Stjórnvöld þurfa að endurskoða skattatillögur til að liðka fyrir í kjaradeilu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 3. mars 2019 12:02 Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar telur mikilvægt að stjórnvöld endurskoði skattatillögur sínar til að liðka fyrir í kjaradeilu. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins til þriggja ára segir kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins vera mun pólitískari en fyrri kjaradeilur. „Deilan er harðari og að einhverju leiti pólitískari en fyrri kjaradeilur. Það er kannski ábyrgðarhluti og beinlínis ólöglegt af verkalýðshreyfingunni að beina verkfallsaðgerðum og kjaradeilu beint að stjórnvöldum eða pólitískum álitaefnum,“ segir Þorsteinn. Hins vegar þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar sem féllu ekki í kramið hjá fulltrúum stéttarfélaganna. „Það er líka gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld leggi eitthvert raunverulegt virði inn í kjaraviðræðurnar. Ætli þau sér á annað borð að vera þátttakendur við borðið. Það er ekki annað að sjá en skattatillögur þeirra hafi algjörlega fallið um sig sjálfar og ekki fengið neinar undirtektir að hálfu samningsaðila. Ég vona að stjórnvöld verði tilbúin að endurskoða tillögurnar ég held að það sé raunveruleg þörf á því við borðið að það verði skattabreytingar sem komi sérstaklega þeim tekjulægstu til góða ef þær eiga að vera raunverulegt framlag til lausnar,“ segir hann. Þá bendir hann á fleiri þætti sem gætu liðkað til við samningaborðið. „Við fengum kannanir sem sýna að matarkarfan hér er 30-50% dýrari en í nágrannalöndum okkar. Það myndi heldur betur vera búbót og kjarabót fyrir launþega ef tækist að breya því. Og auðvitað svo vaxtastigið í landinu, við erum með tvöfalt til þrefalt hærra vaxtastig hér en í nágrannalöndum okkar sem bitnar á öllu. Húsnæðiskostnaði og vöruverði. Það væri gríðarleg kjarabót ef stjórnvöld kæmu með raunverulegar lausnir til að lækka vaxtastigið og matarverðið og kæmu með skattbreytingar,“ segir Þorsteinn Verkföll eigi ekki að snúast um hvað stjórnvöld eigi að gera. Þau eigi að snúast um kaup og kjör. Mikilvægt sé að samningsaðilar ræði saman og finni lausn á deilunni því hagkerfið þoli illa verkföll á þessum tíma. „Á sama tíma og við sjáum þessi miklu merki kólnunar í hagkerfinu og vandræði í ferðaþjónustunni þá er afar alvarlegt að við séum að jafnframt að stefna í harðar kjaradeilur og verkföll,“ segir Þorsteinn að lokum. Kjaramál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi Sjá meira
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins til þriggja ára segir kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins vera mun pólitískari en fyrri kjaradeilur. „Deilan er harðari og að einhverju leiti pólitískari en fyrri kjaradeilur. Það er kannski ábyrgðarhluti og beinlínis ólöglegt af verkalýðshreyfingunni að beina verkfallsaðgerðum og kjaradeilu beint að stjórnvöldum eða pólitískum álitaefnum,“ segir Þorsteinn. Hins vegar þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar sem féllu ekki í kramið hjá fulltrúum stéttarfélaganna. „Það er líka gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld leggi eitthvert raunverulegt virði inn í kjaraviðræðurnar. Ætli þau sér á annað borð að vera þátttakendur við borðið. Það er ekki annað að sjá en skattatillögur þeirra hafi algjörlega fallið um sig sjálfar og ekki fengið neinar undirtektir að hálfu samningsaðila. Ég vona að stjórnvöld verði tilbúin að endurskoða tillögurnar ég held að það sé raunveruleg þörf á því við borðið að það verði skattabreytingar sem komi sérstaklega þeim tekjulægstu til góða ef þær eiga að vera raunverulegt framlag til lausnar,“ segir hann. Þá bendir hann á fleiri þætti sem gætu liðkað til við samningaborðið. „Við fengum kannanir sem sýna að matarkarfan hér er 30-50% dýrari en í nágrannalöndum okkar. Það myndi heldur betur vera búbót og kjarabót fyrir launþega ef tækist að breya því. Og auðvitað svo vaxtastigið í landinu, við erum með tvöfalt til þrefalt hærra vaxtastig hér en í nágrannalöndum okkar sem bitnar á öllu. Húsnæðiskostnaði og vöruverði. Það væri gríðarleg kjarabót ef stjórnvöld kæmu með raunverulegar lausnir til að lækka vaxtastigið og matarverðið og kæmu með skattbreytingar,“ segir Þorsteinn Verkföll eigi ekki að snúast um hvað stjórnvöld eigi að gera. Þau eigi að snúast um kaup og kjör. Mikilvægt sé að samningsaðilar ræði saman og finni lausn á deilunni því hagkerfið þoli illa verkföll á þessum tíma. „Á sama tíma og við sjáum þessi miklu merki kólnunar í hagkerfinu og vandræði í ferðaþjónustunni þá er afar alvarlegt að við séum að jafnframt að stefna í harðar kjaradeilur og verkföll,“ segir Þorsteinn að lokum.
Kjaramál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi Sjá meira