísir/vilhelmAf hverju vann Breiðablik? Heimamenn spiluðu sinn leik og það bara frekar vel. Þær byrjuðu mjög vel, komust fljótt í forystu og voru að hitta úr skotum sínum og fylltust sjálfstrausti við það. Blikar vörðust mjög vel í fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta gerðu þær þetta spennandi aftur en í 4. leikhluta reyndust þær hafa meiri orku og höfðu það sem til þurfti til að klára þetta einvígi að lokum.Hvað gekk illa?Gestirnir frá Borgarnesi áttu í vandræðum með Blikana mestallan leikinn. Það gekk erfiðlega að halda aftur af Sönju og þær voru ekki að ná að nýta sóknirnar sínar nógu vel. Það var lítill andi í liðinu og smám saman fóru liðsmenn einfaldlega að missa hausinn og taka slæmar ákvarðanir á ögurstundu.Hverjir stóðu upp úr?Sanja Orazovic var frábær í kvöld, skoraði 19 stig, fiskaði 9 víti og var virkilega erfið fyrir gestina að kljást við. Ivory Crawford fylgdi fast á eftir með 18 stig en hún kom virkilega sterk inn undir lok leiks og hjálpaði sínu liði að klára verkið. Shequila Joseph var langmarkahæst hjá gestunum með 24 stig. Gestirnir reiddu sig mikið á hana í kvöld. Þá skoruðu Maja Michalska og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 14 stig hvor.Hvað gerist næst?Næsti leikur Breiðablik er gegn Haukum sem eru í 6. sæti. Þar er annað gott tækifæri fyrir Breiðablik að ná í stig en eftir sigurinn í kvöld er enn smá von um að þær nái að bjarga sér frá falli þó hún sé nánast engin. Skallagrímur þarf að líta í eigin barm og helst fljótt því næsta umferð er eftir þrjá daga en þá kemur Keflavík í heimsókn sem verður án efa erfiður slagur.vísir/vilhelmAntonio: Erum alltaf glöð þegar við spilum„Eins og ég hef sagt þá erum við alltaf glöð þegar við spilum. Ég sagði þeim að við þurfum ekki að pæla í hvernig tímabilið er, ef við elskum þennan leik þá þurfum við að fara út á völl og sýna það og það er það sem við gerðum. Við gerðum vel í dag og erum ánægðar með úrslitin,” sagði Antonio d'Albero, þjálfari Breiðabliks, en hann var í skýjunum með sigur liðsins á Skallagrími í kvöld. Breiðablik spilaði mjög vel en tímabilið hefur verið erfitt og þetta var aðeins annar sigur liðsins á tímabilinu. „Lykilinn var liðsheildin. Allir leikmennirnir voru frábærir og spiluðu vel saman og voru alltaf ein heild. Við höfum verið með frábæra liðsheild allt tímabilið.” „Við spiluðum með aðeins minni pressu en spiluðum samt ekki mikið öðruvísi. Í síðasta mánuði ákváðum við að fara að vinna eingöngu í veikleikum okkar og reyna að bæta okkur þar. Í dag sá ég niðurstöður, við vorum að gera betur í nokkrum atriðum þar sem við erum ekki mjög sterkar og það er örugglega lykilinn,” Eftir sigurinn í kvöld er Breiðablik með 4 stig en það eru 8 stig upp í 7. sæti og þarf margt að gerast til að Breiðablik nái að stela 7. sætinu af Skallagrími. „Ég veit ekki hvort það er hægt en við hugsum alltaf um það. Allir leikir eru ný saga hjá okkur. Við reynum að spila þennan leik og vera glöð að koma alltaf á æfingar”vísir/gettySigrún Sjöfn: Breiðablik gæti unnið rest og við tapað restSigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Skallagrímsm var svekkt með