Anthem: Groundhog day tölvuleikjanna Samúel Karl Ólason skrifar 4. mars 2019 11:45 Vélbúningar Anthem eru fjórir og skiptast eftir hefðbundnum hlutverkum persóna í ævintýraleikjum. Vísir/Bioware Mannkynið stendur frammi fyrir ógnum úr öllum áttum á plánetu sem tekur reglulega stakkaskiptum. Guðirnir hurfu áður en þeir kláruðu heiminn og skildu verkfæri sín eftir. Til að verjast þeim ógnum sem að þeim stafa skapaði mannkynið sérstaka vél-bardaga-búninga sem kallast Javelin. Klæddir slíkum búningum breytist venjulegur maður í fljúgandi drápsvél og standa þeir vörð um mannkynið. Það er gaman að standa vörð um mannkynið í Anthem en endurtekningar og mörg og þreytandi kerfi leiksins draga úr upplifuninni.Ég verð að byrja á því að taka fram að ég er allt of seinn í þetta tiltekna partí. Anthem kom opinberlega út þann 22. febrúar en þá höfðu þó fjölmargir haft aðgang að leiknum í minnst eina viku. Á þeirri viku hlaut leikurinn afhroð gagnrýnenda og þótti hann ópússaður og gallaður. Það hjálpaði mér að vissu leyti að koma seint inn í leikinn þar sem ég slapp við mikið af þessum göllum. Anthem er að mörgu leyti mjög skemmtilegur leikur en miklar endurtekningar og meh-saga kemur verulega niður á upplifuninni. Bioware er meðal minna uppáhalds tölvuleikjaframleiðenda en fyrirtækið hefur meðal annars gefið út leiki eins og Mass Effect, Dragon Age og Star Wars: Knights of the Old Republic. Þetta eru allt leikir þar sem sagan stendur upp úr, ákvarðanir skipta máli og persónur eru eftirminnilegar. Ef einhver segist hafa spilað KOTOR og segist ekki muna vel eftir HK-47, þá er sá kjötsekkur að ljúga því að hann hafi spilað KOTOR. Ef einhver spilaði Mass Effect seríuna og táraðist ekki þegar Mordin fórnaði sér, þá er sá að ljúga. Sá gæti líka verið siðblindur eða bara einhvers konar drullusokkur. Sama hvað, ef þú þekkir einhvern slíkan myndi ég hætta að umgangast hann.Anthem lítur mjög vel út, grafíklega séð.Vísir/BiowareAnthem aftur á móti skilur ekkert eftir sig. Ákvarðanir spilara skipta engu máli fyrir söguna og það eina sem þær gera er að breyta svörum lítillega. Persónur leiksins eru eins óáhugaverðar og þær geta verið. Við spilun leiksins á ég erfitt með að sjá hvernig Bioware gat gert þennan leik. Persónurnar eru vel leiknar og teiknaðar (öfugt við Andromeda) en manni er bara alveg sama. Ég tala við þær allar en hlusta ekki á neina. Þegar valmöguleiki um svar kemur upp vel ég iðulega bara kurteisari möguleikann og pikka svo nokkrum sinnum á takka til að komast hjá því að hlusta. Ég veit að þetta hefur ekki áhrif á neitt og skiptir engu máli, þannig að af hverju ætti maður að hlusta. Það allra versta við þetta er þó að það tekur heillangan tíma að hlaupa um heimastöðina, sem heitir Fort Tarsis, og tala við allt þetta fólk. Þar að auki þarf maður stundum að hlaupa tvo hringi um stöðina til að tala við alla. Það getur verið alveg óþolandi að eyða einhverjum 20 mínútum á milli verkefna í þetta.Góður leikur í grunninn Baradagakerfi Anthem er frábært. Það er skemmtilegt, flæðið er gott og það virkar vel. Það er ekki hægt að segja annað um leik sem gerir manni kleift að fljúga um í vélmennum með stærðarinnar byssur og önnur vopn. Það eru fjórar týpur af Javelin-um í leiknum sem einkennast svolítið af hefðbundnum hlutverkum persóna í ævintýraleikjum.Hann lítur líka mjög vel út. Allt umhverfi leiksins er einkar flott og kortið er vel hannað og skemmtilegt. Það er alveg hægt að eyða miklum tíma í að ráfa um það og finna vonda karla til að drepa, falda fjársjóði og ýmislegt annað. Allavega enn sem komið er. Ætli það verði ekki þreytandi líka á endanum. það er líka sérlega skemmtilegt að ferðast um heim Anthem í fljúgandi dráps-vélbúningi. Maður er alltaf í smá Iron-Man fíling. Eða þar til vélbúningurinn ofhitnar og þú þarft að lenda í smá stund. Ég hef rekist á skringilega fáa glitcha eða tæknilega galla miðað við hvað ég hef séð leikinn gagnrýnt mikið fyrir slíkt en þar spilar án efa inn í hvað ég komst seint í að byrja að spila hann.Sama skemmtilega ferðin, aftur og aftur Í grunninn finnst mér ósanngjarnt að segja að Anthem sé slæmur eða lélegur leikur. Ég hef skemmt mér vel í þessum leik en ég kemst ekki hjá því að hugsa að hann gæti verið mun betri. Auk þess að nefna söguna er auðvelt að gagnrýna verðlauna-kerfi Anthem einnig. Spilarar geta breytt þeim Javelinum sem þeir notast við á fjölbreyttan hátt. Vopn, viðbætur og aukahæfileikar eru algengir og fjölbreyttir. Það sem er samt óþolandi er að þessi vopn og þessar viðbætur eru allt of algengar. Þau eru á mismunandi levelum og á mismunandi gæðum. Lvl 15 haglabyssa er ekki endilega það sama og lvl 15 haglabyssa, þar sem þær geta verið mismunandi á litinn og með mismunandi hliðarverkanir. Þá er ekki hægt að skipta um vopn eða búnað í miðjum leik. Þú sérð ekki einu sinni hvað þú ert að fá. Maður fær bara meldingu um að maður hafi fundið eitthvað blátt, grænt eða gult, svo einhverjir litir séu nefndir. Til að kanna hvað maður fékk og bæta því við vélbúninginn þarf maður að fara í gegnum minnst þrjár valmyndir og bíða eftir að þær hlaðist upp. Þetta er alltaf sama hringekjan. Í Groundhog Day skemmti Phil sér vel til að byrja með en hann varð verulega þreyttur á því að ganga í gegnum sama daginn aftur og aftur.Það er mjög gaman að ferðast um söguheim Anthem.Vísir/BiowareÍ stuttu máli sagt er einn stærsti galli Anthem sá að maður er þvingaður til að hlaupa um heimastöð leiksins, tala við óáhugaverðar persónur og fá verkefni hjá þeim. Þá hoppar maður upp í Javelin, fer út stráfellir dýr eða menn, á einhverjum tímapunkti þarf að ýta á takka til að skoða eitthvað, verja tiltekinn stað eða elta uppi tiltekna hluti og fara með þá á tiltekinn stað á meðan óvinir skjóta á þig. Fyrir það að drepa karla og klára verkefni fær maður mismunandi útgáfur af sömu vopnunum eða viðbótum við Javelin-ið. Gæði þeirra fara eftir því hvaða erfiðleikastigi maður er að spila á. Því næst fer maður aftur heim og skiptir út lvl20 vélbyssunni fyrir sömu byssu sem er lvl21. Þetta gerir maður svo aftur og aftur til að verða aðeins betri í hvert sinn. Annar galli við Anthem er án efa sá að það sé ekki hægt að berjast við aðra spilara. Það gæti verið geggjað.Mælt með fjölspilun Það er hægt að spila leikinn einn, með vinum eða með ókunnugum. Þó er lagt til að maður spili með öðrum þar sem samvinna borgar sig. Bæði með auknu XP og með því að spilarar á mismunandi Javelinum geta unnið saman til að valda mun meiri skaða en annars. Einn getur til dæmis kastað frostsprengju þá getur annar sprengt hina frosnu óvini í drasl með eldingu eða annars konar sprengingum. Það er mjög gaman þegar vel heppnast. En, eins og með svo margt, þá verður það mun minna gaman þegar þú ert að gera það í þrítugasta skiptið. Þegar maður er að spila með öðrum fer saga leiksins, sem er þó ekkert til að hrópa húrra yfir, algerlega fram hjá manni. Þá flýgur maður bara frá einum punkti til annars, drepur það sem drepa þarf og heldur áfram. Jafnvel þó að maður sé að skemmta sér konunglega við einhver tiltekin verkefni eða lendir á góðum hópi ókunnugra spilara, þá er það skemmt fyrir manni. Því þegar verkefnið er búið kippir leikurinn gólfinu undan þér og þú ert fluttur aftur í heimastöðina til að uppfæra vélbúninginn og tala við pakkið í Fort-Tarsis til að fá ný verkefni.Samantekt-ish Ég veit að ég á eftir að spila Anthem töluvert en sú tilhugsun fer eiginlega í taugarnar á mér vegna þeirra endurtekninga sem ég hef þegar upplifað. Í grunninn er þetta góður leikur og skemmtilegur. Það virkar flest vel en stakir hlutar leiksins henta ekki öðrum og undarlegt og þreytandi verðlaunakerfi kemur verulega niður á honum. Þá er verið að reyna að fá mann til að hafa áhuga á einhverri sögu, án þess þó að gefa manni tækifæri til að njóta hennar eða fá áhuga á henni. Maður hefur á tilfinningunni að starfsmenn Bioware hafi ætlað sér að búa til ákveðinn leik en hugmyndin hafi farið í gegnum fjöldan allan af nefndum sem hafi útþynnt allar bestu hugmyndirnar og bætt við öðrum sem komi niður á leiknum. Þar hafi einhver líka fengið hugmyndina: „Hei! Þetta er gaman. Gerum allan leikinn svona.“ Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Mannkynið stendur frammi fyrir ógnum úr öllum áttum á plánetu sem tekur reglulega stakkaskiptum. Guðirnir hurfu áður en þeir kláruðu heiminn og skildu verkfæri sín eftir. Til að verjast þeim ógnum sem að þeim stafa skapaði mannkynið sérstaka vél-bardaga-búninga sem kallast Javelin. Klæddir slíkum búningum breytist venjulegur maður í fljúgandi drápsvél og standa þeir vörð um mannkynið. Það er gaman að standa vörð um mannkynið í Anthem en endurtekningar og mörg og þreytandi kerfi leiksins draga úr upplifuninni.Ég verð að byrja á því að taka fram að ég er allt of seinn í þetta tiltekna partí. Anthem kom opinberlega út þann 22. febrúar en þá höfðu þó fjölmargir haft aðgang að leiknum í minnst eina viku. Á þeirri viku hlaut leikurinn afhroð gagnrýnenda og þótti hann ópússaður og gallaður. Það hjálpaði mér að vissu leyti að koma seint inn í leikinn þar sem ég slapp við mikið af þessum göllum. Anthem er að mörgu leyti mjög skemmtilegur leikur en miklar endurtekningar og meh-saga kemur verulega niður á upplifuninni. Bioware er meðal minna uppáhalds tölvuleikjaframleiðenda en fyrirtækið hefur meðal annars gefið út leiki eins og Mass Effect, Dragon Age og Star Wars: Knights of the Old Republic. Þetta eru allt leikir þar sem sagan stendur upp úr, ákvarðanir skipta máli og persónur eru eftirminnilegar. Ef einhver segist hafa spilað KOTOR og segist ekki muna vel eftir HK-47, þá er sá kjötsekkur að ljúga því að hann hafi spilað KOTOR. Ef einhver spilaði Mass Effect seríuna og táraðist ekki þegar Mordin fórnaði sér, þá er sá að ljúga. Sá gæti líka verið siðblindur eða bara einhvers konar drullusokkur. Sama hvað, ef þú þekkir einhvern slíkan myndi ég hætta að umgangast hann.Anthem lítur mjög vel út, grafíklega séð.Vísir/BiowareAnthem aftur á móti skilur ekkert eftir sig. Ákvarðanir spilara skipta engu máli fyrir söguna og það eina sem þær gera er að breyta svörum lítillega. Persónur leiksins eru eins óáhugaverðar og þær geta verið. Við spilun leiksins á ég erfitt með að sjá hvernig Bioware gat gert þennan leik. Persónurnar eru vel leiknar og teiknaðar (öfugt við Andromeda) en manni er bara alveg sama. Ég tala við þær allar en hlusta ekki á neina. Þegar valmöguleiki um svar kemur upp vel ég iðulega bara kurteisari möguleikann og pikka svo nokkrum sinnum á takka til að komast hjá því að hlusta. Ég veit að þetta hefur ekki áhrif á neitt og skiptir engu máli, þannig að af hverju ætti maður að hlusta. Það allra versta við þetta er þó að það tekur heillangan tíma að hlaupa um heimastöðina, sem heitir Fort Tarsis, og tala við allt þetta fólk. Þar að auki þarf maður stundum að hlaupa tvo hringi um stöðina til að tala við alla. Það getur verið alveg óþolandi að eyða einhverjum 20 mínútum á milli verkefna í þetta.Góður leikur í grunninn Baradagakerfi Anthem er frábært. Það er skemmtilegt, flæðið er gott og það virkar vel. Það er ekki hægt að segja annað um leik sem gerir manni kleift að fljúga um í vélmennum með stærðarinnar byssur og önnur vopn. Það eru fjórar týpur af Javelin-um í leiknum sem einkennast svolítið af hefðbundnum hlutverkum persóna í ævintýraleikjum.Hann lítur líka mjög vel út. Allt umhverfi leiksins er einkar flott og kortið er vel hannað og skemmtilegt. Það er alveg hægt að eyða miklum tíma í að ráfa um það og finna vonda karla til að drepa, falda fjársjóði og ýmislegt annað. Allavega enn sem komið er. Ætli það verði ekki þreytandi líka á endanum. það er líka sérlega skemmtilegt að ferðast um heim Anthem í fljúgandi dráps-vélbúningi. Maður er alltaf í smá Iron-Man fíling. Eða þar til vélbúningurinn ofhitnar og þú þarft að lenda í smá stund. Ég hef rekist á skringilega fáa glitcha eða tæknilega galla miðað við hvað ég hef séð leikinn gagnrýnt mikið fyrir slíkt en þar spilar án efa inn í hvað ég komst seint í að byrja að spila hann.Sama skemmtilega ferðin, aftur og aftur Í grunninn finnst mér ósanngjarnt að segja að Anthem sé slæmur eða lélegur leikur. Ég hef skemmt mér vel í þessum leik en ég kemst ekki hjá því að hugsa að hann gæti verið mun betri. Auk þess að nefna söguna er auðvelt að gagnrýna verðlauna-kerfi Anthem einnig. Spilarar geta breytt þeim Javelinum sem þeir notast við á fjölbreyttan hátt. Vopn, viðbætur og aukahæfileikar eru algengir og fjölbreyttir. Það sem er samt óþolandi er að þessi vopn og þessar viðbætur eru allt of algengar. Þau eru á mismunandi levelum og á mismunandi gæðum. Lvl 15 haglabyssa er ekki endilega það sama og lvl 15 haglabyssa, þar sem þær geta verið mismunandi á litinn og með mismunandi hliðarverkanir. Þá er ekki hægt að skipta um vopn eða búnað í miðjum leik. Þú sérð ekki einu sinni hvað þú ert að fá. Maður fær bara meldingu um að maður hafi fundið eitthvað blátt, grænt eða gult, svo einhverjir litir séu nefndir. Til að kanna hvað maður fékk og bæta því við vélbúninginn þarf maður að fara í gegnum minnst þrjár valmyndir og bíða eftir að þær hlaðist upp. Þetta er alltaf sama hringekjan. Í Groundhog Day skemmti Phil sér vel til að byrja með en hann varð verulega þreyttur á því að ganga í gegnum sama daginn aftur og aftur.Það er mjög gaman að ferðast um söguheim Anthem.Vísir/BiowareÍ stuttu máli sagt er einn stærsti galli Anthem sá að maður er þvingaður til að hlaupa um heimastöð leiksins, tala við óáhugaverðar persónur og fá verkefni hjá þeim. Þá hoppar maður upp í Javelin, fer út stráfellir dýr eða menn, á einhverjum tímapunkti þarf að ýta á takka til að skoða eitthvað, verja tiltekinn stað eða elta uppi tiltekna hluti og fara með þá á tiltekinn stað á meðan óvinir skjóta á þig. Fyrir það að drepa karla og klára verkefni fær maður mismunandi útgáfur af sömu vopnunum eða viðbótum við Javelin-ið. Gæði þeirra fara eftir því hvaða erfiðleikastigi maður er að spila á. Því næst fer maður aftur heim og skiptir út lvl20 vélbyssunni fyrir sömu byssu sem er lvl21. Þetta gerir maður svo aftur og aftur til að verða aðeins betri í hvert sinn. Annar galli við Anthem er án efa sá að það sé ekki hægt að berjast við aðra spilara. Það gæti verið geggjað.Mælt með fjölspilun Það er hægt að spila leikinn einn, með vinum eða með ókunnugum. Þó er lagt til að maður spili með öðrum þar sem samvinna borgar sig. Bæði með auknu XP og með því að spilarar á mismunandi Javelinum geta unnið saman til að valda mun meiri skaða en annars. Einn getur til dæmis kastað frostsprengju þá getur annar sprengt hina frosnu óvini í drasl með eldingu eða annars konar sprengingum. Það er mjög gaman þegar vel heppnast. En, eins og með svo margt, þá verður það mun minna gaman þegar þú ert að gera það í þrítugasta skiptið. Þegar maður er að spila með öðrum fer saga leiksins, sem er þó ekkert til að hrópa húrra yfir, algerlega fram hjá manni. Þá flýgur maður bara frá einum punkti til annars, drepur það sem drepa þarf og heldur áfram. Jafnvel þó að maður sé að skemmta sér konunglega við einhver tiltekin verkefni eða lendir á góðum hópi ókunnugra spilara, þá er það skemmt fyrir manni. Því þegar verkefnið er búið kippir leikurinn gólfinu undan þér og þú ert fluttur aftur í heimastöðina til að uppfæra vélbúninginn og tala við pakkið í Fort-Tarsis til að fá ný verkefni.Samantekt-ish Ég veit að ég á eftir að spila Anthem töluvert en sú tilhugsun fer eiginlega í taugarnar á mér vegna þeirra endurtekninga sem ég hef þegar upplifað. Í grunninn er þetta góður leikur og skemmtilegur. Það virkar flest vel en stakir hlutar leiksins henta ekki öðrum og undarlegt og þreytandi verðlaunakerfi kemur verulega niður á honum. Þá er verið að reyna að fá mann til að hafa áhuga á einhverri sögu, án þess þó að gefa manni tækifæri til að njóta hennar eða fá áhuga á henni. Maður hefur á tilfinningunni að starfsmenn Bioware hafi ætlað sér að búa til ákveðinn leik en hugmyndin hafi farið í gegnum fjöldan allan af nefndum sem hafi útþynnt allar bestu hugmyndirnar og bætt við öðrum sem komi niður á leiknum. Þar hafi einhver líka fengið hugmyndina: „Hei! Þetta er gaman. Gerum allan leikinn svona.“
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira