Líklegt að þingið hafni neyðarástandi Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2019 22:10 Donald Trump mun beita neitunarvaldi sínu hafni þingið neyðarástandsyfirlýsingu hans. Vísir/Getty Líklegt er að andstæðingar neyðarástandsyfirlýsingar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, takist að safna nægum atkvæðum í öldungadeild Bandaríkjaþings til þess að hafna yfirlýsingunni. Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni sem þegar hefur greitt atkvæði með því að hafna neyðarástandsyfirlýsingunni. Repúblikanar eru hins vegar í meirihluta í öldungadeildinni en minnst fjórir þingmenn flokksins hafa lýst því yfir að þeir geti ekki stutt yfirlýsinguna. Það þýðir að 51 öldungardeildarþingmaður er á móti yfirlýsingunni eða meirihluti þingmanna. Trump tilkynnti í síðasta mánuði að hann myndi nýta hann sér ákvæði í lögum sem gerir honum kleift að sækja fjármagn í tilfell neyðarástands. Tilkynnti Trump að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svo hann gæti sótt fjármagn í byggingu umdeilds múrs eða girðingu á landamærunum, en þingið hefur ekki veitt honum fjármagn til þess.Sjá einnig: Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“Í umfjöllun Guardian segir að þeir þingmenn Repúblikana sem mótfallnir eru neyðarástandsyfirlýsingu Trump telji að með því traðki hann á stjórnarskrárbundnu hlutverki þingsins sem meðal annars er að úthluta fjárveitingum til framkvæmdavaldsins. Þá feli yfirlýsing Trump í sér hættulegt fordæmi sem forsetar úr röðum demókrata geti vísað í í framtíðinni.Trump hefur gefið út að hann muni beita neitunarvaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að höfnun þingsins komi í veg fyrir að hann geti lýst yfir neyðarástandi. Þrátt fyrir að búið sé að safna nægu liði til þess að hafna yfirlýsingunni er talið ólíklegt að þeir muni einnig greiða atkvæði með tillögu um að koma í veg fyrir að Trump beiti neitunarvaldinu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sextán ríki kæra neyðarástand Trump Sextán ríki Bandaríkjanna, með Kalíforníu í broddi fylkingar, hafa ákveðið að fara í mál við Donald Trump, forseta landsins, vegna ákvörðunar hans um að lýsa yfir neyðarástandi. 19. febrúar 2019 06:56 Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Trump forseti lét móðan mása í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. 3. mars 2019 08:50 Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Líklegt er að andstæðingar neyðarástandsyfirlýsingar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, takist að safna nægum atkvæðum í öldungadeild Bandaríkjaþings til þess að hafna yfirlýsingunni. Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni sem þegar hefur greitt atkvæði með því að hafna neyðarástandsyfirlýsingunni. Repúblikanar eru hins vegar í meirihluta í öldungadeildinni en minnst fjórir þingmenn flokksins hafa lýst því yfir að þeir geti ekki stutt yfirlýsinguna. Það þýðir að 51 öldungardeildarþingmaður er á móti yfirlýsingunni eða meirihluti þingmanna. Trump tilkynnti í síðasta mánuði að hann myndi nýta hann sér ákvæði í lögum sem gerir honum kleift að sækja fjármagn í tilfell neyðarástands. Tilkynnti Trump að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svo hann gæti sótt fjármagn í byggingu umdeilds múrs eða girðingu á landamærunum, en þingið hefur ekki veitt honum fjármagn til þess.Sjá einnig: Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“Í umfjöllun Guardian segir að þeir þingmenn Repúblikana sem mótfallnir eru neyðarástandsyfirlýsingu Trump telji að með því traðki hann á stjórnarskrárbundnu hlutverki þingsins sem meðal annars er að úthluta fjárveitingum til framkvæmdavaldsins. Þá feli yfirlýsing Trump í sér hættulegt fordæmi sem forsetar úr röðum demókrata geti vísað í í framtíðinni.Trump hefur gefið út að hann muni beita neitunarvaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að höfnun þingsins komi í veg fyrir að hann geti lýst yfir neyðarástandi. Þrátt fyrir að búið sé að safna nægu liði til þess að hafna yfirlýsingunni er talið ólíklegt að þeir muni einnig greiða atkvæði með tillögu um að koma í veg fyrir að Trump beiti neitunarvaldinu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sextán ríki kæra neyðarástand Trump Sextán ríki Bandaríkjanna, með Kalíforníu í broddi fylkingar, hafa ákveðið að fara í mál við Donald Trump, forseta landsins, vegna ákvörðunar hans um að lýsa yfir neyðarástandi. 19. febrúar 2019 06:56 Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Trump forseti lét móðan mása í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. 3. mars 2019 08:50 Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Sextán ríki kæra neyðarástand Trump Sextán ríki Bandaríkjanna, með Kalíforníu í broddi fylkingar, hafa ákveðið að fara í mál við Donald Trump, forseta landsins, vegna ákvörðunar hans um að lýsa yfir neyðarástandi. 19. febrúar 2019 06:56
Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Trump forseti lét móðan mása í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. 3. mars 2019 08:50
Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30