Aukum kaupmátt tugþúsunda launamanna Valgerður Sigurðardóttir skrifar 5. mars 2019 10:01 Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks kynnti í gær tillögu þar sem áhersla er lögð á að liðka til í kjaraviðræðunum sem fram undan eru. Tillagan verður flutt í borgarstjórn í dag. Einn liður í þessari tillögu fjallar um mikilvægi þess að Reykjavíkurborg eignist Keldnalandið, enda hafa forsvarsmenn verkalýðsfélaganna lagt mikla áherslu á húsnæðismálin, og raunar sagt að ekki verði skrifað undir kjarasamninga nema fyrir liggi skuldbindandi samkomulag um að bæta aðstæður fólks á húsnæðismarkaði. Þéttingastefna núverandi meirihluta hefur beðið skipbrot enda mjög dýrt að byggja á þéttingarreitum. Til marks um það hefur húsnæðisverð hækkað um 100% á síðustu átta árum. Þannig hefur aukinn kaupmáttur rýrnað í háu húsnæðisverði enda stærri og stærri prósenta af tekjum fólks sem fer beint í að greiða af húsnæði. Auk þess að byggja nær eingöngu á þéttingarreitum innheimta borgaryfirvöld alls kyns gjöld, m.a. svokölluð innviðagjöld sem leggjast í ofanálag ofan á allan þann kostnað sem kaupendur fasteigna þurfa á endanum að taka á sig. Það segir sig sjáflt að skortur á nýjum lóðum annars vegar og alls kyns gjöld hins vegar hækka húsnæðisverð. Aukið framboð lóða í Reykjavík fyrir hagkvæmt húsnæði mun því lækka húsnæðisverð og þannig auka kaupmátt tugþúsunda launamannaNauðsynlegt er að auka framboð af hagkvæmu íbúðarhúsnæði Nú blasir sá veruleiki við að íbúðir á þéttingarreitum eru orðnar svo dýrar að það standa hundruð íbúða auðar. Á þessu hafa sveitarfélög í kringum Reykjavík notið góðs af enda fólksfjölgun fyrir sveitarfélög mjög jákvæð á allan hátt, t.d. tekjulega séð. Þess vegna verða borgaryfirvöld að skipta um gír. Nauðsynlegt er að auka framboð af íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði. Við verðum að geta verið samkeppnishæf þegar ungt fólk fer út á húsnæðismarkaðinn. Reykjavík á að vera góður valkostur fyrir alla hópa. Við uppbyggingu borga þarf alltaf að hafa í huga fjölbreytni. Lóðir fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi og íbúðabyggð þurfa vera tiltækar hjá borginni, bæði á dýrum og ódýrum svæðum. Keldnalandið er því tilvalið til þess að auka framboð lóða. Þar eru gríðarleg tækifæri til mikillar uppbyggingar. Það flækir hins vegar málið að Keldnalandið er ekki í eigu Reykjavíkurborgar. Þess vegna leggjum við til að borgarstjórn samþykki að semja við ríkið um kaup á Keldnalandinu án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins. Jafnframt er lagt til að borgin hefjist tafarlaust handa við skipulagningu svæðisins fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili. Umhverfis- og skipulagssviði verði falið að leiða skipulagsvinnuna. Enn fremur verði lögð sérstök áhersla á að skipuleggja lóðir fyrir hagstætt húsnæði, sem sárlega vantar í borginni. Þá er jafnframt lagt til að fallið verði frá sérstöku innviðagjöldum. Aðgerðin í heild sinni verði liður í innleggi borgarinnar í kjaraviðræðum. Samþykki borgarstjórn aðgerðir okkar sjálfstæðismanna verður bæði hægt að tryggja nægt framboð lóða á frábæru byggingarland í höfuðborginni og koma jafnvægi á byggingamarkaðinn. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks kynnti í gær tillögu þar sem áhersla er lögð á að liðka til í kjaraviðræðunum sem fram undan eru. Tillagan verður flutt í borgarstjórn í dag. Einn liður í þessari tillögu fjallar um mikilvægi þess að Reykjavíkurborg eignist Keldnalandið, enda hafa forsvarsmenn verkalýðsfélaganna lagt mikla áherslu á húsnæðismálin, og raunar sagt að ekki verði skrifað undir kjarasamninga nema fyrir liggi skuldbindandi samkomulag um að bæta aðstæður fólks á húsnæðismarkaði. Þéttingastefna núverandi meirihluta hefur beðið skipbrot enda mjög dýrt að byggja á þéttingarreitum. Til marks um það hefur húsnæðisverð hækkað um 100% á síðustu átta árum. Þannig hefur aukinn kaupmáttur rýrnað í háu húsnæðisverði enda stærri og stærri prósenta af tekjum fólks sem fer beint í að greiða af húsnæði. Auk þess að byggja nær eingöngu á þéttingarreitum innheimta borgaryfirvöld alls kyns gjöld, m.a. svokölluð innviðagjöld sem leggjast í ofanálag ofan á allan þann kostnað sem kaupendur fasteigna þurfa á endanum að taka á sig. Það segir sig sjáflt að skortur á nýjum lóðum annars vegar og alls kyns gjöld hins vegar hækka húsnæðisverð. Aukið framboð lóða í Reykjavík fyrir hagkvæmt húsnæði mun því lækka húsnæðisverð og þannig auka kaupmátt tugþúsunda launamannaNauðsynlegt er að auka framboð af hagkvæmu íbúðarhúsnæði Nú blasir sá veruleiki við að íbúðir á þéttingarreitum eru orðnar svo dýrar að það standa hundruð íbúða auðar. Á þessu hafa sveitarfélög í kringum Reykjavík notið góðs af enda fólksfjölgun fyrir sveitarfélög mjög jákvæð á allan hátt, t.d. tekjulega séð. Þess vegna verða borgaryfirvöld að skipta um gír. Nauðsynlegt er að auka framboð af íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði. Við verðum að geta verið samkeppnishæf þegar ungt fólk fer út á húsnæðismarkaðinn. Reykjavík á að vera góður valkostur fyrir alla hópa. Við uppbyggingu borga þarf alltaf að hafa í huga fjölbreytni. Lóðir fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi og íbúðabyggð þurfa vera tiltækar hjá borginni, bæði á dýrum og ódýrum svæðum. Keldnalandið er því tilvalið til þess að auka framboð lóða. Þar eru gríðarleg tækifæri til mikillar uppbyggingar. Það flækir hins vegar málið að Keldnalandið er ekki í eigu Reykjavíkurborgar. Þess vegna leggjum við til að borgarstjórn samþykki að semja við ríkið um kaup á Keldnalandinu án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins. Jafnframt er lagt til að borgin hefjist tafarlaust handa við skipulagningu svæðisins fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili. Umhverfis- og skipulagssviði verði falið að leiða skipulagsvinnuna. Enn fremur verði lögð sérstök áhersla á að skipuleggja lóðir fyrir hagstætt húsnæði, sem sárlega vantar í borginni. Þá er jafnframt lagt til að fallið verði frá sérstöku innviðagjöldum. Aðgerðin í heild sinni verði liður í innleggi borgarinnar í kjaraviðræðum. Samþykki borgarstjórn aðgerðir okkar sjálfstæðismanna verður bæði hægt að tryggja nægt framboð lóða á frábæru byggingarland í höfuðborginni og koma jafnvægi á byggingamarkaðinn. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun