Sjúkást er forvarnaverkefni á vegum Stígamóta sem ætlað er að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi með fræðslu um mörk, samþykki og heilbrigð sambönd. Eftir herferðina í fyrra taldi Stígamót nauðsynlegt að leggja enn meiri áherslu á að festa í sessi hjá ungu fólki að virða mörk, bæði sín eigin og annarra.

Hún segir átakið sprottið út frá því að ungt fólk leiti í síauknu mæli til Stígamóta með ljótar sögur úr sínum fyrstu samböndum. „Við sáum aðþað væri mikil þörf á að ræða hvað eru heilbrigð sambönd, hvaðóheilbrigð sambönd eru og hvað ofbeldissambönd eru. Þá sem einskonar forvörn þannig aðþau geti mögulega þekkt einkennin fyrr og vitað hvað er í lagi og hvað ekki,“ segir hún.
Hægt er að kynna sér verkefniðá heimasíðunni þeirra og einnig á facebook.
„Svo erum við með risa stórt fræðsluverkefni í samstarfið við Samfés. Þar sem við erum búin aðútbúa fræðslupakka á vegum Stígamóta og sjúkást í samstarfi viðþau. Starfsfólk félagsmiðstöðva mun svo sjá um fara meðþessa fræðslu fyrir 4500 unglinga,“ segir hún.