Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár 5. mars 2019 13:52 Aldrei hefur verið leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og nú að sögn Þorsteins Sigurðssonar sviðsstjóra uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknarstofnun Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum. Hafrannsóknarstofnun hefur aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og nú en án árangurs. Ef fram heldur sem horfir mun loðnubrestur hafa mikil áhrif á mörg sveitarfélög. Í færslu á heimasíðu Fjarðarbyggðar sem birtist í gær kom fram að loðnubrestur muni hafa mikil áhrif á fjármál sveitarfélagsins. „Við erum búin að vera með tvö til fimm skip í leit frá áramótum. Þannig að það er búið að leita mikið og mæla mjög oft. Meira en verið hefur frá upphafi mælinga á þessum árstíma,“ segir Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknarstofnun. Tvö skip eru nú í rannsóknarleiðangri úti fyrir suðurströndinni. „Þau skip sem leita þ.e. Polar amaroq og Ásgrímur Halldórsson fóru út í gær og fyrrakvöld og Polar er búinn að skoða svæðið frá Reykjanesi og austur fyrir Vestmannaeyjar en Ágrímur frá Hornafirði og er núna staddur útaf Ingólfshöfða,“ segir Þorsteinn. Það sé ekki fyrr en eftir morgundaginn sem einhver mynd komist á ástand loðnustofnsins á þessum slóðum. Þorsteinn segir að þó þetta sé afar sjaldgæf staða þá hafi hún komið upp áður. „Árið 2009 þá lentum við í því sama að Hafrannsóknarstofnun mælti ekki með neinum loðnuveiðum. En það var engu að síður gefinn út minniháttar rannsóknarkvóti þannig að þetta er ekki alveg óþekkt. Við erum búnir að mæla þennan stofn nokkrum sinnum og höfum verið að sjá stærðina á veiðistofninum svona í kringum 200.000 þúsund tonn. En það þarf 150.000 tonn til að viðhalda stofninum. Við erum í þessari stöðu í dag en við lifum ennþá í þeirri von að eitthvað skárra sýni sig,“ segir hann. ] Þorsteinn segir að ástandið skýrist næstu daga. En eftir á að að leita úti fyrir Vestfjörðum og á meiri dýpt. Þorsteinn segir að frá árinu 2004 hafi loðnustofnin farið minnkandi við landið. Það skýrist af umhverfisbreytingum og hlýnun sjávar. En meðalaflinn síðustu fimm ár er um þriðjungur af því sem hann var á tíundaáratugnum. Hann segir að þetta geti haft áhrif á meðalþyngd annarra fisktegunda sem nýta loðnu sem fæðu. „Það er þó ekki alveg þannig að það sé engin loðna í hafinu við Ísland, þær eru á bilinu 200.000 til 250.000 tonn. En áhrifin skýrast kannski betur þegar fram líða stundir og ef það er mikill skortur á fæðu þá getur það haft áhrif á meðalþyngdir annarra fisktegunda sem nærast á loðnu,“ segir Þorsteinn að lokum. Sjávarútvegur Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum. Hafrannsóknarstofnun hefur aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og nú en án árangurs. Ef fram heldur sem horfir mun loðnubrestur hafa mikil áhrif á mörg sveitarfélög. Í færslu á heimasíðu Fjarðarbyggðar sem birtist í gær kom fram að loðnubrestur muni hafa mikil áhrif á fjármál sveitarfélagsins. „Við erum búin að vera með tvö til fimm skip í leit frá áramótum. Þannig að það er búið að leita mikið og mæla mjög oft. Meira en verið hefur frá upphafi mælinga á þessum árstíma,“ segir Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknarstofnun. Tvö skip eru nú í rannsóknarleiðangri úti fyrir suðurströndinni. „Þau skip sem leita þ.e. Polar amaroq og Ásgrímur Halldórsson fóru út í gær og fyrrakvöld og Polar er búinn að skoða svæðið frá Reykjanesi og austur fyrir Vestmannaeyjar en Ágrímur frá Hornafirði og er núna staddur útaf Ingólfshöfða,“ segir Þorsteinn. Það sé ekki fyrr en eftir morgundaginn sem einhver mynd komist á ástand loðnustofnsins á þessum slóðum. Þorsteinn segir að þó þetta sé afar sjaldgæf staða þá hafi hún komið upp áður. „Árið 2009 þá lentum við í því sama að Hafrannsóknarstofnun mælti ekki með neinum loðnuveiðum. En það var engu að síður gefinn út minniháttar rannsóknarkvóti þannig að þetta er ekki alveg óþekkt. Við erum búnir að mæla þennan stofn nokkrum sinnum og höfum verið að sjá stærðina á veiðistofninum svona í kringum 200.000 þúsund tonn. En það þarf 150.000 tonn til að viðhalda stofninum. Við erum í þessari stöðu í dag en við lifum ennþá í þeirri von að eitthvað skárra sýni sig,“ segir hann. ] Þorsteinn segir að ástandið skýrist næstu daga. En eftir á að að leita úti fyrir Vestfjörðum og á meiri dýpt. Þorsteinn segir að frá árinu 2004 hafi loðnustofnin farið minnkandi við landið. Það skýrist af umhverfisbreytingum og hlýnun sjávar. En meðalaflinn síðustu fimm ár er um þriðjungur af því sem hann var á tíundaáratugnum. Hann segir að þetta geti haft áhrif á meðalþyngd annarra fisktegunda sem nýta loðnu sem fæðu. „Það er þó ekki alveg þannig að það sé engin loðna í hafinu við Ísland, þær eru á bilinu 200.000 til 250.000 tonn. En áhrifin skýrast kannski betur þegar fram líða stundir og ef það er mikill skortur á fæðu þá getur það haft áhrif á meðalþyngdir annarra fisktegunda sem nærast á loðnu,“ segir Þorsteinn að lokum.
Sjávarútvegur Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira