Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Meira en þúsund manns á aldrinum tuttugu og eins til tuttugu og fjögurra ára eru á vanskilaskrá. Þá hefur nýskráningum á vanskilaskrá farið fjölgandi á síðustu mánuðum eftir stöðuga fækkun síðustu ára. Lögfræðingur Credit Info segir þróunina áhyggjuefni, leggja þurfi meiri áherslu á gott fjármálauppeldi en fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, leggur til að laun tekjuhæstu starfsmanna ríkisins verði fryst en hún gagnrýnir jafnframt stjórnvöld fyrir aðkomu þeirra að kjaraviðræðum.

Rætt verður við Þorgerði Katrínu í fréttatímanum en við tökum einnig púlsinn á fólki á förnum vegi og spyrjum hvernig þeim lítist á þá stöðu sem uppi er á vinnumarkaði, en stéttarfélög kynntu áform um frekari verkfallsaðgerðir í gær.

Við ræðum einnig við kanadískan sérfræðing sem segir algengt að konur veigri sér við að sækja fíknimeðferð þar sem þær eigi erfitt með að fara frá börnum sínum á meðan. Um þriðjungur þeirra sem sækir meðferð hjá sjúkrahúsi SÁÁ að Vogi eru konur.

Þá fylgjumst við með því þegar geimferju SpaceX var skotið á loft í morgun og segjum nýjustu fréttir af leitinni í Ölfusá.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×