úrslitin í kvöld en þær lágu í kvöld fyrir Breiðablik í spennandi leik. „Þetta er mjög svekkjandi, við byrjuðum þetta illa og fórum að hlaupa með þeim. Við ætluðum ekki að hlaupa með þeim, þeir fóru að skora úr hraðaupphlaupum og fá auðveld stig á okkur.” Það gekk illa hjá Skallagrími í upphafi leiks og þær voru strax komnar í eltingarleik. „Það er byrjað að hlaupa á okkur og við fórum í einhvern hraðan leik sem við ætluðum okkur ekki að gera. Þær náðu forskoti í byrjun, við komum tilbaka og svo koma einhver mistök í lokin þegar við vorum komin niður í 3 eða 6 stig. Þá koma 2-3 mistök í röð hjá okkur og við náum ekki að skora. Þá bættu þær bara í,” „Við erum búin að vera með leikmenn í veikindum, það eru 2-3 leikmenn búnir að liggja í viku, jafnvel tvær, og einn sem er veikur heima núna. Það er erfitt fyrir okkur að undirbúa fyrir þennan leik þar sem við erum fáar fyrir og erum svo að missa leikmenn í veikindi.” sagði Sigrún. „Við erum hörkugott lið, þegar við viljum vera góðir. Svo fer kannski einn leikmaður í fýlu og missir hausinn og þá fer allt í baklás. Við vorum búnar að vinna þetta upp og svo fær einhver ekki boltann og einhver ósáttur við þetta og hitt. Svona gerðist í þessum leik, við náðum ekki að halda einbeitingu og gera þetta saman út allan leikinn.” Sigrún segir að það geti allt gerst á lokakaflanum á þessu tímabili „Við þurfum bara að vinna okkar leiki. Breiðablik gæti alveg unnið rest og við tapað rest og allt gerst. Við þurfum að fókusa á okkur, þetta er í okkar höndum og við reyna að ná næst í sigur.”vísir/vilhelmBiljana: Get ekki útskýrt þettaBiljana Stankovic, þjálfari Skallagríms, var ekki ánægð eftir tap liðsins gegn Breiðablik. „Við erum mjög vonsvikin, við gerðum ekki það sem við vorum búin að æfa. Fyrst langar mig að óska Breiðablik til hamingju með sigurinn, þær spiluðu frábærlega í kvöld. Þær voru ótrúlegar, skoruðu úr 3ja stiga skotum, við höfðum ekki lausnir gegn Sönju (Ozarovic) og við höfum miklu fleiri leiki.” Biljana var ansi hissa á leik liðsins og það datt lítið með þeim í kvöld. „Ég veit ekki, við spiluðum stundum mjög vel en bara í 3-4 mínútur, svo gerum við nokkur mistök og ég get ekki útskýrt það. Við æfðum þetta ekki. Auðvitað viljum við að allir leikmenn geri gæfumuninn. Þegar við komumst niður í 3 stig en þá skora þeir fjórum sinnum 3 stig og við höfðum ekki kraftinn.” Það er búið að vera bras a liðinu en margir leikmenn eru eða hafa verið frá. „Við vorum bara með 8 leikmenn í liðinu, það voru 5-6 leikmenn veikir alla vikuna og þeir hafa ekki orkuna, það eru bara nokkrir dagar síðan þær komu aftur, einn leikmaður fór frá okkur fyrir þremur leikjum, þetta skiptir allt máli. Ég trúi samt enn að við getum komið liðum á óvart í lok tímabilsins, við munum sjá til.” Dominos-deild kvenna
