Segja yfirmenn hafa í hótunum vegna verkfallsboðunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2019 14:30 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sést hér yfirgefa City Park Hótel í liðinni þegar atkvæðagreiðsla um verkfall stóð yfir. Vísir/Vilhelm Efling hefur fengið vitneskju um tilfelli þar sem atvinnurekendur á félagssvæði Eflingar hafa haft óeðlileg afskipti af þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun. Í tilkynningu frá Eflingu segir að um sé að ræða tilfelli bæði á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum. Formaður Eflingar hefur sent almennt erindi til hótelrekenda og forsvarsmanna hópbifreiðafyrirtækja vegna þessa. Segir að Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, hafi haft samband við framkvæmdastjóra nokkurra fyrirtækja í hótel- og hópbifreiðageiranum vegna kvartana frá félagsmönnum og minnt á réttindi þeirra. „Hér er því miður um ákveðið mynstur að ræða,“ segir Viðar. „Við söfnum upplýsingum um þessi tilvik og munum svo vega og meta til hvaða aðgerða verður gripið,“ bætir hann við. Efling vísar í frásagnir félagsmanna þar sem fram hafi komið að yfirmenn hafi boðað til funda og látið frá sér skrifleg skilaboð þar sem því sé hótað að verkfallsaðgerðir og jafnvel kosningaþátttaka ein geti hafi skaðlegar efnahagslegar afleiðingar fyrir starfsmenn. „Slíkt er að mati Eflingar brot á lögum nr. 80 frá árinu 1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur varða skaðabótum og sektum og áskilur Efling sér allan rétt til málshöfðana fyrir Félagsdómi vegna slíkra brota.“ Rétturinn til verkfallsaðgerða sé lögvarinn og einn af hornsteinum íslenskrar vinnumarkaðslöggjafar. „Að atvinnurekendur beiti starfsmenn þrýstingi í verkfallskosningu gengur í berhögg við lög um stéttarfélög og vinnudeilur en samkvæmt 4. grein þeirra laga er skýrt kveðið á um að atvinnurekendum sé óheimilt að reyna að hafa áhrif á afskipti verkafólks af vinnudeilum eða annarri starfsemi stéttarfélaga. Auk þess er rétturinn til þátttöku í stéttarfélögum, þar með talið atkvæðagreiðslum, varinn af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það sorglegt að atvinnurekendur skuli standa í vegi fyrir því að félagsmenn Eflingar geti tekið afstöðu í löglega boðaðri atkvæðagreiðslu. „Við höfum lagt mikið á okkur við að kynna atkvæðagreiðslur okkar fyrir félagsmönnum og stuðla að sem mestri þátttöku þeirra. Þetta er lýðræðislegur og lögvarinn réttur þeirra. Efling tekur allar tilraunir til að beita félagsmenn okkar óeðlilegum þrýstingi mjög alvarlega.“ Kjaramál Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Sjá meira
Efling hefur fengið vitneskju um tilfelli þar sem atvinnurekendur á félagssvæði Eflingar hafa haft óeðlileg afskipti af þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun. Í tilkynningu frá Eflingu segir að um sé að ræða tilfelli bæði á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum. Formaður Eflingar hefur sent almennt erindi til hótelrekenda og forsvarsmanna hópbifreiðafyrirtækja vegna þessa. Segir að Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, hafi haft samband við framkvæmdastjóra nokkurra fyrirtækja í hótel- og hópbifreiðageiranum vegna kvartana frá félagsmönnum og minnt á réttindi þeirra. „Hér er því miður um ákveðið mynstur að ræða,“ segir Viðar. „Við söfnum upplýsingum um þessi tilvik og munum svo vega og meta til hvaða aðgerða verður gripið,“ bætir hann við. Efling vísar í frásagnir félagsmanna þar sem fram hafi komið að yfirmenn hafi boðað til funda og látið frá sér skrifleg skilaboð þar sem því sé hótað að verkfallsaðgerðir og jafnvel kosningaþátttaka ein geti hafi skaðlegar efnahagslegar afleiðingar fyrir starfsmenn. „Slíkt er að mati Eflingar brot á lögum nr. 80 frá árinu 1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur varða skaðabótum og sektum og áskilur Efling sér allan rétt til málshöfðana fyrir Félagsdómi vegna slíkra brota.“ Rétturinn til verkfallsaðgerða sé lögvarinn og einn af hornsteinum íslenskrar vinnumarkaðslöggjafar. „Að atvinnurekendur beiti starfsmenn þrýstingi í verkfallskosningu gengur í berhögg við lög um stéttarfélög og vinnudeilur en samkvæmt 4. grein þeirra laga er skýrt kveðið á um að atvinnurekendum sé óheimilt að reyna að hafa áhrif á afskipti verkafólks af vinnudeilum eða annarri starfsemi stéttarfélaga. Auk þess er rétturinn til þátttöku í stéttarfélögum, þar með talið atkvæðagreiðslum, varinn af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það sorglegt að atvinnurekendur skuli standa í vegi fyrir því að félagsmenn Eflingar geti tekið afstöðu í löglega boðaðri atkvæðagreiðslu. „Við höfum lagt mikið á okkur við að kynna atkvæðagreiðslur okkar fyrir félagsmönnum og stuðla að sem mestri þátttöku þeirra. Þetta er lýðræðislegur og lögvarinn réttur þeirra. Efling tekur allar tilraunir til að beita félagsmenn okkar óeðlilegum þrýstingi mjög alvarlega.“
Kjaramál Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Sjá meira