Bandaríkin krefja Pakistan um svör vegna herflugvélar Andri Eysteinsson skrifar 3. mars 2019 19:01 Hér má sjá F-16 herflugvél á flugi. Getty/Anadolu Agency Bandarísk stjórnvöld leita svara við fyrirspurn sinni um hvort F-16 herflugvél, sem smíðuð er í Bandaríkjunum, hafi verið notuð af pakistanska hernum til að skjóta niður indverska herflugvél síðasta miðvikudag. Reuters greinir frá. Hafi svo verið þykir það brjóta gegn samkomulagi milli Bandaríkjanna og Pakistan sem sett var vegna vopnasölu milli þjóðanna. Mikil átök hafa geisað milli Indlands og Pakistan í Kashmir-héraði. Báðar þjóðir hafa varpað sprengjum í vikunni og í miðri viku var indverskri vél grandað og flugmaður hennar handtekinn af Pakistönum. Tveimur dögum síðar var flugmanninn þó sleppt og þótti það til marks um að draga myndi úr átökunum. Ástandið er þó enn eldfimt.Indverjar segja bara F-16 koma til greina Sama dag og indversku vélinni var grandað neitaði talsmaður pakistanska hersins því að F-16 vél hafi skotið indversku vélina niður. F-16 vélar eru smíðaðar af bandaríska fyrirtækinu Lockheed Martin og keyptu Pakistönsk yfirvöld slíkar vélar frá Bandarískum kollegum sínum. Bandaríkin seldu Pakistönum vélarnar en settu takmörk á í hvaða tilgangi vélarnar má nota. Degi eftir að vélin var skotin niður birtu indversk stjórnvöld gögn sem benda til þess að loftskeytið sem grandaði indversku vélinni geti einungis hafa komið úr F-16 herflugvél en ekki frá kínverskri JF-17 vél, en pakistanski herinn hefur einungis tvær gerðir herflugvéla. Bandaríkjastjórn leitar nú frekari upplýsinga um málið og lítur það alvarlegum augum. Bandaríkin Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld leita svara við fyrirspurn sinni um hvort F-16 herflugvél, sem smíðuð er í Bandaríkjunum, hafi verið notuð af pakistanska hernum til að skjóta niður indverska herflugvél síðasta miðvikudag. Reuters greinir frá. Hafi svo verið þykir það brjóta gegn samkomulagi milli Bandaríkjanna og Pakistan sem sett var vegna vopnasölu milli þjóðanna. Mikil átök hafa geisað milli Indlands og Pakistan í Kashmir-héraði. Báðar þjóðir hafa varpað sprengjum í vikunni og í miðri viku var indverskri vél grandað og flugmaður hennar handtekinn af Pakistönum. Tveimur dögum síðar var flugmanninn þó sleppt og þótti það til marks um að draga myndi úr átökunum. Ástandið er þó enn eldfimt.Indverjar segja bara F-16 koma til greina Sama dag og indversku vélinni var grandað neitaði talsmaður pakistanska hersins því að F-16 vél hafi skotið indversku vélina niður. F-16 vélar eru smíðaðar af bandaríska fyrirtækinu Lockheed Martin og keyptu Pakistönsk yfirvöld slíkar vélar frá Bandarískum kollegum sínum. Bandaríkin seldu Pakistönum vélarnar en settu takmörk á í hvaða tilgangi vélarnar má nota. Degi eftir að vélin var skotin niður birtu indversk stjórnvöld gögn sem benda til þess að loftskeytið sem grandaði indversku vélinni geti einungis hafa komið úr F-16 herflugvél en ekki frá kínverskri JF-17 vél, en pakistanski herinn hefur einungis tvær gerðir herflugvéla. Bandaríkjastjórn leitar nú frekari upplýsinga um málið og lítur það alvarlegum augum.
Bandaríkin Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00