„Það er enginn að banna neinum eitt eða neitt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. mars 2019 15:45 Hatari er á leiðinni til Ísraels og Felix Bergsson verður með í för. „Nei, það verða engin viðurlög við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, hlæjandi aðspurður um hvort það muni hafa einhverjar afleiðingar fari Hatari úr fjölmiðlafríi sem tilkynnt var um í gær. Athygli vakti að Hatari mætti ekki í Kastljós gærkvöldsins þrátt fyrir að hefð sé fyrir því að sigurvegari Söngvakeppninnar mæti í þáttinn eftir sigur. Undanfarin ár hafa fulltrúar Íslands verið gestir þáttarins, rætt þar sigurinn og spáð í spilin.Þess í stað var Felix mættur og sagði hann meðlimi Hatara vera komna í fjölmiðlafrí eftir að ljóst varð að Hatari og lagið Hatrið mun sigra verði fulltrúi Íslands í Eurovision í ár.Hataramenn leðurklæddir eftir sigurinn á laugardagskvöld.Mynd/RÚVAllir sáttir við fjölmiðlafríið segir Felix Í samtali við Vísi segir Felix að ekki sé um fjölmiðlabann að ræða.„Það er enginn að banna neinum eitt eða neitt. Þetta er bara ákvörðun sem við tökum saman með hljómsveitinni,“ segir Felix.Hann segir meðlimi Hatara einnig vera sátta við ákvörðunina um fjölmiðlafríið.„Þetta er ákvörðun sem að þeir eru mjög sáttir við og við ræddum þetta á fundi í gær. Þetta er ekkert síður að þeirra frumkvæði en okkar. Menn vilja fá bara smá tíma til að slappa af og taka stöðuna og æfa atriðið,“ segir Felix. Framundan er töluverð vinna við undirbúning atriðisins en skila þarf nánari gögnum um það til Tel Aviv, þar sem keppnin verður haldin, í næstu viku. Það geri vinnuna flóknari að mati Felix að hljómsveitin sé fjölskipuð, með dansara og ýmislegt annað á sviðinu. „Þetta er fjöllistahópur, þetta er ekki bara einn söngvari fremst á sviðinu. Við erum með sviðsmynd, við erum með eld, flókna myndútfærslu og svo náttúrulega alla framleiðsluna og myndvinnsluna sem er unnin af þessum hópi sem er bara gríðarlega spennandi,“ segir Felix.Liðsmenn Hatara sýna sína mýkri hlið á spjalli við Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og Elizu Reid forsetafrú.RÚVFlytjendur sigurlagsins ekki sjálfkjörnir í lokakeppnina samvæmt reglum keppninnar Sigur Hatara í Söngvakeppninni hefur vakið gríðarlega athygli víðs vegar, ekki síst í Ísrael, þar sem hljómsveitin hefur verið vöruð við því að vera með pólitískar yfirlýsingar. Meðlimir Hatara hafa jú sagt að þeir hafi í hyggju að nota dagskrárvaldið sem fylgi keppnina til þess að gagnrýna stefnu Ísraels í garð Palestínumanna.Í reglum Söngakeppninnar kemur þó nokkuð skýrt fram að textar, ræður eða látbragð/sviðshreyfingar af pólískum toga séu ekki leyfilegar, hvorki í Söngvakeppninni hér heima né í aðalkeppninni. Brot við reglunum geti varðað brottvísun úr keppninni. „Nei, við höfum það ekki. Alls ekki,“ segir Felix aðspurður hvort að RÚV hafi áhyggjur af því að Hatari muni taka upp á einhverju sem geti varðað við reglur keppninnar og kostað brottrekstur úr keppninni. Í reglum Söngvakeppninnar segir einnig að flytjendur sigurlagsins séu ekki sjálfkjörnir fulltrúar Íslands, né aðrir listamenn sem fram komu í atriðinu. Höfundur eða höfundar sigurlagsins skuldbindi sig hins vegar til þátttöku í Eurovision í Tel Aviv. Eftir að úrslit liggja fyrir hefjist ferli þar sem RÚV velji, að höfðu samráði við höfund eða höfunda lagsins, það listafólk sem tekur þátt í Eurovision, að því er segir í reglunum. Þar segir einnig:„Þeir sem verða fyrir valinu samþykkja að hlíta öllum reglum og skilmálum sem RÚV og EBU setja í tengslum viðkeppnina eða fyrirgera rétti sínum til þátttöku ella.