Breiðablik tók á móti Skallagrími í 22. umferð Dominos deildar kvenna í Smáranum í kvöld. Breiðablik var fyrir leikinn í fallsæti með 2 stig og bjuggu flestir við sigra Skalla í kvöld sem myndi þá um leið senda Breiðablik niður. Annað kom hinsegar á daginn en Breiðablik spilaði glimrandi vel og var mikið bras á gestunum. Breiðablik komst yfir snemma leiks og hélt forystunni allt til enda. Skallagrímur komst nokkrum sinnum nálægt að komast aftur inn í leikinn en alltaf klúðruðu þær tækifærunum þegar þau gáfust. Blikar sigldu þessu í höfn í lokin og þar með var annar sigur liðsins á tímabilinu staðreynd og það er ljóst að Blikar eru ekki dauðir úr öllum æðum enn.vísir/vilhelmAf hverju vann Breiðablik? Heimamenn spiluðu sinn leik og það bara frekar vel. Þær byrjuðu mjög vel, komust fljótt í forystu og voru að hitta úr skotum sínum og fylltust sjálfstrausti við það. Blikar vörðust mjög vel í fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta gerðu þær þetta spennandi aftur en í 4. leikhluta reyndust þær hafa meiri orku og höfðu það sem til þurfti til að klára þetta einvígi að lokum.Hvað gekk illa?Gestirnir frá Borgarnesi áttu í vandræðum með Blikana mestallan leikinn. Það gekk erfiðlega að halda aftur af Sönju og þær voru ekki að ná að nýta sóknirnar sínar nógu vel. Það var lítill andi í liðinu og smám saman fóru liðsmenn einfaldlega að missa hausinn og taka slæmar ákvarðanir á ögurstundu.Hverjir stóðu upp úr?Sanja Orazovic var frábær í kvöld, skoraði 19 stig, fiskaði 9 víti og var virkilega erfið fyrir gestina að kljást við. Ivory Crawford fylgdi fast á eftir með 18 stig en hún kom virkilega sterk inn undir lok leiks og hjálpaði sínu liði að klára verkið. Shequila Joseph var langmarkahæst hjá gestunum með 24 stig. Gestirnir reiddu sig mikið á hana í kvöld. Þá skoruðu Maja Michalska og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 14 stig hvor.Hvað gerist næst?Næsti leikur Breiðablik er gegn Haukum sem eru í 6. sæti. Þar er annað gott tækifæri fyrir Breiðablik að ná í stig en eftir sigurinn í kvöld er enn smá von um að þær nái að bjarga sér frá falli þó hún sé nánast engin. Skallagrímur þarf að líta í eigin barm og helst fljótt því næsta umferð er eftir þrjá daga en þá kemur Keflavík í heimsókn sem verður án efa erfiður slagur.vísir/vilhelmAntonio: Erum alltaf glöð þegar við spilum„Eins og ég hef sagt þá erum við alltaf glöð þegar við spilum. Ég sagði þeim að við þurfum ekki að pæla í hvernig tímabilið er, ef við elskum þennan leik þá þurfum við að fara út á völl og sýna það og það er það sem við gerðum. Við gerðum vel í dag og erum ánægðar með úrslitin,” sagði Antonio d'Albero, þjálfari Breiðabliks, en hann var í skýjunum með sigur liðsins á Skallagrími í kvöld. Breiðablik spilaði mjög vel en tímabilið hefur verið erfitt og þetta var aðeins annar sigur liðsins á tímabilinu. „Lykilinn var liðsheildin. Allir leikmennirnir voru frábærir og spiluðu vel saman og voru alltaf ein heild. Við höfum verið með frábæra liðsheild allt tímabilið.” „Við spiluðum með aðeins minni pressu en spiluðum samt ekki mikið öðruvísi. Í síðasta mánuði ákváðum við að fara að vinna eingöngu í veikleikum okkar og reyna að bæta okkur þar. Í dag sá ég niðurstöður, við vorum að gera betur í nokkrum atriðum þar sem við erum ekki mjög sterkar og það er örugglega lykilinn,” Eftir sigurinn í kvöld er Breiðablik með 4 stig en það eru 8 stig upp í 7. sæti og þarf margt að gerast til að Breiðablik nái að stela 7. sætinu af Skallagrími. „Ég veit ekki hvort það er hægt en við hugsum alltaf um það. Allir leikir eru ný saga hjá okkur. Við reynum að spila þennan leik og vera glöð að koma alltaf á æfingar”vísir/gettySigrún Sjöfn: Breiðablik gæti unnið rest og við tapað restSigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Skallagrímsm var svekkt með úrslitin í kvöld en þær lágu í kvöld fyrir Breiðablik í spennandi leik. „Þetta er mjög svekkjandi, við byrjuðum þetta illa og fórum að hlaupa með þeim. Við ætluðum ekki að hlaupa með þeim, þeir fóru að skora úr hraðaupphlaupum og fá auðveld stig á okkur.” Það gekk illa hjá Skallagrími í upphafi leiks og þær voru strax komnar í eltingarleik. „Það er byrjað að hlaupa á okkur og við fórum í einhvern hraðan leik sem við ætluðum okkur ekki að gera. Þær náðu forskoti í byrjun, við komum tilbaka og svo koma einhver mistök í lokin þegar við vorum komin niður í 3 eða 6 stig. Þá koma 2-3 mistök í röð hjá okkur og við náum ekki að skora. Þá bættu þær bara í,” „Við erum búin að vera með leikmenn í veikindum, það eru 2-3 leikmenn búnir að liggja í viku, jafnvel tvær, og einn sem er veikur heima núna. Það er erfitt fyrir okkur að undirbúa fyrir þennan leik þar sem við erum fáar fyrir og erum svo að missa leikmenn í veikindi.” sagði Sigrún. „Við erum hörkugott lið, þegar við viljum vera góðir. Svo fer kannski einn leikmaður í fýlu og missir hausinn og þá fer allt í baklás. Við vorum búnar að vinna þetta upp og svo fær einhver ekki boltann og einhver ósáttur við þetta og hitt. Svona gerðist í þessum leik, við náðum ekki að halda einbeitingu og gera þetta saman út allan leikinn.” Sigrún segir að það geti allt gerst á lokakaflanum á þessu tímabili „Við þurfum bara að vinna okkar leiki. Breiðablik gæti alveg unnið rest og við tapað rest og allt gerst. Við þurfum að fókusa á okkur, þetta er í okkar höndum og við reyna að ná næst í sigur.”vísir/vilhelmBiljana: Get ekki útskýrt þettaBiljana Stankovic, þjálfari Skallagríms, var ekki ánægð eftir tap liðsins gegn Breiðablik. „Við erum mjög vonsvikin, við gerðum ekki það sem við vorum búin að æfa. Fyrst langar mig að óska Breiðablik til hamingju með sigurinn, þær spiluðu frábærlega í kvöld. Þær voru ótrúlegar, skoruðu úr 3ja stiga skotum, við höfðum ekki lausnir gegn Sönju (Ozarovic) og við höfum miklu fleiri leiki.” Biljana var ansi hissa á leik liðsins og það datt lítið með þeim í kvöld. „Ég veit ekki, við spiluðum stundum mjög vel en bara í 3-4 mínútur, svo gerum við nokkur mistök og ég get ekki útskýrt það. Við æfðum þetta ekki. Auðvitað viljum við að allir leikmenn geri gæfumuninn. Þegar við komumst niður í 3 stig en þá skora þeir fjórum sinnum 3 stig og við höfðum ekki kraftinn.” Það er búið að vera bras a liðinu en margir leikmenn eru eða hafa verið frá. „Við vorum bara með 8 leikmenn í liðinu, það voru 5-6 leikmenn veikir alla vikuna og þeir hafa ekki orkuna, það eru bara nokkrir dagar síðan þær komu aftur, einn leikmaður fór frá okkur fyrir þremur leikjum, þetta skiptir allt máli. Ég trúi samt enn að við getum komið liðum á óvart í lok tímabilsins, við munum sjá til.”
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum