Aukum kaupmátt tugþúsunda launamanna Valgerður Sigurðardóttir skrifar 5. mars 2019 10:01 Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks kynnti í gær tillögu þar sem áhersla er lögð á að liðka til í kjaraviðræðunum sem fram undan eru. Tillagan verður flutt í borgarstjórn í dag. Einn liður í þessari tillögu fjallar um mikilvægi þess að Reykjavíkurborg eignist Keldnalandið, enda hafa forsvarsmenn verkalýðsfélaganna lagt mikla áherslu á húsnæðismálin, og raunar sagt að ekki verði skrifað undir kjarasamninga nema fyrir liggi skuldbindandi samkomulag um að bæta aðstæður fólks á húsnæðismarkaði. Þéttingastefna núverandi meirihluta hefur beðið skipbrot enda mjög dýrt að byggja á þéttingarreitum. Til marks um það hefur húsnæðisverð hækkað um 100% á síðustu átta árum. Þannig hefur aukinn kaupmáttur rýrnað í háu húsnæðisverði enda stærri og stærri prósenta af tekjum fólks sem fer beint í að greiða af húsnæði. Auk þess að byggja nær eingöngu á þéttingarreitum innheimta borgaryfirvöld alls kyns gjöld, m.a. svokölluð innviðagjöld sem leggjast í ofanálag ofan á allan þann kostnað sem kaupendur fasteigna þurfa á endanum að taka á sig. Það segir sig sjáflt að skortur á nýjum lóðum annars vegar og alls kyns gjöld hins vegar hækka húsnæðisverð. Aukið framboð lóða í Reykjavík fyrir hagkvæmt húsnæði mun því lækka húsnæðisverð og þannig auka kaupmátt tugþúsunda launamannaNauðsynlegt er að auka framboð af hagkvæmu íbúðarhúsnæði Nú blasir sá veruleiki við að íbúðir á þéttingarreitum eru orðnar svo dýrar að það standa hundruð íbúða auðar. Á þessu hafa sveitarfélög í kringum Reykjavík notið góðs af enda fólksfjölgun fyrir sveitarfélög mjög jákvæð á allan hátt, t.d. tekjulega séð. Þess vegna verða borgaryfirvöld að skipta um gír. Nauðsynlegt er að auka framboð af íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði. Við verðum að geta verið samkeppnishæf þegar ungt fólk fer út á húsnæðismarkaðinn. Reykjavík á að vera góður valkostur fyrir alla hópa. Við uppbyggingu borga þarf alltaf að hafa í huga fjölbreytni. Lóðir fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi og íbúðabyggð þurfa vera tiltækar hjá borginni, bæði á dýrum og ódýrum svæðum. Keldnalandið er því tilvalið til þess að auka framboð lóða. Þar eru gríðarleg tækifæri til mikillar uppbyggingar. Það flækir hins vegar málið að Keldnalandið er ekki í eigu Reykjavíkurborgar. Þess vegna leggjum við til að borgarstjórn samþykki að semja við ríkið um kaup á Keldnalandinu án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins. Jafnframt er lagt til að borgin hefjist tafarlaust handa við skipulagningu svæðisins fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili. Umhverfis- og skipulagssviði verði falið að leiða skipulagsvinnuna. Enn fremur verði lögð sérstök áhersla á að skipuleggja lóðir fyrir hagstætt húsnæði, sem sárlega vantar í borginni. Þá er jafnframt lagt til að fallið verði frá sérstöku innviðagjöldum. Aðgerðin í heild sinni verði liður í innleggi borgarinnar í kjaraviðræðum. Samþykki borgarstjórn aðgerðir okkar sjálfstæðismanna verður bæði hægt að tryggja nægt framboð lóða á frábæru byggingarland í höfuðborginni og koma jafnvægi á byggingamarkaðinn. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks kynnti í gær tillögu þar sem áhersla er lögð á að liðka til í kjaraviðræðunum sem fram undan eru. Tillagan verður flutt í borgarstjórn í dag. Einn liður í þessari tillögu fjallar um mikilvægi þess að Reykjavíkurborg eignist Keldnalandið, enda hafa forsvarsmenn verkalýðsfélaganna lagt mikla áherslu á húsnæðismálin, og raunar sagt að ekki verði skrifað undir kjarasamninga nema fyrir liggi skuldbindandi samkomulag um að bæta aðstæður fólks á húsnæðismarkaði. Þéttingastefna núverandi meirihluta hefur beðið skipbrot enda mjög dýrt að byggja á þéttingarreitum. Til marks um það hefur húsnæðisverð hækkað um 100% á síðustu átta árum. Þannig hefur aukinn kaupmáttur rýrnað í háu húsnæðisverði enda stærri og stærri prósenta af tekjum fólks sem fer beint í að greiða af húsnæði. Auk þess að byggja nær eingöngu á þéttingarreitum innheimta borgaryfirvöld alls kyns gjöld, m.a. svokölluð innviðagjöld sem leggjast í ofanálag ofan á allan þann kostnað sem kaupendur fasteigna þurfa á endanum að taka á sig. Það segir sig sjáflt að skortur á nýjum lóðum annars vegar og alls kyns gjöld hins vegar hækka húsnæðisverð. Aukið framboð lóða í Reykjavík fyrir hagkvæmt húsnæði mun því lækka húsnæðisverð og þannig auka kaupmátt tugþúsunda launamannaNauðsynlegt er að auka framboð af hagkvæmu íbúðarhúsnæði Nú blasir sá veruleiki við að íbúðir á þéttingarreitum eru orðnar svo dýrar að það standa hundruð íbúða auðar. Á þessu hafa sveitarfélög í kringum Reykjavík notið góðs af enda fólksfjölgun fyrir sveitarfélög mjög jákvæð á allan hátt, t.d. tekjulega séð. Þess vegna verða borgaryfirvöld að skipta um gír. Nauðsynlegt er að auka framboð af íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði. Við verðum að geta verið samkeppnishæf þegar ungt fólk fer út á húsnæðismarkaðinn. Reykjavík á að vera góður valkostur fyrir alla hópa. Við uppbyggingu borga þarf alltaf að hafa í huga fjölbreytni. Lóðir fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi og íbúðabyggð þurfa vera tiltækar hjá borginni, bæði á dýrum og ódýrum svæðum. Keldnalandið er því tilvalið til þess að auka framboð lóða. Þar eru gríðarleg tækifæri til mikillar uppbyggingar. Það flækir hins vegar málið að Keldnalandið er ekki í eigu Reykjavíkurborgar. Þess vegna leggjum við til að borgarstjórn samþykki að semja við ríkið um kaup á Keldnalandinu án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins. Jafnframt er lagt til að borgin hefjist tafarlaust handa við skipulagningu svæðisins fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili. Umhverfis- og skipulagssviði verði falið að leiða skipulagsvinnuna. Enn fremur verði lögð sérstök áhersla á að skipuleggja lóðir fyrir hagstætt húsnæði, sem sárlega vantar í borginni. Þá er jafnframt lagt til að fallið verði frá sérstöku innviðagjöldum. Aðgerðin í heild sinni verði liður í innleggi borgarinnar í kjaraviðræðum. Samþykki borgarstjórn aðgerðir okkar sjálfstæðismanna verður bæði hægt að tryggja nægt framboð lóða á frábæru byggingarland í höfuðborginni og koma jafnvægi á byggingamarkaðinn. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun