Kjarapakki Eyþór Arnalds skrifar 5. mars 2019 07:00 Í dag leggjum við til í borgarstjórn tillögu um bætt kjör heimilanna í borginni. Við leggjum til að launaskattur borgarinnar; útsvar, verði lækkað. Við leggjum til lækkun á gjöldum heimilanna, en Orkuveitan er í eigu borgarinnar. Þessar aðgerðir geta skilað heimili með tveimur fyrirvinnum aukningu upp á 120 þúsund krónur eða sem nemur 200 þúsund krónum fyrir skatta á ári. Þá leggjum við til að Keldnalandið verði skipulagt undir hagstætt húsnæði, stofnanir og fyrirtæki án tafar eða fyrirvara. Ríkið getur ekki skipulagt Keldnalandið. Það er í höndum borgarinnar. Lækkun byggingargjalda getur lækkað húsnæðiskostnað nýbyggðra íbúða um 100 þúsund krónur á ári til viðbótar. Borgin tekur meira af launafólki en ríkið og hærri fjárhæð en nágrannasveitarfélögin. Fyrir því eru engin rök, enda ætti Reykjavík að vera hagstæðasta einingin sem langstærsta sveitarfélagið. Þá var gjaldskrá Orkuveitunnar hækkuð mikið eftir bankahrunið. Í stað þess að greiða út milljarða í arð, leggjum við til gjaldskrárlækkun. Lækkun gjalda hjá Orkuveitunni hefur jákvæð áhrif á lánavísitölur til lækkunar. Það eru viðbótaráhrif sem skipta máli. Allt miðar þetta að því að bæta kjör fólksins sem býr í borginni. Bætt launakjör, lægri kostnaður heimilanna, hagstæðara húsnæði og áhrif til lækkunar verðtryggðra lána. Hér getur borgin lagt lóð á vogarskálarnar. Og það nokkur. Á sama tíma gerum við borgina samkeppnishæfari, en margir hafa farið til nágrannasveitarfélaganna, út á land eða til annarra landa. Við viljum að borgin sé fyrsti kostur. Hér geti ungt fólk eignast húsnæði og haft bættan kaupmátt. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vonast til að sem flestir í borgarstjórn sameinist um þennan kjarapakka. Borgin hefur farið of langt í að leggja álögur á fólkið í borginni. Nú er kominn tími til að breyta til hins betra.Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Í dag leggjum við til í borgarstjórn tillögu um bætt kjör heimilanna í borginni. Við leggjum til að launaskattur borgarinnar; útsvar, verði lækkað. Við leggjum til lækkun á gjöldum heimilanna, en Orkuveitan er í eigu borgarinnar. Þessar aðgerðir geta skilað heimili með tveimur fyrirvinnum aukningu upp á 120 þúsund krónur eða sem nemur 200 þúsund krónum fyrir skatta á ári. Þá leggjum við til að Keldnalandið verði skipulagt undir hagstætt húsnæði, stofnanir og fyrirtæki án tafar eða fyrirvara. Ríkið getur ekki skipulagt Keldnalandið. Það er í höndum borgarinnar. Lækkun byggingargjalda getur lækkað húsnæðiskostnað nýbyggðra íbúða um 100 þúsund krónur á ári til viðbótar. Borgin tekur meira af launafólki en ríkið og hærri fjárhæð en nágrannasveitarfélögin. Fyrir því eru engin rök, enda ætti Reykjavík að vera hagstæðasta einingin sem langstærsta sveitarfélagið. Þá var gjaldskrá Orkuveitunnar hækkuð mikið eftir bankahrunið. Í stað þess að greiða út milljarða í arð, leggjum við til gjaldskrárlækkun. Lækkun gjalda hjá Orkuveitunni hefur jákvæð áhrif á lánavísitölur til lækkunar. Það eru viðbótaráhrif sem skipta máli. Allt miðar þetta að því að bæta kjör fólksins sem býr í borginni. Bætt launakjör, lægri kostnaður heimilanna, hagstæðara húsnæði og áhrif til lækkunar verðtryggðra lána. Hér getur borgin lagt lóð á vogarskálarnar. Og það nokkur. Á sama tíma gerum við borgina samkeppnishæfari, en margir hafa farið til nágrannasveitarfélaganna, út á land eða til annarra landa. Við viljum að borgin sé fyrsti kostur. Hér geti ungt fólk eignast húsnæði og haft bættan kaupmátt. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vonast til að sem flestir í borgarstjórn sameinist um þennan kjarapakka. Borgin hefur farið of langt í að leggja álögur á fólkið í borginni. Nú er kominn tími til að breyta til hins betra.Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun