Jon Ola Sand segir Íslendinga vel geta haldið Eurovision hér á landi Sylvía Hall skrifar 2. mars 2019 11:27 Jon Ola Sand og Felix Bergsson ásamt þáttastjórnendum Bakarísins. Vísir Jon Ola Sand, framkvæmdarstjóri Eurovision, var í viðtali í Bakaríinu í morgun þar sem hann ræddi keppnina í ár ásamt Felixi Bergssyni. Framkvæmdarstjórinn er staddur á Íslandi að fylgjast með lokakvöldi undankeppninnar hér á landi og sagðist hann vera spenntur að sjá hvaða lag yrði fyrir valinu. Hann vildi þó ekki gefa upp hvaða lag væri sitt uppáhalds. Þá sagði Jon Ola það vera vel raunhæft að Íslendingar myndu halda keppnina þegar kemur að langþráðum sigri þjóðarinnar í keppninni. Hann hafi fylgst náið með þróun mála og aðstaða hérlendis sé orðin svo góð að Íslendingar gætu haldið stórkostlega Eurovision-keppni hér á landi, það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær. „Ég verð allt árið að hjálpa Felix,“ sagði Jon Ola léttur þegar hann var spurður út í málið og bætti við að eftir að sigur í keppninni færi undirbúningsferli strax af stað að leggja drög að næstu keppni með sigurþjóðinni. Sigurþjóðin heldur alltaf keppnina – nema það sé Ástralía Aðspurður hvort umtal í kringum keppnina í ár sé meira en hann átti von á sagði Jon Ola að það væri nokkurn veginn á pari við það sem skipuleggjendur bjuggust við. Það sé einfaldlega þannig í Eurovision að sigurþjóðin haldi keppnina að ári og Ísrael sé engin undantekning. Eina þátttökuþjóðin sem kæmi aldrei til með að halda keppnina væri Ástralía. „Allir stöðvar í Evrópu sem taka þátt hafa samþykkt þetta fyrirkomulag og fylgja þessum reglum. Sýningaraðilinn í Ísrael getur unnið keppnina í Lissabon með Nettu og samkvæmt reglunum er þeim skylt að halda keppnina að ári,“ sagði Jon Ola. Hann segir það ekki vera nýtt að sigurþjóð sé umdeild og nefndi þar Úkraínu og Rússland sem dæmi. Hann segist ekki mótfallinn því að fólk noti tækifærið til þess að vekja athygli á því sem betur megi fara en það verði þó að fara eftir reglunum. „Á hverju ári sjáum við hópa og góðgerðasamtök sem vilja beina athyglinni að þeim svæðum sem við erum á. Þetta var líka uppi á teningnum í Úkraínu, Rússlandi og Aserbaídsjan og það getur verið af hinu góða. Það getur beint athyglinni að löndum í Evrópu þar sem hlutirnir eru ekki jafn góðir og þeir eru hérna,“ sagði Jon Ola og bætti við að keppnin í Tel Aviv stefndi í að vera stórkostleg. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jon Ola Sand í heild sinni. Eurovision Tengdar fréttir Könnun Maskínu: Flestir ætla að kjósa Hatara en Friðrik Ómar þar á eftir 63 til 65 prósent Íslendinga ætla að fylgjast með úrslitum Söngvakeppninnar 1. mars 2019 15:28 Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30 Hjólhýsahasar Hatara og Friðriks Ómars Hatara-menn mættir við Laugardalshöll með stærra hjólhýsi en Friðrik Ómar. 1. mars 2019 18:21 Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Jon Ola Sand, framkvæmdarstjóri Eurovision, var í viðtali í Bakaríinu í morgun þar sem hann ræddi keppnina í ár ásamt Felixi Bergssyni. Framkvæmdarstjórinn er staddur á Íslandi að fylgjast með lokakvöldi undankeppninnar hér á landi og sagðist hann vera spenntur að sjá hvaða lag yrði fyrir valinu. Hann vildi þó ekki gefa upp hvaða lag væri sitt uppáhalds. Þá sagði Jon Ola það vera vel raunhæft að Íslendingar myndu halda keppnina þegar kemur að langþráðum sigri þjóðarinnar í keppninni. Hann hafi fylgst náið með þróun mála og aðstaða hérlendis sé orðin svo góð að Íslendingar gætu haldið stórkostlega Eurovision-keppni hér á landi, það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær. „Ég verð allt árið að hjálpa Felix,“ sagði Jon Ola léttur þegar hann var spurður út í málið og bætti við að eftir að sigur í keppninni færi undirbúningsferli strax af stað að leggja drög að næstu keppni með sigurþjóðinni. Sigurþjóðin heldur alltaf keppnina – nema það sé Ástralía Aðspurður hvort umtal í kringum keppnina í ár sé meira en hann átti von á sagði Jon Ola að það væri nokkurn veginn á pari við það sem skipuleggjendur bjuggust við. Það sé einfaldlega þannig í Eurovision að sigurþjóðin haldi keppnina að ári og Ísrael sé engin undantekning. Eina þátttökuþjóðin sem kæmi aldrei til með að halda keppnina væri Ástralía. „Allir stöðvar í Evrópu sem taka þátt hafa samþykkt þetta fyrirkomulag og fylgja þessum reglum. Sýningaraðilinn í Ísrael getur unnið keppnina í Lissabon með Nettu og samkvæmt reglunum er þeim skylt að halda keppnina að ári,“ sagði Jon Ola. Hann segir það ekki vera nýtt að sigurþjóð sé umdeild og nefndi þar Úkraínu og Rússland sem dæmi. Hann segist ekki mótfallinn því að fólk noti tækifærið til þess að vekja athygli á því sem betur megi fara en það verði þó að fara eftir reglunum. „Á hverju ári sjáum við hópa og góðgerðasamtök sem vilja beina athyglinni að þeim svæðum sem við erum á. Þetta var líka uppi á teningnum í Úkraínu, Rússlandi og Aserbaídsjan og það getur verið af hinu góða. Það getur beint athyglinni að löndum í Evrópu þar sem hlutirnir eru ekki jafn góðir og þeir eru hérna,“ sagði Jon Ola og bætti við að keppnin í Tel Aviv stefndi í að vera stórkostleg. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jon Ola Sand í heild sinni.
Eurovision Tengdar fréttir Könnun Maskínu: Flestir ætla að kjósa Hatara en Friðrik Ómar þar á eftir 63 til 65 prósent Íslendinga ætla að fylgjast með úrslitum Söngvakeppninnar 1. mars 2019 15:28 Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30 Hjólhýsahasar Hatara og Friðriks Ómars Hatara-menn mættir við Laugardalshöll með stærra hjólhýsi en Friðrik Ómar. 1. mars 2019 18:21 Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Könnun Maskínu: Flestir ætla að kjósa Hatara en Friðrik Ómar þar á eftir 63 til 65 prósent Íslendinga ætla að fylgjast með úrslitum Söngvakeppninnar 1. mars 2019 15:28
Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30
Hjólhýsahasar Hatara og Friðriks Ómars Hatara-menn mættir við Laugardalshöll með stærra hjólhýsi en Friðrik Ómar. 1. mars 2019 18:21
Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40