“ Með þessum ákvæðum segir Felix að RÚV sé að tryggja sér að það hafi síðasta orðið. „Þetta er formsatriði sem aldrei er fylgt eftir í raun en samt sem áður er nauðsynlegt að hafa í reglunum ef eitthvað slíkt kemur upp á. Ef einhver þarf að taka lokaákvörðun þá erum við sem gerum það hér,“ segir Felix. Þá standi ekki til að setja Hatara einhverjar frekari reglur eða skilmála fyrir þátttöku en nú þegar séu í gildi. „Nei, engin frekari skilyrði. Við vinnum bara mjög náið með þeim og það gengur mjög vel og við ætlum bara að halda því nána samstarfi áfram.“ Eurovision Tengdar fréttir Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. 5. mars 2019 15:15 Telur að geti brugðið til beggja vona hjá Hatara Þetta var bara ógeðslega gaman, segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem óhætt er að segja að hafi blómstrað á sviði Laugardalshallar á úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið. 4. mars 2019 15:00 „Hreyfingar geta sagt svo miklu meira en orð“ Sólbjört Sigurðardóttir, einn þriggja dansara í atriði Hatara, segir að líkamshreyfingar geti sagt miklu meira en það sem hægt er að færa í orð og því leggja liðsmenn Hatara ríka áherslu á hið sjónræna í atriðinu því danshreyfingarnar eru hluti af frásögninni. Danshreyfingarnar geti ýmist verið í samhljómi við tónlistina og á skjön við hana. 5. mars 2019 09:00 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Sjá meira
„Nei, það verða engin viðurlög við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, hlæjandi aðspurður um hvort það muni hafa einhverjar afleiðingar fari Hatari úr fjölmiðlafríi sem tilkynnt var um í gær. Athygli vakti að Hatari mætti ekki í Kastljós gærkvöldsins þrátt fyrir að hefð sé fyrir því að sigurvegari Söngvakeppninnar mæti í þáttinn eftir sigur. Undanfarin ár hafa fulltrúar Íslands verið gestir þáttarins, rætt þar sigurinn og spáð í spilin.Þess í stað var Felix mættur og sagði hann meðlimi Hatara vera komna í fjölmiðlafrí eftir að ljóst varð að Hatari og lagið Hatrið mun sigra verði fulltrúi Íslands í Eurovision í ár.Hataramenn leðurklæddir eftir sigurinn á laugardagskvöld.Mynd/RÚVAllir sáttir við fjölmiðlafríið segir Felix Í samtali við Vísi segir Felix að ekki sé um fjölmiðlabann að ræða.„Það er enginn að banna neinum eitt eða neitt. Þetta er bara ákvörðun sem við tökum saman með hljómsveitinni,“ segir Felix.Hann segir meðlimi Hatara einnig vera sátta við ákvörðunina um fjölmiðlafríið.„Þetta er ákvörðun sem að þeir eru mjög sáttir við og við ræddum þetta á fundi í gær. Þetta er ekkert síður að þeirra frumkvæði en okkar. Menn vilja fá bara smá tíma til að slappa af og taka stöðuna og æfa atriðið,“ segir Felix. Framundan er töluverð vinna við undirbúning atriðisins en skila þarf nánari gögnum um það til Tel Aviv, þar sem keppnin verður haldin, í næstu viku. Það geri vinnuna flóknari að mati Felix að hljómsveitin sé fjölskipuð, með dansara og ýmislegt annað á sviðinu. „Þetta er fjöllistahópur, þetta er ekki bara einn söngvari fremst á sviðinu. Við erum með sviðsmynd, við erum með eld, flókna myndútfærslu og svo náttúrulega alla framleiðsluna og myndvinnsluna sem er unnin af þessum hópi sem er bara gríðarlega spennandi,“ segir Felix.Liðsmenn Hatara sýna sína mýkri hlið á spjalli við Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og Elizu Reid forsetafrú.RÚVFlytjendur sigurlagsins ekki sjálfkjörnir í lokakeppnina samvæmt reglum keppninnar Sigur Hatara í Söngvakeppninni hefur vakið gríðarlega athygli víðs vegar, ekki síst í Ísrael, þar sem hljómsveitin hefur verið vöruð við því að vera með pólitískar yfirlýsingar. Meðlimir Hatara hafa jú sagt að þeir hafi í hyggju að nota dagskrárvaldið sem fylgi keppnina til þess að gagnrýna stefnu Ísraels í garð Palestínumanna.Í reglum Söngakeppninnar kemur þó nokkuð skýrt fram að textar, ræður eða látbragð/sviðshreyfingar af pólískum toga séu ekki leyfilegar, hvorki í Söngvakeppninni hér heima né í aðalkeppninni. Brot við reglunum geti varðað brottvísun úr keppninni. „Nei, við höfum það ekki. Alls ekki,“ segir Felix aðspurður hvort að RÚV hafi áhyggjur af því að Hatari muni taka upp á einhverju sem geti varðað við reglur keppninnar og kostað brottrekstur úr keppninni. Í reglum Söngvakeppninnar segir einnig að flytjendur sigurlagsins séu ekki sjálfkjörnir fulltrúar Íslands, né aðrir listamenn sem fram komu í atriðinu. Höfundur eða höfundar sigurlagsins skuldbindi sig hins vegar til þátttöku í Eurovision í Tel Aviv. Eftir að úrslit liggja fyrir hefjist ferli þar sem RÚV velji, að höfðu samráði við höfund eða höfunda lagsins, það listafólk sem tekur þátt í Eurovision, að því er segir í reglunum. Þar segir einnig:„Þeir sem verða fyrir valinu samþykkja að hlíta öllum reglum og skilmálum sem RÚV og EBU setja í tengslum viðkeppnina eða fyrirgera rétti sínum til þátttöku ella.“ Með þessum ákvæðum segir Felix að RÚV sé að tryggja sér að það hafi síðasta orðið. „Þetta er formsatriði sem aldrei er fylgt eftir í raun en samt sem áður er nauðsynlegt að hafa í reglunum ef eitthvað slíkt kemur upp á. Ef einhver þarf að taka lokaákvörðun þá erum við sem gerum það hér,“ segir Felix. Þá standi ekki til að setja Hatara einhverjar frekari reglur eða skilmála fyrir þátttöku en nú þegar séu í gildi. „Nei, engin frekari skilyrði. Við vinnum bara mjög náið með þeim og það gengur mjög vel og við ætlum bara að halda því nána samstarfi áfram.“
Eurovision Tengdar fréttir Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. 5. mars 2019 15:15 Telur að geti brugðið til beggja vona hjá Hatara Þetta var bara ógeðslega gaman, segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem óhætt er að segja að hafi blómstrað á sviði Laugardalshallar á úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið. 4. mars 2019 15:00 „Hreyfingar geta sagt svo miklu meira en orð“ Sólbjört Sigurðardóttir, einn þriggja dansara í atriði Hatara, segir að líkamshreyfingar geti sagt miklu meira en það sem hægt er að færa í orð og því leggja liðsmenn Hatara ríka áherslu á hið sjónræna í atriðinu því danshreyfingarnar eru hluti af frásögninni. Danshreyfingarnar geti ýmist verið í samhljómi við tónlistina og á skjön við hana. 5. mars 2019 09:00 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Sjá meira
Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. 5. mars 2019 15:15
Telur að geti brugðið til beggja vona hjá Hatara Þetta var bara ógeðslega gaman, segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem óhætt er að segja að hafi blómstrað á sviði Laugardalshallar á úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið. 4. mars 2019 15:00
„Hreyfingar geta sagt svo miklu meira en orð“ Sólbjört Sigurðardóttir, einn þriggja dansara í atriði Hatara, segir að líkamshreyfingar geti sagt miklu meira en það sem hægt er að færa í orð og því leggja liðsmenn Hatara ríka áherslu á hið sjónræna í atriðinu því danshreyfingarnar eru hluti af frásögninni. Danshreyfingarnar geti ýmist verið í samhljómi við tónlistina og á skjön við hana. 5. mars 2019 09:00