Kennaranemum á lokaári býðst námsstyrkur og launað starfsnám Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2019 15:18 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. vísir/baldur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag fyrstu aðgerðirnar sem ráðist verður í til þess að bregðast við kennaraskorti í landinu. Á meðal þess sem verður gert er að bjóða nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám sem og námsstyrk til þess að sinna lokaverkefnum samhliða starfsnáminu. Mun nemendunum bjóðast þetta frá og með næsta hausti. Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að markmiðið með launuðu starfsnámi sé að hvetja nemendur til þess að klára nám sitt á tilsettum tíma og að þeir hefji störf sem fyrst að loknu námi. „Starfsnámið skal vera í minnst 50% starfshlutfalli við leik- eða grunnskóla í eitt skólaár og fá nemendur greitt samkvæmt kjarasamningi. Kennaranemar njóta leiðsagnar reynds kennara á vettvangi og þess verður gætt að þeir hafi jafnframt svigrúm til að vinna að lokaverkefnum sínum. Um er að ræða sértækar aðgerðir en fyrirkomulagið verður endurmetið reglulega með það að leiðarljósi að efla kennaranám enn frekar. Meirihluti kennaranemanema á meistarastigi eru nú þegar starfandi í leik- og grunnskólum landsins. Til að tryggja að sem flestir nemar komist í launað starfsnám er nauðsynlegt að skólar, sveitarfélög, háskólar og mennta- og menningarmálaráðuneyti vinni náið saman,“ segir í tilkynningunni. Markmiðið með námsstyrknum er svo að auðvelda kennaranemum að sinna lokaverkefnum sínum samhliða starfsnáminu og skapa hvata til þess að nemendur ljúki námi á tilsettum tíma. Styrkurinn nemur alls 800 þúsund krónum og greiðist í tvennu lagi. Fyrri greiðslan er þannig bundin við skil verkefnisáætlunar lokaverkefnis og hin síðar við skil á lokaverkefni innan ákveðins tíma. Árlegur kostnaður ríkisins vegna þessa nemur 200 til 250 milljónum króna. Í tilkynningu ráðuneytisins eru jafnframt raktar nokkrar staðreyndir um stöðuna eins og hún blasir nú við þegar kemur að nýliðun í kennarastéttinni. Til að mynda eru aðeins 28 prósent stöðugilda í leikskólum mönnuð leikskólakennurum. Það vantar því leikskólakennara í um 1800 stöðugildi til þess að uppfylla ákvæði laga um hlutfall fagmenntaðra leikskólakennara. Aðrar tölulegar staðreyndir eru eftirfarandi:• Árið 2018 útskrifuðust 22 leikskólakennarar og 77 grunnskólakennarar frá Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands.• Nýnemum í grunnnámi í leik- og grunnskólafræðum fækkaði um 40% á árunum 2008-2018.• Leiðbeinendum í grunnskólum hefur fjölgað verulega á síðustu árum, úr 272 árið 2016, 443 árið 2017 í 507 á þessu skólaári 2018/19.• Óhagstæðasta sviðsmynd um mannaflaþörf og óbreyttan fjölda útskrifaðra kennara kallar á að manna þurfi tæplega 1200 kennarastöður í grunnskólum með starfsfólki án kennsluréttinda eftir fjögur ár. Þá yrði hlutfall starfsfólks starfandi við kennslu án kennsluréttinda 25% en samsvarandi hlutfall var 8,6% árið 2017. Skóla - og menntamál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag fyrstu aðgerðirnar sem ráðist verður í til þess að bregðast við kennaraskorti í landinu. Á meðal þess sem verður gert er að bjóða nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám sem og námsstyrk til þess að sinna lokaverkefnum samhliða starfsnáminu. Mun nemendunum bjóðast þetta frá og með næsta hausti. Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að markmiðið með launuðu starfsnámi sé að hvetja nemendur til þess að klára nám sitt á tilsettum tíma og að þeir hefji störf sem fyrst að loknu námi. „Starfsnámið skal vera í minnst 50% starfshlutfalli við leik- eða grunnskóla í eitt skólaár og fá nemendur greitt samkvæmt kjarasamningi. Kennaranemar njóta leiðsagnar reynds kennara á vettvangi og þess verður gætt að þeir hafi jafnframt svigrúm til að vinna að lokaverkefnum sínum. Um er að ræða sértækar aðgerðir en fyrirkomulagið verður endurmetið reglulega með það að leiðarljósi að efla kennaranám enn frekar. Meirihluti kennaranemanema á meistarastigi eru nú þegar starfandi í leik- og grunnskólum landsins. Til að tryggja að sem flestir nemar komist í launað starfsnám er nauðsynlegt að skólar, sveitarfélög, háskólar og mennta- og menningarmálaráðuneyti vinni náið saman,“ segir í tilkynningunni. Markmiðið með námsstyrknum er svo að auðvelda kennaranemum að sinna lokaverkefnum sínum samhliða starfsnáminu og skapa hvata til þess að nemendur ljúki námi á tilsettum tíma. Styrkurinn nemur alls 800 þúsund krónum og greiðist í tvennu lagi. Fyrri greiðslan er þannig bundin við skil verkefnisáætlunar lokaverkefnis og hin síðar við skil á lokaverkefni innan ákveðins tíma. Árlegur kostnaður ríkisins vegna þessa nemur 200 til 250 milljónum króna. Í tilkynningu ráðuneytisins eru jafnframt raktar nokkrar staðreyndir um stöðuna eins og hún blasir nú við þegar kemur að nýliðun í kennarastéttinni. Til að mynda eru aðeins 28 prósent stöðugilda í leikskólum mönnuð leikskólakennurum. Það vantar því leikskólakennara í um 1800 stöðugildi til þess að uppfylla ákvæði laga um hlutfall fagmenntaðra leikskólakennara. Aðrar tölulegar staðreyndir eru eftirfarandi:• Árið 2018 útskrifuðust 22 leikskólakennarar og 77 grunnskólakennarar frá Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands.• Nýnemum í grunnnámi í leik- og grunnskólafræðum fækkaði um 40% á árunum 2008-2018.• Leiðbeinendum í grunnskólum hefur fjölgað verulega á síðustu árum, úr 272 árið 2016, 443 árið 2017 í 507 á þessu skólaári 2018/19.• Óhagstæðasta sviðsmynd um mannaflaþörf og óbreyttan fjölda útskrifaðra kennara kallar á að manna þurfi tæplega 1200 kennarastöður í grunnskólum með starfsfólki án kennsluréttinda eftir fjögur ár. Þá yrði hlutfall starfsfólks starfandi við kennslu án kennsluréttinda 25% en samsvarandi hlutfall var 8,6% árið 2017.
Skóla - og menntamál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira